Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 36

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 36
Sá hlær best Frh. af bls. 12 á útgjöldum sínum, meðan hann væri í burtu. Mánuði eftir að þau hittust fyrst kom Greg síðla dags nokkru seinna á barinn hans Barneys. — Nei. góðan daginn, hr. Macneel. Það er svei mér langt síðan þér hafið sézt hér — Mér hefur orðið lítið úr verki, Barney. En ég hef haft því meiri á- nægju upp úr krafsinu, Barney. Barney kinkaði vingjarnlega kolli til hans. — Er það brúðan með eyrnalokkana, sem þú hittir hérna um daginn, spurði hann um leið og hann hristi ósjálfrátt martini-vínblöndu. Greg yppti öxlum kæruleysislega og breitt glott færðist yfir hið ófríða and- lit barþjónsins. — Stórfenglegt! Eins og ég hef áður sagt, þá komast þessir ungu menn ekki í hálfkvist við gamla meistara eins og yður. Enn varð hann gagntekinn þessari óþægilegu tilfinningu, sem greip hann í hvert skipti sem hann heyrði orðið ,,gamall“ nefnt. — Þetta hljómar fallega í þínum munni, Barney. En við höfum flestir við einhver vandamál að stríða. Barney lyfti brúnum og virtist undr- andi: — Hafið þér við erfiðleika að etja? Hann setti kokteilinn fyrir framan Macneel. — Ef ég aðeins hefði helminginn af vandamálum yðar — tvær ljóshærðar, tvær dökkhærðar og tvær rauðhærðar fegurðardísir — þá mundi ég prísa mig sælan. Þegar þér kvænist og drag- ið yður í hlé, þá missir heimurinn vissulega einn af meisturum sínum. Barney þurfti að sinna öðrum við- skiptavinum og Greg sat einn og starði niður í glasið sitt. Síðan lyfti hann glas- inu og dreypti hægt á því. Honum varð hugsað til þess, hversu notalegt það væri að vera kvæntur. Hann vildi gjarna kvænast Clarissu, því að honum geðjaðist mjög vel að henni Ef til vill gat hún komið skiln- aði sínum þannig í kring, að hún fengi álitlega peningaupphæð frá karli sínum. Barþjónninn kom aftur og tók tómt glas Macneels. Macneel kinkaði kolli og Barney tók að hrista nýjan kokteil fyrir hann. — Nei, herra Macneel, sagði hann. — Ég vildi með glöðu geði taka á mín- ar herðar öll vandamál yðar. Sjáið þér bara, hvernig alltaf fer fyrir mér, níutíu og níu af hverjum hundrað konum hlæja að mér. Greg brosti. Það var vissulega allt öfugsnúið í henni veröld. Nú þurfti 36 FÁLKINN hann sem gestur að hlusta á barþjón- inn rekja raunir sínar! — Þú bjargar þér áreiðanlega betur en nokkur annar’ hér í bænum, sagði hann í léttum tón. Barney stundi. — Ja, það er þá ekki nema þessi eina af hverjum hundrað konum, sem ekki hlæja að mér. Þú trúir mér ef til vill ekki, en þó eru í raun og veru til einstaka konur, sem vilja heldur ófríða karlmenn heldur en laglega. Sennilega er það móðureðli þeirra sem segir til sín. Og þegar maður neyðist til þess að berjast ákaft fyrir einhverju, þá legg- ur maður því meira að veði. Maður er nefnilega alltaf neyddur til þess að nota þennan hérna! Hann bankaði á ennið á sér um leið og hann sagði síðustu setninguna. Þegar Greg var nokkrum kvöldum síðar aftur með Clarissu, þá fór hann ósjálfrátt að hugleiða orð barþjónsins. Þau höfðu snætt kvöldverð saman og óku síðan til einnar af þessum litlu sveitakrám, sem Clarissa var svo hrif- in af. Maður eins og Barney mundi sennilega geta leyst vanda minn, hugs- aði Greg. Ef til vill er ég í raun og veru að verða gamall. Ef til vill hef ég haldið áfram uppteknum hætti í allt of mörg ár og orðinn sljór. — Þú hlýtur að vera að hugsa um eitthvað mjög alvarlegt mál, sagði Clarissa og hló við. Greg varð skyndilega ljóst, að hann sat með samanbitnar varir og var þungur á brúnina. — Það er líka alvarlegt, Clarissa. Ég er að hugsa um okkur tvö, mig og þig. Hún kinkaði kolli og tók að hand- leika glasið, sem stóð fyrir framan hana. Hún virtist óstyrk. — Harry er að tala um. að við flytj- umst úr bænum. Hann vill að við setj- umst að á einhverjum suðlægari stað, sagði hún hægt. Greg hnyklaði brúnirnar enn meir en áður. — Honum er að verða ljós árangur, sem starf hans hefur borið. Nú, þegar hann hefur grætt álitlega fjárupphæð, þá vill hann draga sig í hlé og hætta að fást við kaupsýslu. Við eigum að búa í Miami eða Sarasota. Greg varð taugaæstur Clarissa var einmitt konan, sem hann hafði lengi beðið eftir. — Þú — þú mátt ekki láta hann gera það, Clarissa. Við elskum hvort annað. Er það einskis virði í þínum augum? Hún brosti en var eilítið hrygg á svipinn. — Hvað get ég gert, Greg? spurði hún. — Eða áttu við að ég eigi að yfir- gefa hann? Hann fann að hann var fallinn í gildru. — Það væri ekki heiðarlegt af mér gagnvart þér. Ég á enga peninga, það veiztu. — Já, ég veit það, sagði hún og lagði hönd sína blítt yfir hans. — Kannski finnum við einhverja leið. En núna langaf mig aðeins til að dansa! Það voru til aðrar konur í þessum heimi. en hvar myndi hann finna konu líka Clarissu? Hann var viss um, að hún mundi giftast honum, ef hann bæði hennar. Hún mundi yfirgefa Harry og allar milljónirnar hans og freista gæf- unnar með honum. Hann gat gert sér í hugarlund, hvernig slík tilvera mundi vera: ömurleg lítil íbúð með útsýni út í skítugt og sóðalegt port. Eftir nokkur ár mundi hópur af skrækjandi börn- um þjóta um stofuna, meðan hann, hinn fallegi og töfrandi Greg Macneel, fitnaði með hverjum degi af bjórnum, sem hann þambaði meðan hann sat og horfði á knattspyrnukappleiki í sjón- varpinu. Tilhugsunin ein gerði það að verkum, að honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Eftir hádegi næsta dag gekk hann inn á barinn hans Barneys. Aðdáun og þæginlegt slúður Barneys hafði hvetj- andi áhrif á hann. Auk þess höfðu einn eða tveir kokteilar örfandi áhrif. Þegar Barney hafði blandað drykk fyrir hann hallaði hann sér fram á borðið og hafði dagblað útbreitt fyrir framan sig. — Jæja, hvernig lízt þér á þennan unga náunga í Florida, Greg, sagði hann. — Hvaða náunga? — Þann. sem sagt er frá hér í blað- inu. Ég hef fylgst með máli hans, af því að það fjallar á vissan hátt um það, sem við vorum að tala um hérna um daginn. Sjáðu til, ef ég hefði verið í hans sporum, þá hefði ég notað heil- ann, og ég hefði haft mikla möguleika á að sleppa. En eins og málið stendur núna þá hefur hann ekki minnstu von, — hann hafnar í rafmagnsstólnum. Greg dró blaðið til sín. Á forsíðunni var mynd af önugum ungum manni sem stóð milli tveggja lögregluþjóna. — Hafið þér kannski ekki lesið um þetta áður? Greg hristi höfuðið. — Drengurinn þarna á myndinni vildi giftast milljóneradóttur frá Chi- cago, en faðir stúlkunnar reis öndverð- ur gegn því. Hann grunaði strák um að sækjast meir eftir peningum stúlk- unnar en henni sjálfri. Þá sagði sá gamli við stúlkuna, að hún mundi ekki fá grænan túskilding, ef hún giftist þessum manni. Ungi maðurinn sló milljónamæringinn til bana og hélt að þar með hefði stúlkan erft allar mill- jónirnar og allt væri í lagi. — Og hvað svo, spurði Greg. — Uff, þessi maður hegðaði sér álíka gáfulega og simpansi mundi gera. Hið eina , sem hann ber úr býtum er ókeypis húsaskjól bak við' rimlana, þangað til hann verður leiddur í stólinn. Frh. á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.