Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 15
HVERNIG
VERÐA
MENN
RÍKIR - 4.
Ragnar Þórðarson
skatta, en barst lítt á. Hann var af
gamla skólanum, taldi yfirborðsmennsku
og glæsimennsku í klæðaburði þjóna
þeim eina tilgangi að efla stéttaríg.
Þegar sonurinn Ragnar var í skóla,
þótti föður hans mesti óþarfi, að hann
keypti sér ný föt og taldi þau gömlu
meira en nógu góð. Ný föt voru bruðl.
Hins vegar sá hann ekki í aurinn ef
um það var að ræða að skemmta sér:
Af slíku hefði maður þó ánægju.
Þórður hófst til mikilla auðæfa á
hérlendan mælikvarða á skömmum
tíma. Hann hætti að vinna 36 ára
gamall
Þegar ég hringdi í Ragnar Þórðarson
og spurði hvernig menn yrðu ríkir varð
honum næstum orðfall og er maðurinn
þó langt frá því að vera klumsa endra-
nær.
— Hvernig á ég að svara því. Ég
hef hreinlega ekki hugmynd um það,
þú hefðir átt að spyrja pabba að þessu.
Hann vissi hvernig átti að fara að því.
— Hvað er fyrsta fyrirtækið?
— Þegar ég var í lagadeild Háskól-
ans setti ég Giidaskálann á stofn. Það
var byrjunin. Það var tilviljun að
veitingasala varð fyrir valinu. Þetta
var árið 1941 og stríðið í fullum gangi
og hér úði og grúði af soltnum dátum,
og maður komst ekki hjá því að sjá
hve mikið sjoppukarlarnir græddu.
Mér er nær að halda. að þessir sjóðir
sem við íslendingar áttum í stríðslok
hafi ekki allir stafað af fiskveiðum,
heldur af einhverju leyti frá sjoppum
og öðru sem við seldum hermönnum.
— En hvers vegna veitingastarfsemi
frekar en annað?
— Það var tilviljun. Pabbi var af
gamla skólanum og hann var heldur
sínkur á vasapeninga. Ég hafði eitt
vorið eftir skóla heldur lítið fyrir stafni
og pabbi sagði að ég ætti að fara í
vegavinnu. Nú, ég hefi alltaf verið
heldur latur og heldur en að fara í
vegavinnu réðst ég sem vaktmaður til
Theodórs á Vík. Það voru mín fyrstu
kynni af veitingahúsarekstri.
Þarna á Vík var ráðskona sem hét
Unnur, mikil prýðis kona Ég stakk upp
á að við settum upp matsölu í sam-
eign og hún sló til. Fyrstu þrjár vik-
urnar á Gildaskálanum rak hún næst-
um hverja manneskju sem kom þang-
að í vinnu. Ég var orðinn dauðhrædd-
ur um að við mundum að lokum ekki
fá neitt vinnufólk. Unnur sagði að ef
manni líkaði ekki fólkið, yrði maður
að reka það strax. Eftir þrjár vikur
var hún ánægð og sama fólkið var síð-
an hjá okkur í fimm ár.
— Fékkst þú aðstoð frá föður þínum
við þessar framkvæmdir?
— Ekki beint, en maður naut góðs
af honum, því þeir sem lánuðu manni
hafa eflaust hugsað sem svo að ef
strákurinn fer á hausinn, þá borgar
karlinn.
Einu ári eftir stofnun Gildaskálans,
stofnsetti ég Verzlun Ragnar Þórðar-
son & Co. líka í Aðalstræti 9. Húsið
stóð þarna og manni fannst sjálfsagt
að nota það sjálfur í stað þess að leigja
það út. En ég vann við hvorugt þess-
ara fyrirtækja, en var í Háskólanum
unz ég lauk lögfræðiprófi 1945.
Ég hef aldrei unnið við neitt af
þessum fyrirtækjum heldur haft ein-
hvern fyrir hverju þeirra.
— Þú ert ,sem sagt aðeins eigandinn?
— Ja, eigandi og sumsstaðar hlut-
hafi. Þetta hefir komist upp í vana og
ég skoða mig sem sjálfboðaliða, sagði
Ragnar og hló dátt.
— Og svo hefir þú fært út kvíarnar?
— Ég verzlaði með tízkufatnað og
vefnaðarvörur og það gekk illa að
fá þetta til landsins, vegna stríðs-
ins. Þá keypti ég tízkuverzlunina og
saumastofuna Gullfoss, sem er elzta
tízkusaumastofa á landinu og mér er
óhætt að segja sú eina sem framleiðir
kvenkjóla að nokkru ráði. Saumastofan
Gullfoss var stofnuð 1916 og ég keypti
hana af Jóhanni Eyjólfssyni. Eftir
þetta seldum við íslenzkan iðnað, eigin
framleiðslu og innfluttar vörur jöfnum
höndum. Rebekka Hjörtþórsdóttir veitti
saumastofunni forstöðu, og á henni
hvíldi fyrirtækið fyrstu árin. Svo
síðar komu markaðirnir, hér í Reykja-
vík og svo á Akureyri og í Vestmanna-
eyjum.
— En hvers vegna valdir þú að verzla
með fatnað öðru fremur?
Ragnar brosti og hugsaði sig um:
— Það var auðvelt að græða á sjopp-
um og matsölu í stríðinu. Það var líka
auðveldara að verzla með vefnaðarvör-
ur en margt annað. Þú verður að hafa
í huga, að ég gerði þetta fyrst með skól-
anum. Þetta var frístundavinna.
— Hvað áttu við að þú vinnir ekki við
fyrirtæki þín?
—■ Það er auðskilið. Ég tek hvergi
kaup. Það er deildarstjóri yfir hverju
um sig og ég er bara áhugamaður.
— Hvert er viðhorf þitt til starfs-
fólksins?
— Það fólk, sem vinnur við fyrirtæk-
Frh. á bls. 32
FALKINN
15