Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 33
í veitingastarfsemina aftur. Það var ekki fyrr en Bjarni og Birgir komu til mín og báðu mig að vera með í Klúbbn- um. Ég var þar aðallega til aðstoðar við skipulagningu o. fl. Mér er ánægja að því, að Klúbburinn verður betra og betra veitingahús því lengur sem hann starfar, öfugt við það sem ofast hefur átt sér stað hér á landi og Birgir og Bjarni eru báðir áhugasamir um rekst- urinn og vinna eins og þrælar. — Þér hefur ekki nægt að vera með 1 klúbbnum fyrst þú stofnaðir Glaum- bæ? — Gildaskálinn var á sínum tíma hugsaður sem fyrsta flokks matstaður. Ég hef alltaf haft áhuga fyrir matstöð- um, enda talsverður matmaður sjálfur. í þá daga fékkst ekki vínveitingaleyfi. Klúbburinn hefur orðið vinsæll skemmtistaður en skemmtistaður og matstaður eins og þeir gerast beztir, fer ekki saman. Þegar það kom til mála að ég tæki að mér rekstur Framsóknar- hússins fór ég til Frakklands og talaði við þekktan sjónvarpsstjóra, Monsiour Seleber. Hann kom mér svo í samband við Reymond Oliver, sem er eins og allir vita frægasti kokkur heims, rekur einn eftirsóttasta matstað í París og að auki tilraunaeldhús og hefur færustu kokka í vinnu. Oliver er lík sjónvarps- kokkur, og hefur vikulegar útsending- ar. Hann bauðst til að koma hingað sjálfur og að senda einn sinn bezta mann hingað. Framhaldið vita allir. Það er Glaumbær. Þegar maður lítur í símaskrána og ætlar að tala við Ragnar Þórðarson, er um mörg númer að velja. Þar er fyrst fyrir Ragnar Þórðarson & Co. h.f. og síðan Markaðirnir á Laugavegi 89, Hafn- arstræti 11 og Hafnarstræti 5. Síðast er Heildverzlunin í Aðalstræti. Samt er varla erfiðara að ná í nokkurn mann í síma en hann. Þrátt fyrir það er haft fyrir satt að hann nálgist nú að verða hlutfallslega eins ríkur og faðir hans var á sínum tíma og það eitt nægir til að vita, að hér er snjall fjármálamaður á ferðinni. — SvS. ÁRSHÁTÍÐ Frh. af bls. 21 litinu á Bessa: — Ja ég hef nú aldrei verið á seglskipi Gunnar minn. — Hlátur, skál hlátur. Svavar Gests sér um restina, stend- ur á matseðlinum og Svavar Gests sér um restina — svona hér um bil. Þegar hlé er á músíkinni slöngvar hann hnit- miðuðum tilkynningum í undirmeðvit- und fólksins: — Opna og loka á víxl, — Tómas. Annarsflokks undirfatnaður, — Ás. Sveinn er kominn aftur, — Kven- félag Grímstaðaholts. Dansinn dunar. Unga stúlkan er hrædd um að pilsið hoppi uppfyrir sakleysið í rokkinu og grípur blúnd- una á fluginu. — Og ég er nú 75 ára segir peysufatakonan og svífur fram hjá í mjúkum Vínarvalsi Klukkan er tvö, — en ballinu er fram- lengt til morguns. J .1. B. Kæri Astró. Mig langar mjög mikið að vita eitthvað um framtíð mína. Ég er fædd . . . . Ég er hrifin af strák, sem er fæddur . ... Á ég eitthvað eftir að vera með þessum strák og hvenær? Ég er að kveðja hann í Gagnfræðaskóla og langar að fara út, þegar ég er búin með skólann, til að læra ensku. Á ég eftir að fara eitthvað út? Hvaða vinna myndi henta mér bezt? Verð ég hamingjusöm í hjóna- bandi? Mun ég búa hérlendis eða erlendis? Vinsamlega sleppið öllum mánaðardögum og hvar ég er fædd. Með fyrirfram þökk. Inga. Svar til Ingu. Það er ágætt samband milli þíns korts og þess sem þú gafst mér upp fæðingardag og ár og þið gætuð áreiðanlega gifst og orðið hamingjusöm þess vegna. Hins vegar bendir kort þitt til að eiginmaður þinn yerði erlendis þegar þið kynnist, en það verður í sam- bandi við dvöl þína erlendis og þar muntu eignast heimili. Kort þitt bendir einnig til að þú verðir hamingjusöm í hjónabandi, þrátt fyrir að þú hafir ýmsa eftirþanka til að byrja með, en það leysist allt á bezta veg, og björtu hliðarn- ar munu snúa upp. Hvað störf áhrærir, þá er þér nauðsyn- legt að hafa eitthvað starf með höndum, sem reynir á þig lík- amlega og helzt þarftu að ráða meðferð mála, ef þú átt að vera fullkomlega hamingju- söm, með öðrum orðum að vera verkstjóri. Einnig má segja að þú hefðir prýðis hæfi- leika til að vera flugfreyja og þar sem létt liggur fyrir þér að læra mál þá ætti þér ekki að verða skotaskuld að ná þér í slíkt starf, en ég held að það liggi mikið fremur fyrir þér að starfa á erlendri grund heldur en hérlendis. Langferð- ir eru undir áhrifum Úranús- ar í korti þínu þannig að þú leggur í ferðalög þegar minnst varir og án þess jafnvel, að þig grunaði að leggja skyldi í ferð. Ég vildi einnig taka til um- ræðu stöðu Sólarinnar, Mán- ans og Merkúr í áttunda húsi eða geira korts þíns. Þessar plánetur eru allar í merki Tvíburans. Þessar afstöður munu leiða þig fremur oft í návist dauðra og ekki er ótrú- legt að þér verði falið oftar en einu sinni að sjá um skipt- ingu dánarbúa. Þessi afstaða leiðir undantekningalaust til þess að fólk kynnir sér hið dulda, lífið eftir dauðann, heimspeki, dulspeki, spíri- tisma, sálfræði og önnur fræði á þessum leiðum. Afstöðunni fylgir óstjórnleg löngun til að hafa samband og vita um líð- an framliðins fólks. Þegar dauðinn sækir einhvern fjöl- skyldumeðlim heim, tekurðu það ákaflega nærri þér. Ég á- lít að þér sé nauðsynlegt að kynna þér bókmenntir um líf- ið eftir dauðann til að þú skiljir hvað raunverulega á sér þá stað. Það vill svo ein- kennilega til að dulfræðingar telja ekki hollt fyrir fólk að syrgja dána um of því slíkt hefti framþróun hinna látnu og bindi þá við jarðlæg hugð- arefni. Það vill nefnilega svo einkennilega til að samkvæmt indverskum og austurlenzk- um fræðum þá á hinn eigin- legi vitundardauði sér stað er fólk fæðist í ungbarnslíkam- ann hér inni í okkar skynj- anaheim, því á því augnabliki og nokkrum mánuðum áður missir maður minnið um fyrri tilveru og reynsla fyrri lífa fylgir okkar aðeins, sem vizka, ræktað tilfinningalíf eða óræktað o. s. frv. Þannig að í rauninni ætti sorgar- stundin að vera við fæðinguna inn í þennan heim, en ekki þegar maðurinn deyr frá hel- sjúkum líkama, sem veitti honum allskyns vandamál og erfiðleika. í flestum tilfellum er dauðinn, sem frelsun, þar sem vitundin íklæðist líkams- gerfi, sem er flestum siðsöm- um mönnum mikið meðfæri- legra heldur en hinn jarðneski líkami. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.