Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 32
GABRIELA
Frh. af bls. 24.
En við ætluðum að dveljast hér í nokkr-
ar vikur. Þú sagðir ...
— Við erum búin að vera hér í næst-
um fjórtán daga. Hefur þér fundizt
tíminn líða svona fljótt? Ég er hrædd
um, að við verðum að fara strax aftur
til Tubingen.
Þær buðu hvor annarri góða nótt.
Doris vatnaði músum, en Bettina lét
sem hún sæi það ekki. Síðan lá hún
lengi andvaka í myrkrinu og lét hugann
reika. Ef hún hefði vitað, að þær myndu
hitta Petro og Felipe á dansleiknum, þá
hefði hún aldrei tekið Doris með sér
þangað. Það var satt, að Felipe var einn
af hennar beztu vinum. Og Pedro var
snotur strákur. En hann var alltof kven-
samur. Enda þótt hann væri ekki nema
tuttugu og tveggja ára gamall, þá hafði
hann þegar komið mörgu illu af stað
með kvennafarssögum sínum. Nei, hann
var tvímælalaust ekki sá maður, sem
hún hafði óskað sér að gengi að eiga
dóttur hennar . . .
Bettina reisti höfuðið frá koddanum.
Frá herbergi Dorisar bárust einhver
undarleg hljóð. Hún svaf sem sagt ekki.
Hljóðið var einna líkast því, sem hún
væri að gráta . . .
★
Julian gekk aftur inn í herbergið og
féll á kné við hliðina á prinsinum. Hann
starði stöðugt á andlit hans og and-
varpaði þungt. Hörundslitur prinsins
var orðinn grunsamlegur. Og andar-
dráttur hans . . .
Julian Brandt þekkti vel þessi ein-
kenni. Skjálfandi höndum tók hann
að stumra yfir honum, greip tvo púða
úr sófanum og lét þá undir höfuð hon-
um. Þá kom hann auga á símann, senr
stóð í gluggahorninu og andartaki síðar
hafði hann náð sambandi við lækni,
sem lofaði að koma þegar í stað.
Fleira gat hann ekki gert. Hann varð
aðeins að biða og vona hið bezta. Hann
gekk fram og aftur um herbergið,
neri höndunum saman í örvæntingu
sinni og ásakaði sjálfan sig. Að hann
skyldi ekki geta lært að hafa hemil
á skapsmunum sínum. Hvers vegna í
ósköpunum hafði hann eiginlega kom-
ið hingað? Það var fáránlegt að láta
sér detta það í hug. Ef hann hafði hugs-
að sér að jafna um við alla þá sem
baktöluðu hann, þá mundi hann hafa
nóg að gera á næstunni. Auk þess var
þessi dagur mikilvægur í lífi hans. í
dag átti Gabriela að flytja inn í húsið
í Bursagasse!
Þá heyrði hann að bifreið stanzaði
fyrir utan húsið Loksins! Hann hljóp
niður tröppurnar og opnaði fyrir lækn-
inum, sem var gamall kunningi hans.
Meðan þeir gengu upp stigann, út-
skýrði Julian í fáum orðum það sem
gerzt hafði. Prinsinum hafði skrikað
32 FÁLKINN
fótur á teppinu og fallið með höfuðið
á skrifborðið! Leiðinlegt óhapp!
Læknirinn virtist ekkert sérstaklega
undrandi á þessum upplýsingum. Hann
gekk inn í herbergið, kraup á kné við
hlið prinsins og tók að rannsaka hann.
Síðan opnaði hann svörtu læknatösk-
una sína og tók að undirbúa sprautu.
Nokkrum mínútum síðar kom stuna
frá prinsinum og hann byrjaði að
hreyfa sig órólega. Loks opnaði hann
augun. Læknirinn brosti til hans.
Nú líður yður betur, er það ekki?
Augu Hohenperch hvörluðu frá lækn-
inum og til Julians á víxl Hann svaraði
ekki.
Hvernig vildi þetta til minn kæri
Hohenperch, hóf læknirinn aftur máls.
Augu prinsins störðu beint á Julian.
Þau lýstu hatri og ótta. Hann vætti
þurrar varinar.
— Ég hlýt að hafa hrasað, sagði
hann hægt og veiklulega.
Læknirinn sneri sér við, þar sem
hann lá á hnjánum við hliðina á prins-
inum.
— Eg verð hjá honum um stund . . .
Þér þurfið ekki að vera órólegur, sagði
hann stuttlega.
Julian hikaði.
— Jæja, sagði hann. — Það er víst
ekki meira fyrir mig að gera hér. Það
er víst bezt að ég fari . .
Hann kvaddi og fór eldrjóður í fram-
an. Læknirinn hafði ekki sagt neitt, en
það fór ekki hjá því að hann hafði
tekið eftir áverkunum á andliti Hohen-
perch eftir slaginn . ..
Itagnar Þórðarsiou
Frh. af bls. 15
in og hefur verið þar lengi, skoða ég
sem fjölskyldumeðlimi. Ég vona líka
að það líti eins á mig.
— Þú hefur sama fólkið í mörg ár.
Borgar þú hærra kaup en aðrir?
— Nei, það held ég ekki. En okkur
er það sameiginlegt áhugamál að fyrir-
tækin gangi og ef eitthvað er í húfi
vinnur fólkið á hvaða tíma sólarhrings
sem er. Við erum eins og ein stór fjöl-
skylda og ég segi þér satt, að ef starfs-
fólk og atvinnurekandi eru ekki sam-
hent og hafa sameiginlegan áhuga fyrir
viðgangi fyrirtækjanna, þá er voðinn
vís. Hér á landi er hvort sem er engin
stéttaskipting og það er eðlilegt að at-
vinnurekandi og starfsfólkið líti á sig
sem samstarfsfólk.
— Fólk furðar sig oft á verði á útsöl-
um, sem er allt að 75% afsláttur frá
búðarverði. Hver er skýringin?
— Skýringin er einföld. Tízkuvörur
hafa þá sérstöðu að annaðhvort slá þær
í gegn og seljast þegar í stað, eða þær
seljast alls ekki. Hugsum okkur að við
kaupum hundrað tízkukjóla. Enginn
veit hvort þeir seljast. Venjulega slá
10—20 í gegn og seljast strax og maður
pantar aftur til viðbótar hliðstæða.
Svo getum við hugsað okkur að aðrir
tuttugu seljist líka. Þá eru 60 eftir.
Þessa kjóla verður að losna við fyrir
eitthvert verð, Kannski kostar kjóll
eittþúsund krónur. Ekki fæst fyrir hann
nema 100 kr. en samt verður hann að
seljast.
Fólk sem hefur peningaráð vill margt
kaupa sér tízkuföt og vill borga fyrir
þau og veitta þjónustu í sambandi
við það. Síðan, þegar séð verður hvað
þetta fólk, sem vill kaupa fljótt og borga
vel, hefur keypt, þá kemur útsal-
an og verðrlækkun langt niður fyrir
það sem kostar að framleiða vöruna.
Þarna kemur tækifæri þeirra, sem
annaðhvort vilja spara eða hafa tak-
mörkuð auraráð. Með verðlagsákvæðum
og tollum var þessi þróun alveg úr sög-
unni og hreinskilnislega sagt stórtap-
aðist á t. d. tízkukjólum, enda þótt búð-
irnar sjálfar bæru sig
Þetta sem ég hef nú sagt á eingöngu
við um tízkufatnað. Ég fullyrði að af
nám verðlagsákvæða og lækkun tolla
á þessum vörum er mesta kjarabót sem
fólk hér hefur fengið í lángan tíma.
— Þú segist hafa tapað á tízkuvör-
um.
— Ég hef ekki grætt á verzluninni
frekar en aðrir kaupmenn og ekki stað-
ið í braski. Alveg síðan í stríðinu hefur
þjóðfélagið hjálpað bröskurum til þess
að féfletta þá, sem unnu eða áttu aura
í banka. Þeir sem bröskuðu græddu.
Að sjálfsögðu hef ég ekki farið eins
illa út úr þessu og ýmsir aðrir því eign-
ir mínar hafa einnig hækkað í verði,
eins og aðrar fasteignir. Það eru skatt-
arnir. sem hér eru allt að drepa og sem
engum hjálpa nema bröskurum. Stór-
eignaskatturinn t. d. og allt sem hon-
um fylgir. Allt t. d. þetta hjálpast að því
að sá maður, sem hóf verzlun fyrir tutt-
ugu árum og átti skuldlausan lager,
t. d. 400 einingar, sá hinn sami ætti nú
eftir tuttugu ára strit ekki nema ca.
160. Og Ragnar útskýrði þetta frá tölu-
legu sjónarmiði, sem ekki varð á móti
mælt. —
— Þú hefur ekki misst áhugann fyrir
veitingamennsku þótt þú seldir Gilda-
skálann á sínum tíma?
— f sannleika sagt ætlaði ég ekki út