Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 24

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 24
Doris horfði á reykinn liðast upp í loftið úr sígarettu sinni. Hún og Pedro höfðu komið sér fyrir í einu horni dans- salarins, þar sem þau gátu verið ein og ótrufluð. Pedro hafði ekki vikið frá henni síðan hann dansaði fyrsta dans- inn við hana. Þau töluðu um París. — Þú þekkir auðvitað París betur en ég, sagði Doris hugsi. — Ég hef farið með mömmu í óperuna, Versali, í Louvre og í marga aðra staði. En hinni raunverulega París hef ég ekki kynnzt fyrr en í kvöld. Og hún sagði frá öllu því sem komið hafði fyrir hana á svo barnslegan og töfrandi hátt, að Petro hló. — Ég hef aldrei kynnzt ungri stúlku sem líkist þér. Ég gæti setið tímunum saman og hlustað á þig segja frá. Nú LITLA SAGAN: EITTHVAÐ FYRIR PENINCANA Hann Thomasen, vinur okkar, hringdi til okkar eitt kvöld og spurði hvort þau hjónin mættu koma og líta á sjónvarp- ið okkar. — Við ætlum ekki að selja, var ég fljótur að bæta við. — Já, en ég á ekki við það ... ég á við að koma og sjá hvað í því er. — Kemur ekki til mála, að ég fari að opna það og taka í sundur. Ég kem því aldrei saman aftur. — Þú misskilur mig. Við ætlum að sjá dagskrána. Ég skal senda hana til þín. Þegar Thomasen hafði sagt nánar frá, kom það í ljós að hann átti tuttugu þúsund handbærar. Skattstofan hafði engan grun um þá peninga og nú átti að nota þessa peninga til þess að kaupa sjónvarpstæki. En þau hjónin vildu ekki kaupa köttinn í sekknum og nú viidu þau sjá, hvað væri sýnt í sjónvarpinu. Klukkan átta sátum við öll fyrir fram- an tjaldið og ég varði tækið og dag- skrána og lýsti öllum kostum þess að hafa sjónvarp. — Þið getið nú ekki reiknað alg.jör- lega með Aktuelt útsendingunni, það geta komið rákir í myndirnar og þær verið svolítið þokukenndar og óskýrar, en það stafar af því að sendingin er alls staðar frá og límd upp á einn stór- an renning. vildi ég gjarnan fá að heyra eitthvað um fæðingarbæ þinn. Og Doris sagði, fúslega frá Tiibingen. — Það er mjög gamall og litill bær. Faðir minn er lyfsali þar og ég hef átt heima þar næstum allt mitt líf . . . Litiu seinna tókst Doris að leiða sam- talið inn á þær brautir, sem hún hafði mestan áhuga á. — Hefurðu þekkt mömmu lengi? spuiði hún. — Frá því að ég var lítill. Hún er einn af beztu vinum hans pabba. Þau hittust íyrst í New York, þegar móðir þín kom frá Evrópu. Þú hefur ástæðu til að vera stolt af móður þinni, Doris. Hún er dásamleg kona. — Þú segir, að faðir þinn og móðir mín séu góðir vinir. En er það nokkuð . . ég á við . . . Á eftir var útsendingin frá Evrópu. — Nú megið þið ekki gera ráð fyrir að myndirnar séu skýrar og fínar. Send- ingin frá Evrópu er aldrei mjög greini- leg og myndirnar hoppa og skoppa og stundum sér maður alls ekki neitt. Þannig er sendingin alltaf frá Evrópu- stöðinni. En þetta er einmitt mest spenn- andi við sendinguna, sjá hvort eitthvað er að gerast. Á eftir þessari sendingu var sýnd kvikmynd. — Þið megið ekki gera ráð fyrir, að þetta sé mjög skýr mynd. Þær eru allt- af heldur dökkar þessar myndir í sjón- varpinu, það er vegna þess að þeir mega aðains sýna myndir sem eru yfir 30 ára gamlar. Og dagskránni lauk með sýningu Perry Comós. — Þið megið ekki gera ráð fyri'r, sagði ég, að kostir sjónvarpsins komi fram í þessari sýningu því að sjónvarp- ið kaupir svo mikið af þessum sýning- um og hljóðið er alls ekki gott og það koma rákir í myndflötinn. En ef þið reynið að fara yfir i borðstofuna og kíkja á myndina þar. — Þið verðið að halda höndunum fyrir eyrunum — þá er þettá ekki svo slæmt. Perry Comó er að minnsta kosti mjög vinsæll í Bandaríkjunum. Frh. á bls. 34. Hún hætti í miðri setningu og Pedro brosti gleitt. — Ertu að reyna að veiða upp úr mér, hvort nokkur ást sé með í spilinu hjá þeim? Það má segja að svo sé að vissu leyti, að minnsta kosti hjá föður mínum. Þú skilur, en móðir mín lézt þegar ég var kornungur, og það mætti segja mér, að pabbi hafi stöðugt verið með bónorðið á vörunum öll þessi ár. En Bettina hefur verið staðföst og allt- af neitað. Mér hefur alltaf virzt eins og henni hafi ekki tekizt fyllilega að losna úr fyrra hjónabandi sínu. En ef ég hef skilið það rétt, þá eru faðir þinn og móðir þín skilin núna, er það ekki? Þetta snerti Doris illa. — Frá lögfræðilegu sjónarmiði eru þau það víst, svaraði hún. Og hún sagði stuttlega frá öllum þeim óþægilegu atburðum, sem gerzt höfðu í fjölskyldu hennar síðustu vikurnar. Pedro var mjög skilningsríkur. Hann beygði sig nær henni og Doris fann, að hjarta hennar tók að slá ákaft. Aldrei hafði nokkur karlmaður haft slík áhrif á hana. Það var eitthvað ómótstæðilegt við hann. Og ekki gat hún neitað því, að hann var mjög fallegur og glæsileg- ur ásýndum. Eins og í draumi sá hún andlit hans færast nær og hún lokaði augunum og andvarpaði létt um leið og hann kyssti hana. Síðan sátu þau lengi þegjandi og horfðu hvort á annað. Doris hafði gleymt öllu, — dansleiknum, Tubingen, París og móður sinni. Innra með sér endurtók hún aftur og aftur orðin, sem Petro hafði hvíslað að henni: — Doris, ég ann þér! ★ Bettina og Doris sátu þegjandi í bíln- um, sem ók þeim aftur til gistihúss þeirra í París. Doris þagði af ásettu ráði. Hún hafði ekki brjóst í sér til þess að hrífa hana aftur til raunveruleikans úr þeirri sæluvímu. sem hún var í. Þegar þær voru komnar upp á her- bergi sín og höfðu búið sig undir svefn- inn, kom Doris inn í herbergi móður sinnar og settist á rúmstokkinn hjá henni, — Ég verð að þakka þér fyrir þetta dásamlega kvöld, mamma. Ég held að ég hafi aldrei á ævi minni lifað ham- ingjuríkara kvöld. Bettina brosti og tók í hönd dóttur sinnar. — Það var gaman að heyra. En ertu ekki orðin þreytt? — Ég hugsa að mér komi ekki dúr á auga í nótt. Og þú varst búin að lofa að segja mér frá Mexico! — Það er orðið of áliðið til þess að gera það núna. Kannski á morgun. En nú verður þú að leggja þig og reyna að sofna. Við eigum bara eftir að dveljast einn dag í París. Síðan förum við aftur heim til Túbingen. — Eigum við að fara strax frá París? Framhald á bls. 32 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.