Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 37
□TTD - BARDABINN UM ARNARKASTALA
Hinn flýjandi reiðmaður virtist gjörþekkja skógarins
stigu, og hann hvarf því skjótt sjónum Ottós. Hann hafði
skotizt á milli trjánna og s'kyndilega var eins og jörðin
hefði gleypt hann. Ottó stöðvaði reiðskjóta sinn og lagði
við hlustir. En hann heyrði ekkert hófatak, aðeins skrjáf
í laufi og fuglasöng. „Hvert getur þessi náungi farið?“
spurði hann sjálfan sig. „Hann getur varla verið langt
Örin lenti í trjástofni rétt hjá. En Ottó beið ekki boðana
heldur dró sverð sitt úr sliðrum og fór með brugðnum
brandi að runnunum, þar sem óvinurinn leyndist. En fjand-
maðurinn tók að flýja. Og Ottó fylgdi enn einu sinni á eftir
og í þetta skipti ætlaði hann ekki að gefa fjandmanni sinum
undan.“ Hesturinn ókyrrðist og sneri sér á hægri hönd.
Þetta var viðvörunarmerki. Hesturinn tók á rás og á sama
augnabliki kom ör fljúgandi. Ottó beygði sig niður að
makka hestsins og örin flaug yfir hann. „Skelfingar kjáni
er ég.“ Ég mátti svo sem vita, að þeir réðust á mig úr
launsátri, en það tekst ekki aftur.
tækifæri til þess að komast undan. Þeir riðu ákaft yfir
keldur og runna. Allt í einu stöðvaði í-eiðmaðurinn hestinn
og snérist til varnar. Ottó réðist djarflega á móti honum.
En í æsingnum tók Ottó ekki eftir, að annar reiðmaður
nálgaðist þá óðum.
Hin skyndilega árás Ottós kom reiðmanninum i gildru.
„Hjálp félagi, hjálp,“ hrópaði hann, en Ottó lét höggin
dynja bæði til vinstri og hægri. Hrópin rugluðu Ottó andar-
tak — var þetta gildra? Var maðurinn að reyna að beina
athygli hans frá sér? En þá þegar heyrði Ottó hófadyn
að baki sér. Nú var aðeins um eitt að ræða: Duga eða
drepast. Hann stóð í ístöðunum og kom þungu höggi á
andstæðinginn, svo að hann féll af baki og sverð hans fauk
i burtu. Og þar lá hann meðvitundarlaus á jörðunni. Ottó
sneri strax í mót hinum, sem áreiðanlega var viss um auð-
veldan sigur. „Of seint, kæri félagi,“ hrópaði Ottó og áður
en hinn nýkomni gat áttað sig hafði Ottó afvopnað hann.
FÁLKINN
37