Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 26

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 26
/’■ / einkum fyrir karlmennina, því að í þessu andrúmslofti bragða og undir- ferlis var ekki erfitt að koma náungan- um í ónáð, sem leiddi til brottrekstrar frá hirðinni. í viðbót við hjónabandserfiðleika sína varð Caroline Mathilde að stríða við klíku eina, sem hirðfólkið stofnaði í þeim eina tilgangi að gera drottning- unni allt til miska. Þessi klíka skirrðist ekki við að spinna upp hinn fáránleg- asta róg um drottninguna, sem einangr- aði sig í litlu dagstofunni sinni og eyddi dögunum 1 að tefla við yfirhirðdömu sína, það lágu margar ástæður til þess- ara illgirni í garð drottningar, einkum þó að hún lét ekki tæla sig til að taka þátt í hórlifnaðinum við hirðina, sem leiddi af sér miskunnarlaust undirferli og ofsóknir. Þess vegna var ekki hægt að nota hana til hefndaraðgerða, þeg- ar þessu sjúklega öfundsjúka og af- brýðisama fólki fannst sér misboðið, hvort sem það var svikull elskhugi eða stöðuhækkun óvinar, sem olli því. Þessi fáranlega klíka fékk byr undir báða vængi, er það fréttist, að hin 22 ára gamla vergjarna ungfrú von Eyben hafði reynt að fá drottninguna til að gerast ástmey Holck greifa, sem.þá var bezti vinur konungsins. Allir við hirð- ina vissu. að Holck greifi eins og flest- ir aðrir hirðmanna, átti sér ekki æðri ósk en að bæta hinni fögru drottningu í safn ástmeyja sinna. Seinna kom í ljós, að þessar óuppfylltu óskir um að sænga hjá drottningunni, áttu eftir að leiða til fangelsunar og niðurlægingar hennar og næstum því kosta hana lífið. Drottningin vísaði þessum tilraunum ungfrú von Eybens á bug með megn- ustu lítilsvirðingu. Holck greifi hefndi sín með því að koma á kreik þeim orð- rómi. að hann gæti hvenær sem væri orðið elskhugi drottningarinnar, og að konungurinn hefði meira að segja lagt blessun sína yfir það. Hann þyrfti að- eins að smjaðra ofurlítið fyrir henni og hrósa fegurð hennar. Sá orðrómur hafði nú gengið fjöllun- um hærra, að konungurinn væri orðinn kynvilltur, en það óeðli átti miklu fylgi að fagna við hitðina. 25. apríl var haldin bænasamkoma í heilagsandakirkju, vegna væntanlegr- ar krýningar og smurnings hans hátign- ar. Auðvitað kom hann ekki sjálfur til kirkjunnar. Skyndilega heimtaði konungurinn að fá að sænga hjá drottningarefni sínu. Það var að sjálfsögðu ekki í fyrsta sinn, sem hann hafði krafist þess, en yfir- hirðdama drottningar hafði hingað til Árinu 1767 var fagnað með geysimikl- um grímudansleik í Christiansborgar- höll, þar sem skrautið og léttúðin ríkti takmarkalaust. Hans hátign konungur- ínn, fékk þá hugmynd, að vera við- staddur hvern einasta dansleik, sem haldinn var í borginni. Hann hafði yndi af dansi og dansaði sjálfur mjög vel. Það var hinn nýi mágur konungs- ins, Carl prins af Hessen, hirðstjóri og undirkonungur í Noregi, sem sá um að konungurinn fengi dansfíkn sinni full- nægt. Carl prins var kvæntur Louise, systur konungsins. Á herdansleik í Post- gaarden 8. janúar var konungurinn kynntur fyrir Kragenskiold höfuðs- manni og hinni ungu eiginkonu hans, sem var orðlögð sakir fegurðar sinnar. Konungurinn varð tafarlaust ákaflega ástfanginn af frúnni, og fannst það al- veg sjálfsagt, að hún eyddi nóttinni í svefnherbergi hans, án nokkurra at- hugasemda Carl prins var á sama máli, þegar hans hátign sagði honum frá þess- ari frómu ósk sinni. Ef svo ólíklega skyldi vilja til, að þetta tilboð ylli frúnni heilabrota, eða hún neitaði, mátti benda henni á, að konungurinn var æðsti húsbóndi allra, og átti heimtingu á að þegnar hans uppfylltu óskir hans. Þar að auki myndi konungleg skipun taka af allan vafa, að það var skylda frúarinnar að láta að vilja og löngun konungsins, eða það álitu þeir að minnsta kosti, Carl prins og konungur- inn. En svo kom í ljós, að frú Kragen- skiold var algjörlega mótfallin því að kynnast þægindum hins konunglega svefnherbergis. Hvorki konunglegar skipanir né hjartnæmar bænir hans há- tignar höíðu hin minnstu áhrif á hana, hún var staðráðin í að vera manni sín- um trú, jafnvel þótt það væri konung- urinn sem stóð henni til boða. Eftir dansleikinn hélt konungurinn áfram að þjaka frú Kragenskiold af mikilli þrautseigju, hvattur af Carli prins. En ekkert gagnaði, og þar sem það leit ekki út fyrir, að konungur ætlaði að gefast upp, bað hún mann sinn að sækja um lausn frá herþjónustu, sem og hann gerði. Annars hafði verið ráðgert að bjóða Kragenskiold höfuðs- manni yfirráð yfir hvaða hersveit, sem hann kysi sér aðeins ef konungurinn fengi frúna í rúmið til sín. Yfirhirð- kona drottningar, hin fertuga tign og siðavanda frú von Plessen, sem fyrir- leit hegðnun konungsins og félaga hans án þess að reyna að leyna því, sagði drottningunni frá umsátri konungs um frú Kragenskiold. Drottningin tók þetta afar nærri sér. Carl prins áleit, að kon- ungurinn ætti alls ekki að láta undan, en skyndilega neitaði konungurinn að halda áfram að ofsækja frú Kragen- skiold, og varð ekki um þokað. Hirðfólkið hélt áfram að stunda sína ljúfu ástaleiki, elskhugi tók við af elsk- huga. Þetta var þó alls ekki hættulaust, Árið eftir hina virðulegu krýningu, hófst hin mikla utanlandsrcisa konungs og fylgdarliðs hans. I Slesvig bættist í hópinn sérlegur Iíflæknir konungs á ferða- laginu, Johann Friedrich Struensee, sem síðar átti heldur betur eftir að koma við sögu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.