Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Síða 32

Fálkinn - 24.01.1962, Síða 32
GABRIELA Framh. af bls. 23 og ef þetta var satt. . . .' Bettina var komin aftur, hann hafði sjálfur séð hana á hótelinu. Hún var fegurri en nokkru sinni, og hún var rík, mjög rík, eftir því sem Cecilia sagði.... Prinsinn hafði valið sér stað eftir nákvæma yfirvegun. Það var lítið borð við vegginn, þaðan sem hann gat séð inn í anddyri hótelsins og samtímis haft auga með hljómsveitinni. Hljómsveitar- stjórinn var gamall vinur hans. Hann beið eftir merki frá honum. Og þarna kom það. Hljómsveitin stanzaði skyndilega í miðju lagi, og byrjaði strax að leika gamlan stúdenta- söng. Samstundis stóð Hohenperch á fætur og yfirgaf salinn. Hann kom fram í anddyrið jafnskjótt og Bettina fékk herbergislykil sinn hjá hótelþjón- inum. Tónar gamla stúdentasöngsins streymdu inn í anddyrið gegnum opn- ar dyrnar. Bettina hrökk við. Hún þekkti vel þetta lag, en það voru síður en svo hugljúfar minningar sem það vakti með henni. Áður fyrr hafði Egon Hoenperch alltaf fengið hljómsveitina til að leika þetta lag, þegar hann bauð henni til kvöldverðar á Gulleyjunni, eða einhvern þeirra staða, sem þau voru vön að hittast á. Það var áður en hún giftist Julian Brandt. í þá tíð hafði hún ekki verið annað en barn, yngri en dóttir hennar var nú. Bettina strauk hendinni um enni sér. Hún vildi ekki rifja þetta upp. Hún kinkaði kolli til hótelþjónsins um leið og hann rétti henni lykilinn og gekk að stiganum. I sömu mund heyrði hún rödd að baki sér: — Betti. . . . Bettina sneri sér snöggt við. Fyrir — Þér þurfið ekki að óttast mig. Ég er ekki Ijón. 32 FÁLKINN framan hana stóð hár og virðulegur maður. Hann tók einglirnið af sér, brosti og hneigði sig. Hohenperch. Maðurinn, sem átti sök á allri hennar óhamingju og leið- indum. Hún fussaði. — Bettina, sagði prinsinn lágt. — Það kemur sannarlega á óvænt, að sjá þig aftur. Hana langaði helzt af öllu að fleygja lyklinum framan í andlitið á honum og flýja út í nóttina. Skyndilega varð hún gripin kynlegri óttatilfinningu. Það var áreiðanlega engin tilviljun, að hljóm- sveitin lék stúdentasönginn um leið og prinsinn skaut upp kollinum. Prinsinn brosti sínu breiðasta brosi. — Kæra Bettina, ég vona að þú hafir að minnsta kosti nokkrar mínúrur af- lögu fyrir gamlan aðdáanda. Án þess að láta nokkuð á sig fá, horfði hún beint framan í hann. — Það getur verið, svaraði hún. — Þegar ég hugsa um hina snjöllu skipu- lagsgáfu þína, þá er ég viss um, að þú hefur pantað borð um leið og þú samdir við hljómsveitina. Er það kannski ekki rétt hjá mér? — Því neita ég ekki, kæra Bettina. Hann bauð henni arminn, en hún lét sem hún sæi það ekki. Skömmu síðar gengu þau inn í borðsalinn. Og mikið rétt: Borð fyrir tvo beið þeirra. Prinsinn tók fram stól fyrir Bettinu og setti hann varlega undir hana. Hann gerði þetta af einskærri umhyggju og settist ekki sjálfur fyrr en hann var sannfærður um að vel færi um hana. Enginn gat sagt, að prins Hohenperch væri ekki fyrsta flokks heimsmaður. Hann settist beint á móti henni. Ljós salarins spegluðust í einglirni hans. — Kæra, kæra Betti, hóf hann máls. — Aldrei fyrr hef ég fundið hversu sterk bönd tengja saman tvær mann- eskjur, sem hafa verið saman í æsku. Manstu hvað við áttum unaðslegar stundir saman, Bettina? Yfirþjónninn kom með vínkælinn, setti hann á borð- ið, fyllti glös þeirra með freyðandi kampavíni og fór síðan. Síðasta orð prinsins hafði greipt sig í vitund Bettinu. — Manstu hvað við áttum unaðslegar stundir saman, Bettina? Hún leit hægt á hann, síðan svaraði hún rólega. — Já, en ég man líka eftir ýmsu, sem var ekkert sérstaklega þægilegt. Hún dreypti á kampavíninu. — Ýmsu, sem ekki er hægt að kingja niður, bætti hún við — jafnvel ekki með freyðandi kampavíni. Undrandi og vonsvikin bandaði prins- inn báðum höndum frá sér og lét ein- glirnið falla. — En kæra Betti. Hvers vegna eigum við að rifja upp óþægileg atvik, þegar við höfum loksins hitzt eftir öll þessi ár. Ég man aðeins eftir hinu bjarta og skemmtilega. Og þú Bettina . .. þú hef- ur verið hin mikla hamingja lífs míns. Aldrei hef ég gleymt þér og aldrei mun ég gera það. Bettina brosti, en það var engin gleði fólgin í því brosi. — Ef þetta eiga að vera gullhamrar, þá þakka ég fyrir þá, sagði hún. — En ég efast um að þú hafir boðið mér hing- að bara til þess að slá mér gullhamra. Farðu nú ekki eins og köttur í kringum heitan graut. Segðu það sem þér býr í brjósti. Hohenperch prins geðjaðist ekki að tóninum í rödd hennar. Hann fór að óttast að þetta stefnumót mundi enda öðruvísi en til var ætlazt. Til þess að leyna vonbrigðum sínum lyfti hann glasi sínu. — Skál, Bettina . . . En Bettina gaf sig ekki. Hún horfði stöðugt á hann með sínum fögru djúp- bláu augum. — Síðast þegar við hittumst, leitaði ég trausts, skilnings og hjálpar hjá þér, hélt hún áfram staðráðin í að gera þetta stefnumót þeirra eins kveljandi fyrir hann og hún frekast gat. — Þarf ég í raun og veru að minnast þig á það sem gerðist hér einu sinni.? Prinsinn var orðinn taugaóstyrkur, tæmdi glasið sitt og fyllti það jafn- skjótt aftur. — Það, sem þá gerðist, gerði víst hvorki til né frá fyrir þig, sagði Bett- ina ákveðinni röddu. — Ég var ung stúlka, einmitt eins og þúsundir ann- arra stúlkna; ung stúlka, sem þú gekkst á eftir með grasið í skónum, og ung stúlka, sem hvarf úr lífi þínu daginn sem hún giftist manni úr hennar eigin stétt. Og það kom sér í rauninni vel fyrir þig, var það ekki? Er það ekki þannig, sem þið hugsið, þessir karlmenn með fínu nöfnin og titlana? Það, sem ég flaskaði á var, að ég hélt að þú værir eftir sem áður vinur minn. Já, ég var svo heimsk, að halda það. Þú hafðir einu sinni svarið þess dýran eið, að hvað sem á gengi, mundir þú alltaf standa við hlið mér og hjálpa mér. Þú ætlaðir aldrei að svíkja mig. Var það ekki því, sem þú lofaðir? — Ég sneri aftur til þín, hélt Bett- ina enn áfram, og var nú eins og hún hefði gjörsamlega gleymt prinsinum, sem sat þarna á móti henni, óttasleg- inn og taugaóstyrkur, og starði á hana. — Ég kom til þín til þess að fá hjálp kvöldið, sem Julian hafði fundið bréfin frá þér, gömlu bréfin, þar sem þú varst að reyna að telja mér trú um að ég væri þér meira virði en nokkuð annað í þessum heimi. En Julian trúði ekki, að bréfin væru skrifuð áður en ég gift- ist honum. Ég var í öngum mínum og vildi, að þú færir til hans og segðir honum frá þessu og reyndjr að leiða honum fyrir sjónir, að hann hefði á al- röngu að standa. Þið voruð jú gamlir kunningjar og hittust alltaf öðru hverju í stúdentasambandinu. En hvað gerðir þú? Þú níddist á aðstöðu minni á hinn svívirðilegasta hátt. Allt í einu rak hún upp hlátur.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.