Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 35

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 35
T ryggðarpanturinn Frh. af bls. 18 komunni. Sem betur fór botn- aði ég ekkert í þeim skýring- um. Hann notaði svo mikið af latneskum orðum, að það yfir- gekk mannlegum skilningi mínum. Og meðan hann var að tala benti hann í sífellu á stóra ljósmyndaplötu, sem mér skildist að mundi vera rönt- genmyndin af mér. Eftir ræðu hans hófust svo- kallaðar fjörugar samræður. Mér skildist á þeim, að dag- inn eftir væri stæði til að halda sýningu á mér fyrir alla læknadeild háskólans og síð- an á ljósmæðraskólanum og ef til vill ætti að rista mig á kviðinn til þess að athuga fóstrið nánar. Þegar fundarfólkið var í þann veginn að fara, bað ég með skjálfandi rödd um að lofa mér að sjá Ijósmyndina. Ég fékk það. Yfirhjúkrunar- konan varð eftir og sýndi mér hana. Ég grandskoðaði hana. Þetta var eins konar skuggamynd. Svartir skuggar sýndu, að ég hafði hæfilega mörg rif og að það var nægilega stórt hjarta í mér og á réttum stað. Utan um þessar aðallínur vöfðust svo ljósari skuggar eins og vafningsviður. Og þarna skammt fyrir neðan hjartað var svolítill kolsvartur skuggi, sem sýndi greinilega ofurlítið barn með höndum, fótum og höfði! Gat þetta verið mögu- legt? Allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Allur kvíði minn sópaðist burt í einu vetfangi, og ég hló svo óstjórnlega, að sjúkrastofan hristist, en ljós- myndaplatan datt úr lúkun- um á mér niður á gólfið og brotnaði. Yfirhjúkrunarkonan rak upp óp og hljóp út. Hún hélt að ég væri brjálaður. Ég vaknaði til athafna við þetta óp. Hurðin var naumast fallin að stöfum, þegar ég þreif fötin mín, snaraði mér í þau, opnaði gluggann og hljóp út eins og ég ætti lífið að leysa, framhjá dyraverðin- um. sem glápti á mig, slöngv- aði mér inn í bíl, ók heim, hálfdrap húsmóður mína af hræðslu, fleygði nokkrum pjönkum ofan í koffort og fór í snatri upp í sveit og settist þar að á afskekktum bónda- bæ. Þar lét ég skeggið vaxa, breytti um nafn og hvarf úr kunningjahóp mínum og úr sálnaregistrinu og manntalinu. Skýringin? Það var tryggða- panturinn. Þið kannizt sjálf- sagt við þau þessi litlu börn úr kopar með stóran haus, sem sumar stúlkur gefa manni þegar þær elska mann og biðja mann um að bera um hálsinn sem tryggingu fyrir því, að þær skuli alltaf elska mann. Og svo ber maður náttúr- lega tryggðapantinn um háls- inn nótt og dag — og líka eft- ir að maður hefur frétt að stúlkan sé gift öðrum. Hvers vegna maður gerir það? Æ, eðli mannsins er svo óbrotið. Röntgenmyndin nægir til þess að koma upp um, hvað hann ber við hjarta sér . . . Jnni á Nausti dldreipver ánægjunnar sjófar. hmmaturrnn þykirmér þjótlegur oy yóður g|" KAIISI Hriítsmerkið (21. marz—20. apríl). Svo virðist sem heldur muni blása byrlega seinni part vikunnar, bæði hvað viðvíkur fjármálum og ásta- málum. Vissulega kunnið þér að haga seglum eftir vindi og það kemur sér oft og tíðum vel, en samt verðið þér að gæta þess, að tefla ekki of djarft. Nautsmerkið (21. apríl—22. maí). Þér ætt.uð að gera yður ljóst hið fyrsta, að allt kost- ar einhverja fyrirhöfn. Þér þurfið þess vegna að taka yður mikið á, því að ekkert hefst nema með vinnu. Enn fremur ættuð þér að huga dálítið að fjármálunum. Tvíburamerkið (23. maí—21. júni). Það er sitthvað Skálholt eða Skítholt. Þér æt.tuð að hafa það í huga, að með samvizkusemi og dugnaði ein- um saman náið þér hinum mestu mannvirðingum. Þér hafið áunnið yður talsvert traust upp á síðkastið og það ríður á því, að þér glatið því ekki. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Þér hafið lengi verið heldur gortsamur og raupað af afrekum, sem þér hafið aldrei unnið. Látið af þessum ósið, því að hann fer í taugarnar á mörgum, enda þótt þér séuð bara að gera að gamni yðar. Ástamálin verða góð þessa viku. Q Q Ljónsmerkið (23. júli—23. ágúst). Ekki er allt, sem sýnist, enda þótt þér hafið sigrað í fyrsta áfanga, leikur enginn vafi á því, að næsti áfangi er ekki eins auðunninn. En ef þér sækið fram af fest.u og dugnaði, munuð þér vissulega sigra. Jómfrúarmerkið (2U. ágúst—23. sept.). Þessi vika verður mjög hagstæð, fjármálin blómstra og starfið verður leikur einn. Útlit er fyrir, að þér skemmtið yður mjög vel á föstudag. Gætið hófs í með- ferð áfengra drykkja, því að Bakkus karlinn getur orð- ið svolítið skeinuhæt.tur. Vogarskálamerkið (2U. sept.—23. okt.). Enginn fær gert við örlögunum. Þessi vika verður mjög örlagarík. Þér þurfið að taka mikla ákvörðun, sem ef til vill veldur miklum breytingum á lífi yðar. Þér skuluð leita ráða vina yðar, því oft er það svo, að þegar margir leggja saman, tekst vel t.il. mm Sporðdrekamerkið (2U. okt.—22. nóv.). Þessi vika virðist ætla að verða fremur róleg en hag- stæð. Þér munuð vinna yður talsvert álit í starfi yðar og ekki er hægt að segja annaQ en þér haldið því, að minnsta kosti um stund. Hins vegar megið þér vara yður á, að láta ekki skap yðar bitna á öðrum. Bogmannsmerkið (23. nóv.—22. des). Gætið varúðar í öllu, sem viðkemur vélum eða því, sem reynir á líkamann. Hins vegar segja stjörnurnar, að þér munuð kynnast nýju fólki og skemmtilegu. Enn fremur er líklegt, að þér fáið óvænt og gleðileg tíðindi í bréfi. Steingeitarmerkið (23. des.—20. jan.). Vikan verður mjög ánægjuleg framan af og þér þurfið alls ekki að kvarta yfir því, að lánið leiki ekki við yður. Það er ekki aðeins í einkalífinu, sem allt leik- ur í lyndi heldur njótið bér nú góðs af því, sem þér hafið áður afrekað. Vatnsberamerkið. 21. jan.—19. febr.). Þetta verður ekkert sérstaklega viðburðarrík vika, en hlutirnir taka þó allt aðra stefnu í lok mánaðarins. Þér skuluð ekki vera hræddur við að t.aka svolitla áhættu í kaupskap, því að án þess að hætta einnverju hefst aldrei neitt. Fiskamerkið (20. febr.—20. marz). Það hefur verið ljóður á ráði yðar að þér takið ekki nógu djarfar ákvarðanir. Þér skuluð óhikað leggja út 1 djarfa áætlun, því að stjörnurnar segja, að hún muni bera þó nokkurn árangur. Gæt.ið yðar á hávaxinni konu, dökkhærðri. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.