Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Síða 25

Fálkinn - 24.01.1962, Síða 25
Gunna grallari HÚN var uppi hér í Reykjavík um og eftir miðja öldina sem leið og dó á síðari hluta hennar, en ekki hef ég get- að komizt eftir því, nær það var. Til þess liggur ástæða, sem er hvort tveggja í senn eðlileg og skringileg. Auðvitað hét þessi kona Guðrún og það er eins og allir vita harla algengt nafn og mætti æra óstöðugan að eiga að finna þessa Guðrúnu í kirkjubókun- um eftir því nafni einu, því að það tæk- ist aldrei. Hins vegar væri það nokkuð vandalítið að finna hana ef föðurnafnið væri kunnugt líka. Föðurnafnið hennar var ekki kunnugt, enda var kerling dáin fyrir minni elztu borgara.og gaml- ir Reykvíkingar hafa því ekki getað veitt upplýsingar um föðurnafnið henn- ar. Þetta má kalla skringilegt, en það er jafnframt eðlilegt, vegna þess að fólk, sem viðurnefni festist við, er aldr- ei nefnt sínu rétta heiti úr því, og það er um síðir öllum gleymt. Hvernig á því stendur, að Guðrún fékk viðurnefni sitt, er alls ókunnugt um, en ekki er ólíklegt, að það hafi verið af því að hún hafði hallmælt sálmabókinni mjög og talið Grallarann veglegri bók, eða þá af hinu, að hún hafi oftlega sungið á Grallarann. Gunna grallari var hjú hjá Jörgen- sen veitingamanni (Jörundi frænda) á Hótel íslands um afarlangt skeið og dyggasta hjú. Bar hún þar vatn og ösku. Vistin kann að vísu að hafa verið góð, en var heldur óholl, því að þá var geysileg drykkjuskaparöld hér og auðvitað var eilíft sukk og svall á knæpunni þessari, því að það var eina kráin í bænum. En þar vandist Gunna á að drekka. Það hefur alltaf verið svo, og mun vera, að krakkar gefa drukkn- um mönnum sérstaklega mikinn gaiim, ef þeir verða á vegi þeirra og það ó- þægilegan gaum. Gunna gamla var oftastnær mikið á ferli um göturnar, þegar hún var kennd, og settist þá strákalýður að henni, en gamla kon- an kunni ekki að taka því sem skyldi og brást reið við. Það hafði auðvitað önnur áhrif, en til var ætlazt, því að krakkarnir urðu æfari við og létu kerl- ingu engan frið fá. Hún lærði samt aldrei að taka þessu og var þar með orðin að skrítinni kerlingu. í sjálfu sér má ætla, að Gunna grall- ari hafi alls ekki verið skrítin, heldur eins og fólk er flest og þó ekki, því að hún mun hafa verið greindari og hugs- að meira fyrir sér en almennt gerðist. Óvíst er nema hún hafi verið mynd- arleg kona á yngri árum, því að mynd- ir sýna hana allreffilega á efri árum. Hún hafði laglega söngrödd, var dálít- ið hagmælt og þó að hið almenna vísna- og kveðskapargutl okkar íslendinga sé ekki merkilegt að bókmenntagildi, er það einkar hugnæmt, vegna þess, að það ber vott um vilja hjá hinum ein- staka manni til þess að vanda hugsun sína og framsetning hennar og til þess að leggja sérstaka áherzlu á það sem mönnum er ríkast í huga. í heild sinni hefur skáldskapur Gunnu grallara ekki farið fram úr því, sem einfaldast var í þeirri grein, en sú eina vísa sem fleyg hefur orðið eftir hana ber vott um góð- læti og barnslega tryggð. Eitt sinn var það, að Jörgensen gest- gjafi húsbóndi Gunnu grallara, brá sér til útlanda og þá lcvaddi Gunna hann með þessari vísu: Minn er lófi ljótur, sljór, linast sjaldan mæðan: Húsbóndi minn frægur fór fylgi honum gæfan. Frh. á bls. 33. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.