Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 12
Greg Macneel dreypti hægt á glasi sínu. Eiginlega hafði hann mesta löngun til að ljúka við drykkinn í einum teyg og panta nýjan, en hann gerði sér grein fyrir, að það myndi ekki leysa úr vanda hans, þvert á móti. Þó að nýr drykk- ur myndi draga úr taugaóstyrk hans, myndi hann einnig sljóga dómgreind hans, og því mátti hann ekki við, allra sízt nú. í stuttu máli: Vandamál hans var fólgið í að velja á milli tveggja möguleika. Annað hvort varð hann að losa sig við Clarissu fyrir fullt og allt, en í slíku hafði hann mikla æf- ingu, eða drepa Harry Melton. Þá yrði Clarissa frjáls, og hann gæti kvænzt henni. Þar að auki mundi hún erfa alla peninga Harry Meltons. Hann dreypti aftur á glasinu, og leit í kringum sig í dimm- um barnum. Það var einmitt hérna, sem kynni þeirra Clar- issu hófust, fyrir tæpum þremur mánuðum. Clarissa hafði virti hann fyrir sér í speglinum, sem hékk fyrir ofan af- greiðsluborðið. Hann vissi, að hún var að horfa á hann. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem kona sýndi Greg Macneel áhuga svo augljóslega, og það þurfti ekki að líta á hann nema einu sinni til að skilja það: Sterkleg haka, beint nef, grá augu, dökkt hár, reglulegar, hvítar tennur, sem sagt sérlega laglegur og fyrirmannlegur maður, sem venjulega ávann sér sér fjandskap flestra karlmanna, en hylli kvenna. Hann þóttist ekki taka eftir því, að hún var að horfa á hann. Aðeins viðvaningar láta gagnkvæman áhuga í ljós of snemma. Er hæfilegur tími var liðinn, bar hann glasið að vörum sér, og benti um leið barþjóninum að koma, sem hlýddi því strax. Þessir menn voru áberandi miklar and- stæður. — Adonis og dvergurinn. — Viljið þér fá aftur í glasið, hr. Macneel? — Nei, ég er ekki enn búinn úr því. Hver er þessi unga kona, Barney, sem situr á bak við mig og horfir á mig í speglinum? Barney þurrkaði gljáfægt afgreiðsluborðið vandlega með hvítri þerru. — Ljóshærða konan með eyrnalokkana og stóru brjóstnálina, spurði hann án þess að líta upp. — Þessi sem lítur út eins og lifandi demantsnáma? — Einmitt, svaraði Macneel, og leyndi brosinu. — Falleg stúlka, sagði Barney. Hann hafði lært heilmikið um kvenlega fegurð af Macneel. — Ég hef því miður ekki séð hana fyrr, bætti hann við og fægði enn einu sinni diskinn með þerrunni sinni. — En hún lítur mjög vel út. — Nei, hún er alls ekki falleg, Barney. En hvað drekkur hún? — Hún hefur fengið nokkra kampavínskokteila. Hún virð- ist vera mjög niðurdregin. Macneel tæmdi glas sitt og ýtti því í áttina til Barneys. — Nú máttu gjarna fylla það aftur og sömuleiðis eigið þér að láta ungu stúlkuna þarna fá einn kampavínskokteil — með beztu kveðju frá mér. Barþjónninn hló, og leit fullur aðdáunar á Macneel. — Það er ánægjulegt að veita yður eftirtekt, hr. Macneel. Engmn þeirra ungu manna, sem koma hingað standa yður á sporði. Ekki einn einasti þeirra, það get ég sagt yður. Þér eruð okkar gamli og góði snillingur. í ÞESSARI SMÁSÖGU SANNAST SEM OFTAR MALTÆKIÐ GAMLA: sn m Btzr sfin síensi hilr Greg tók hólið til sín. Honum virtust orð Barneys vera viðurkenning, en ekki smjaður. Tuttugu ára reynsla í því að sigra hið veika kyn, hlaut að veita mönnum ofurlítið sjálfs- traust. En honum geðjaðist ekki að því, að Barney notaði orðið ,,gamall“ um hann. Macneel var aðeins 39 ára gamall. En hann lokaði ekki augunum fyrir ýmsum staðreyndum, eins og til dæmis þeim, að hann var orðinn talsvert feitlaginn, var að byrja að fá undirhöku og auk þess fór þeim hárum stöðugt fjölgandi, sem hann fann í greiðunni sinni, þegar hann greiddi sér. Með því að nota þetta ógeðfellda orð ,,gamall“, hafði Barney minnt hann á, að brátt var tími til kominn, að hann reyndi að koma sér á traustan grundvöll. Og það var einmitt nú, meðan hann var enn þá í fullu fjöri, sem rétti tíminn var til að leita í kringum sig í leit að þeirri einu og réttu. ★ Hann hafði sem sagt hitt Clarissu í barnum hans Barney, og þegar hann hafði veitt henni nokkra kokteila til viðbótar fékk hann að vita, að hún var gift manni, sem hét Harry Melton. Hann fékk einnig vitneskju um, að þessi sami Harry Melton væri helmingi eldri en hún, og væri flugríkur. — Ég er lítill fugl í gullbúri, Greg, sagði hún síðar, þegar þau dönsuðu saman á sveitakrá í Jersey. — Búrið getur varla verið mjög vandlega lokað, fyrst þér tókst að fljúga út úr því í kvöld, sagði hann. — Harry fór í viðskiptaerindum til Chicago. Hann er mjög sjaldan fjarri heimilinu, en þegar það kemur fyrir, þá er ég strax gripin sterkri löngun til þess að fara út og skemmta mér. Mér finnst óþolandi að sitja ein heima. Hún hristi höfuðið og leit upp til hans: — Þú hefur náttúrlega ekki hugmynd um, hvernig það er að sitja ein heima? Greg hló. — Ég reikna með, að þú hafir ekki verið neydd með skammbyssu til þess að giftast Harry? Clarissa hló bitrum og kuldalegum hlátri. — Það er hægt að kaupa allt. Einnig ég hef verið keypt. En við skulum gleyma því og láta okkur dreyma ofurlítið. — Ég vona að það verði meira en draumur hjá okkur báðum, Clarissa. Nú hló hún hvellt og glaðlega. — Þú talar djarflega, hr. Macneel,, en mér geðjast vel að því. Viðskiptaferðir Harrys Meltons urðu stöðugt tíðari. Og jafnskjótt og hann var kominn úr bænum, hafði Clarissa samband við Greg. Þau hittust á fáförnum og afskekktum stöðum og aldrei tvisvar í röð á sama staðnum. í þeim efn- um var Clarissa óbifanleg. — Raunar þykir mér ekki vænt um Harry, lýsti hún yfir. — En mér þykir vænt um peningana hans! Það var enn þá eitt, sem Greg hafði miklar áhyggjur af. Clarissa bauðst aldrei til þess að borga sinn hluta í reikn- ingnum, enda þótt hann segði henni hreinskilningslega, að hann riðaði á barmi gjaldþrots. Hún lýsti því yfir, að það væri ógerningur fyrir sig að gefa Harry viðunandi skýringar Framhald á bls. 36. 12 FÁLKINN FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.