Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 16
GAMAN
SAGA
EFTIR
OTTO
LUIHN
16 FALKINN
RYGGDAPANTURINN
ÞA£) var eitthvað að mér í
maganum. Það er hægara ort
en gert að útskýra hvað það
var, en það var einhver ónota-
legur fiðringur. Kólerudropar
og brennheitir bakstrar verk-
uðu ekki vitund.
Og svo var það einn mánu-
dag, að ég afréð að leita til
læknis. Ég veit ekki af hverju
það er, en flestir afráða að
leita til læknis á mánudögum.
En mannleg náttúra er gefin
fyrir að draga á langinn það
sem afráðið er. Og þess vegna
er aldrei eins fullt í biðstofum
lækna eins og síðustu daga vik-
unnar. Eftir að hafa endurtek-
ið mánudagsákvörðun mína
nægilega oft, fann ég svo sjálf-
an mig einn föstudag í biðstof-
unni hjá hlutaðeigandi maga-
lækni.
Við heilsuðumst með virðu-
legum hætti og ég sagði:
— Það er eitthvað að mag-
anum.
Og læknirinn heilsaði og
sagði:
— Hm, jæja, bezt að líta á
hann. Gerið svo vel að færa
yður úr.
Manni finnst alltaf svo nota-
legt hjá læknunum, — til að
byrja með. Og þess vegna er
maður þægur og fer úr og
leggur sig á þar til gerðan dív-
an eða legubekk. — Svo kom
læknirinn og renndi augunum
yfir magann á mér eins og
herforingi, setti á sig heila-
brotastút og sagði:
— Þetta getur verið margt.
— Nei, sagði ég. — Þetta
getur nú bara verið magi.
Og það var það.
En maður á aldrei að and-
mæla læknum. í fyrsta lagi
dugir það ekkert og í öðru lagi
espast þeir bara við það,
Og nú fór hann að boxa mig
í kviðinn með krepptum hnef-
unum. Þegar hann hitti reglu-
lega vel,neri hann staðinneina
eða tvær mínútur á eftir . . .
Ég hef einu sinni séð bak-
arasvein taka meistarapróf í
að hnoða bolludeig. Hann
komst ekki í hálfkvisti við
lækninn. Og þó getur verið,
að læknirinn hafi ekki verið
upp á sitt bezta, því að hann
var að doka við öðru hverju,
dró andann djúpt og spurði,
hvort það væri sárt.
— Já, sagði ég. — Og það
er þar að auki ekki samkvæmt
leikreglum. Það er fyrir neðan
beltisstað.
Læknirinn virtist hugsa um
þetta um stund. Ef til vill varð
hann svolítið skömmustulegur
yfir því, að ég skyldi ekki
taka á móti honum. Hann
hætti að minnsta kosti að boxa
og leit á ný yfir vígvöllinn
og þreif svo allt í einu harka-
lega í huppinn á mér. Þetta
kom mér á óvart og ég vein-
aði.
— Ber ekki á öðru, sagði
læknirinn ljómandi af ánægju.
Það var eins og ég hélt. Botn-
langinn!
— Það kemur ekki til mála,
svaraði ég. — Botnlanginn er
hinum megin. Og þar að auki
er botnlanginn í mér eins vel
uppalinn og nýfermdur engill
á molluskýi í logni.
— Hm, sagði læknirinn á
þessu skýra máli, sem hann
talaði, og ég sá, að honum var
brugðið. — Botnlanginn hin-
um megin. Ja, hm. Það kem-
ur til að því, að þér liggið öf-
ugt.
Hann reyndi að afsaka fyrra
frumhlaup sitt með því að gera
nýja atlögu að hinum huppn-
um á mér. En ég var viðbú-
inn og glotti hreykinn.
Þá breytti hann til og reyndi
að fara að mér með góðu.
Hann setti vísifingur og
löngutöng vinstri handar á
magann á mér og barði var-
lega á þá með visifingri hægri
handar. Það heyrðist tóma-
hljóð og mig kitlaði dálítið, en
þetta var einstaklega tilbreyt-
ingarlítið til lengdar.
Læknirinn varð alvarlegri
og alvarlegri á svipinn og loks
sagði hann:
— Þetta er ekki algengt til-
felli. Það lítur út fyrir að vera
bæði alvarlegt og flókið. (Mér
datt í hug garnaflækja, þegar
hann sagði flókið)! Þér verðið
að leggjast á sjúkrahús. Við
komumst sennilega ekki hjá
uppskurði.
— Hjartans þakkir, sagði ég
og skók hendina á honum. —
Þér hafið bjargað lífi mínu.
Svo borgaði ég, hysjaði upp
um mig og fór með þeim ein-
læga ásetningi að stíga þarna
aldrei fæti framar.
Og það gerði ég heldur ekki.
En læknirinn var iðinn við.
Eftir fjóra daga kom sallafín
sjúkrabifreið að húsdyrunum
hjá mér. Hvítklæddur sjúkra-
vörður kom inn og krafðist
þess, að ég yrði framseldur
tafarlaust. Ég þverneitaði og
sperrtist á móti. En hann hafði
betur. Hann var með skipunar-
bréf upp á vasann um að taka
mig hvað sem það kostaði og
ég varð að láta undan. Ná-
grannarnir stungu saman nefj-
um og höfðu hátt, og þessi tvö
hundruð börn, sem eiga heima
í götunni, voru öll saman kom-
in, þegar ég var borinn og
studdur og dreginn út í sjúkra-
bílinn. Öll umferð stöðvaðist.
Ég hafði aldrei legið á
sjúkrahúsi áður. En það var
ekki sem verst. Það hafði
þvert á móti ýmsa kosti. Mað-
ur er svo blessunarlega á-
byrgðarlaus. Maður hefur rúm
og er ekki krafinn um húsa-
leigu. Og svo er lítil og bless-
uð gyðja, býr um rúmið og
tekur ekkert fyrir það. Mat-
urinn kemur reglulega og
þarna eru hvorki þjónar né
þjórfé. Hins vegar eru við-
felldnar stúlkur á vakki fram
og aftur um stofuna og stjana
við mann eins og þær geta,
spyrja hvernig manni líði og
mæla í manni hitastigið.
Ég hef aldrei haft þjón eða
vinnukonu. En nú uppgötvaði
ég, að þetta er aldeilis prýði-
legt húsgagn. Ég skil ekkert í
þeim, sem eru að gera sér rellu
Út af vinnukonunum. Mér
finnst þær vera mesta hnoss og
tvímælalaust tilveruhlunnindi
að láta brosmilda og ljós-
hærða og bláeygða stúlku
stjana við sig, með hvíta
svuntu í bak og fyrir og hvíta
hettu yfir hárinu og móður-
legan umönnunarsvip í ungu
andlitinu. Allt þetta sagði ég
líka stúlkunni, sem hafði tek-
i
ið að sér aðalábyrgðina á mér
þarna á sjúkrahúsinu. Og hún
sagði, að sér fyndist þetta fal-
lega mælt. Smátt og smátt
sagði ég margt fleira fallegt
við hana og við urðum beztu
kunningjar. Við töluðum vís-
indalega um magann í mér í
samanburði við aðra maga,
sem voru til athugunar þarna
á sjúkrahúsinu. Við urðum
sammála um, að eiginlega væri
minn magi mesti kostagripur.
Ég var alveg hættur að hafa
óþægindi af honum. Það var
bara læknirinn, sem ég hafoi
óþægindi af. Hann var dag-
lega að sletta sér fram í mag-
ann á mér og gera alls konar
tilraunir með hann. Þegar ég
hafði legið þarna í nokkra
daga, reyndi hann að eyði-
leggja hann með því að svelta
mig. Ég fékk lágmark af litl-
um mat og mér tókst ekki að
fleka þá ljóshærðu til þess að
stinga að mér nokkrum kjöt-
bollum í laumi. Ég álasaði
henni fyrir að hún væri harð-
brjósta og ég sá, að hún tók
það mjög nærri sér. Ef sveltið
hefði verið lengra má reynd-
ar vel vera, að hún hefði kom-
ið með bollurnar. Hvað veit
ég? Þegar maður heldur
stúlku vera fjarlæga og ó-
sveigjanlega, er hún máske
nær og sveigjanlegri en
nokkru sinni fyrr. Það hélt ég
í raun og veru einn daginn,
því að þá kom hún með falleg-
asta brosið, sem hún átti á
vörunum og stóran disk af rús-
ínugraut með sveskjum. Ég
settist upp í rúminu, tók fast
og innilega í hönd hennar og
át grautinn. Ég varð saddur
og ánægður og hugsaði mér
að segja eitthvað ljómandi fal-
legt við hana, þegar ég hafði
sofið miðdegisblundinn minn.
En áður en að því varð, kom
læknirinn. Og með lækninum
kom slanga. Þið megið ekki
misskilja mig. Ég á hvorki við
stúlku né nöðru, heldur langa
mcrauða gúmmíslöngu. Stúlk-
an mín og tvær aðrar komu
líka. Læknirinn heimtaði að
ég gleypti slönguna. Ég neit-
aði og þakkaði fyrir og sagðist
vera svo prýðilega saddur. En
haldið þið, að hann hafi látið
sig? Ég leitaði hjálpar og
huggunar hjá þeirri móður-
legu ljóshærðu. En hún for-
herti hjarta sitt og í staðinn
fyrir að rétta mér hjálpar-
hönd, setti hún upp blíðasta
brosið sitt og bað mig nú um
að vera þægan. Hún tók í
höndina á mér og horfði á
mig með bláu augunum sín-
um. Gat ég annað en látið und-
an? En með sjálfum mér þótti
mér vænt um að ég hafði ekki
fengið tækifæri til að segja
henni þetta fallega, sem ég
hafði ætlað að segja henni
fyrir rúsínugrautinn með
sveskjunum.
Ég át gúmmíslönguna eins
og hetja. Það var ekki geðs-
legt bragð að henni, en mér
datt í hug, að læknirinn mundi
iðrast og gera yfirbót, er hann
sæi hve mikið ég legði á mig
til þess að gera honum til hæf-
is. Ég var kominn svo langt,
að það stóð ekki nema rétt
bláendinn af þessari gúmmí-
görn út úr munnvikinu á mér,
og ég var í þann veginn að
hakka hana í mig, þegar lækn-
irinn greip í hann og hélt hon-
um. Ég reyndi að mótmæla
þessu háttalagi. En það er
ekki hlaupið að því að haga
orðum sínum ræðumannslega,
þegar munnurinn og hálsinn
er fullur af ótuggðu gúmmíi.
Þess vegna getur verið að
læknirinn hafi ekki gripið það
sem ég sagði. Að minnsta kosti
sinnti hann því ekkert, en dró
upp eins konar pumpu, sem
hann festi á endaþarminn á
slöngunni og fór að pumpa
eins og háseti á götugum mót-
orbát. Og þarna kom brunandi
bæði grauturinn og rúsínurnar
og sveskjurnar. Ég gat nú ekki
að því gert, að mér fannst
ómerkilegt að öfunda mig
svona af miðdegismatnum.
Það gat svo sem verið, að
stúlkan hefði af gæzku sinni
stolið grautnum handa mér og
hann ætti að notast handa öðr-
um. En það var nú hart samt.
En það var víst ekki þannig
sem í þessu lá. Ég skildi þab,
þegar farið var að grandskoða
grautarspýjuna. Læknirinn
rýndi í þetta og sagði:
— Tarna var skrítið! Ég get
ekki fundið neitt!
Síðan fór hann og aliar
stúlkurnar út og ég fór að
brjóta heilann um þetta. Hvort
eldabuskan hefði kannski
misst dýrmætan demantshring
ofan í grautarpottinn og nú
væri verið að leita a'j honum
í öllum, sem hefðu fengið
graut til miðdags. Tilhugsun-
in um þetta huggaði mig dá-
Sjá næstu blaðsíðu.
FÁLKINN 17