Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Page 34

Fálkinn - 24.01.1962, Page 34
VIIMDUR Framh. af bls. 13 — Þetta er þykkt ský, vindar frá öll- um stöðum á jörðipni. Sama rokið, sem fór yfir Celebes fyrir ári, sami fellibyl- urinn, sem geisaði og drap marga í Arg- entínu, ofviðrið, sem fór yfir Hawaii, 'hvirfilvindurinn, sem gjörði mikinn usla á Afríkuströnd. Þetta eru hlutar af öllum þeim ofviðrum, sem ég hef slopp- ið lifandi frá. Hann fylgir mér frá Him- alayjafjöllum, af því að vindurinn vildi ekki að ég vissi, það sem ég veit um Stormadalinn, þar sem ofviðrin myndast og ráðgera eyðilegginguna. Eitthvað fyr- ir óralöngu lét þau byrja. Ég veit hvar vindarnir safnast saman, hvar þeir fæð- ast og hvar hluti þeirra deyr. Þess vegna hatar vindurinn mig. Bækur mínar skýra frá því, hvernig á að sigrast á honum. Hann vill ekki að ég prédiki neitt um það framar. Vindurinn vill gleypa mig inn í iðuna til þess að fá þekkingu mína. Hann vill hafa mig sín megin. — Ég þarf að hætta þessu, Allin, kon* an mín — — Hvað? Það varð hlé, í fjarska heyrðist vindurinn blása. — — Hvað sagðirðu? — Hringdu í mig eftir klukkutíma, Allin. Hann skellti á. Herb fór fram til þess að þurrka disk- ana. Kona hans horfði á hann og hann leit á diskana og nuddaði þá með upp- þvottastykkinu. — Hvernig er veðrið úti? sagði hann. — Gott, ekki mjög svalt, stjörnur, Þungur, œ, þungur er vor róður. 34 FÁLKINN sagði hún. Hvers vegna spyrðu? — Það er ekkert. Síminn hringdi þrisvar sinnum næstu klukkustund. Klukkan átta komu gest- irnir, herra Stoddard og kona hans. Þau sátu til hálf níu og mösuðu, en stóðu síðan á fætur og settu upp spila- borð og þau fóru öll að spila Gosa. Herb Thompson stokkaði spilin aftur og aftur með háum smellum og gaf svo hinum spilin, eitt og eitt í senn. Um- ræðurnar snerust um allt og ekkert. — Hann kveikti sér í vindli og það kom fíngerð aska á enda vindilsins, hann hag- ræddi spilunum í hendi sér. Við og við lyfti hann höfði og hlustaði. Fyrir utan húsið var ekkert hljóð að heyra. Kona hans sá hann gera þetta og hann hætti þessu samstundis og lét gosa í borðið. Hann púaði hægt vindilinn og allir töluðu hægt og rólega og við og við rak einhver upp hláturrokur. Klukkan í for- stofunni sló hljóðlega níu. — Hér erum við öll samankomin, sagði Herb Thompson og tók út úr sér vindilinn og leit á hann hugsi. — Og lífið er vissulega undarlegt. — Nú, já, sagði hr. Stoddard. -—■ Það er ekkert, nema hér erum við og lifum okkar lífi og á einhverjum öðrum stað lifa billjónir af fólki sams konar lífi. — Það liggur nú í augum uppi. — Lífið, sagði hann og setti vindilinn aftur upp í sig, er sjálfur einmanaleik- inn. Þetta er jafnvel eins í hjónaband- inu. Stundum, er maður liggur í örm- um annarra, finnst manni, að maður sé í órafjarlægð frá þeim. — Þetta líkar mér, sagði kona hans. — Ég meinti það ekki þannig, reyndi hann að útskýra. Það var enginn asi á honum, af því að hann var ekki sekur og hann hugsaði sig um. —■ Ég á við, að menn trúi því, sem þeir trúa og lifa sínu lífi, meðan aðrir lifa allt öðruvísi. Ég á við, að við sitj- um hérna í þessari stofu, meðan þúsund- ir manna liggja fyrir dauðanum. Sumir úr krabba, aðrir úr lungnabólgu og enn aðrir úr berklum. Og ég ímynda mér, að þessa stundina sé einhver að farast í um- ferðarslysi í Bandaríkjunum. — Þetta eru ekki uppörvandi sam- ræður, sagði kona hans. — Ég ætlaði að segja, að við lifum öll og hugsum ekki um, hvernig annað fólk hugsar, lifir, eða deyr. Við bíðum aðeins þangað til dauðinn sækir okkur heim. Það, sem ég á við, er að hér sitj- um við á rassinum, örugg, á meðan einn betri manna okkar er í þrjátíu mílna fjarlægð og dvelst í gömlu húsi í niða- myrkri og er umkringdur af guð veit hverju. — Herb. Hann púaði og tuggði svolítið vindil- inn og starði án afláts á spil sín. — Af- sakið, og hann leit upp og beit í vind- ilinn. — Á ég að setja út. Spilið hélt áfram hringinn og það heyrðist smellur í spilunum. Og þau spjölluðu saman mjög lágt. Herb Thomp- son sökk dýpra niður í stólinn og leit út fyrir að vera lasinn. Síminn hringdi. Thompson stökk á fætur og tók tólið af. — Herb, ég hef hringt og hringt. — Hvernig er heima hjá þér? — Hvað áttu við, hvernig er það? ■—■ Eru gestirnir komnir? — Fjandinn, já, þeir eru — — Talið þið saman, og hlæjið eða spil- ið á spil? — Já, en hvað kemur það málinu við? — Ertu að reykja tíusenta vindilinn? — Fari í helvíti, já, en ... — Það blæs, sagði röddin í símanum, það blæs hér vissulega. Ég vildi að þú værir hér. Ég vildi að ég vissi ekki það, sem ég veit. Ég vil svo margt. — Ertu hólpinn? — Svo langt sem það nær. Ég læsti mig inni í eldhúsinu. Vindurinn braut hluta úr framhlið hússins inn. En ég hörfa skipulega. Þegar eldhúsdyrnar láta undan, hörfa ég niður 1 kjallarann. Ef ég verð heppinn, get ég haldið út til morguns. Vindurinn mun rífa niður allt húsið til þess að ná 1 mig og kjall- aragólfið er helvíti traust. Ég hef skóflu og ég get grafið dýpra ... Það var eins og margar raddir töluðu í símann. — Hvað er þetta? spurði Herb og það sló köldum svita um bak hans. — Þetta? spurði rödd í símanum. -—■ Þetta eru raddir tólf þúsund manna, sem hvirfilvindur drap, sjö þúsunda, sem fór- ust í fellibyl og þriggja þúsunda, sem fórust í ofsaroki. Er ég að ónáða þig? Þannig er vindurinn. Hann er samsett- ur af framliðnum. Vindurinn drap þá og drakk 1 sig hug þeirra til að öðlast vitsmuni. Hann tók raddir þeirra og gerði eina rödd úr. Þetta eru allar þess- ar milljónir fólks, sem farizt í ofsa- vindi um 10 þúsund ár, allar þær þraut- píndu milljónir, sem veltast og berast með vindinum, ýmist í miðri iðunni eða uppi og niðri í honum. Guð minn góður, þú gætir ort kvæði um þær. Síminn bergmálaði af röddum og það mátti greina skerandi blístur í honum. — Komdu, Herb, kallaði kona hans frá spilaborðinu. -v- Þannig verður vindurinn slóttugri með hverju ári, hann eykur við sig, líkama við líkama, líf við líf, dauða. — Við bíðum eftir þér, Herb, kallaði kona hans. — O, hver djöfullinn. Hann sneri sér frá og urraði næstum. — Bíðið augna- blik, ef þið viljið gera svo vel. Og hann fór til símans. — Allin, ef þú vilt, að ég komi út til þín núna, þá vil ég það. Ég hefði átt að koma fyrr . . . — Hugsaðu ekki um það. Þetta er grimmdarleg barátta, ég vildi ekki láta þig taka þátt í henni. Það er betra að hætta samtalinu. Eldhúsdyrnar eru var- hugaverðar. Ég þarf að fara niður í kjallarann. — Ætlarðu að hringja seinna?

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.