Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 20

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 20
Höskuldur Ólafsson bankastj. Guðmundur Garðarsson, formaður Verzl- Guðmundur Ingimundarson, formaður Fé- Viggó Sigurðsson formaður Verzlunarbanka íslands, og frú. unarfélags Reykjavíkur, og frú. lags matvörukaupmanna, og frú. Félags kjötverzlana, og frú. KÁTT HJÁ KAUPMC Um nokkurt skeið hefur ötullega verið unnið að félagsmálum kaupsýslu- manna. Mörg ný sérgreinafélög smásala hafa verið stofnuð víðs vegar um landið, sem ásamt öðrum mynda Kaupmanna- samtök íslands. Höfuðmarkmið allra þessara félaga og heildarsamtakanna er að veita hin- um almenna neytenda sem fullkomn- asta þjónustu fyrir lægst verð. Stjórn Kaupmannasamtaka íslands situr í Reykjavík, en stjórnarformaður er ungur og ötull matvörukaupmaður, Sigurður Magnússon forstjóri Austur- v ver h. f., en framkvæmdastjóri sam- takanna er Sveinn Snorrason hæsta- réttarlögmaður. Stærstu sérgreinafé- lögin innan Kaupmannasamtaka íslands eru félag Matvörukaupmanna, formað- ur Guðmundur Ingimundarson í Búr- inu, og Félag Kjötverzlana, formaður Viggó Sigurðsson í Hlíðarkjöri. Hæst af öllum málefnum ber stofn- un Verzlunarbanka íslands, en að hon- um standa Kaupmannasamtök íslands, Félag Islenzkra Stórkaupmanna og Verzlunarráð fslands. Þar heldur traust um stjórnvölinn Höskuldur Ólafsson bankastjóri. TV Undanfarin ár hefur Félag Matvöru- kaupmanna og Félag Kjötverzlana hald- ið sameiginlega árshátíð með pomp og pragt. Sveinn Snorrason, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands, og frú.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.