Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 6
PANDA DG LANDKDNNUÐURINN MIKLI Eftir að landkönnuðurinn hafði fallið niður gatið, stakk Panda hendinni þar niður, en fann ekkert nema sjó. „Ó, hvað á ég að gera?“ sagði hann í örvæntingu. „Þú getur farið heim og séð um þín eigin mál,“ sagði mjóróma rödd. Aloysius frændi hafði komið upp um gatið. „Ég vara þig við,“ hélt hann áfram. „Það væri betra fyrir þig að snúa heim og róa eins fljótt og þú getur til strandar." En Panda vildi ekki fara heim. Hann fékk skyndilega góða hugmynd. Hann tók fram bæturnar og áður en Aloysius frændi gat talið upp að tíu, var reiða höfuðið hans fast í botni bátsins. Það heyrðist ókennilegt hljóð í námunda við bát- inn. Panda leit í kringum sig. Landkönnuðurinn stakk höfðinu úr vatninu. „Gaman að sjá þig,“ sagði Panda og var mjög feginn að sjá hann. „Puff, snuff, úff,“ sagði landkönnuðurinn og saup hveljur. „Ég notaði þetta tækifæri til þess að setja niður merkistöng á eyjunni fyrir neðan. Gerðirðu við gatið á meðan?“ „Gerði ég?“ sagði Panda. „Líttu á þetta.“ Landkönn- uðurinn klifraði um borð og kom auga á höfuð Aloysiusar frænda. „Hvað er þetta?“, hrópaði hann. „Þú hefðir ekki átt að taka af honum hausinn og drepa hann.“ „Ég gerði það heldur ekki,“ svaraði Panda, „ég notaði bara höfuðið á honum til þess að fylla upp í gatið.“ „Þegar hann fyllir svona bara upp í gatið getur hann ekki gert okkur neitt mein,“ sagði Panda. „Slepp- ið mér,“ hrópaði Aloysius frændi. „Höfuð mitt er ekki bót,“ en Panda og landkönnuðurinn létu hróp hans sig engu skipta. Brátt var Aloysius orðinn mjög reiður og bölv hans og hróp heyrðust upp á strönd- ina og vöktu athygli hinna árvökulu strandlögreglu- manna. „Það er eitthvað óvenjulegt á seyði þarna út á þessum bát,“ sagði annar þeirra. „Við skulum rann- saka málið.“ Og svo lögðu þeir af stað í áttina til þeirra félaga á sínum hraðskreiða bát. 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.