Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.02.1962, Blaðsíða 8
Á síðastliðnu hausti tók til starfa hér í Reykjavík tízkuskóli. Markmið hans er að kenna ungu fálki og gömlu látlausa og prúða framkomu. Skóla- stýran heitir Sigríður Gunnarsdótir, en hún hefur numið við slíkan skóla í Kanada og London og öðlast kennslu- réttindi þaðan. í þessari grein er rætt nokkuð um starfsemi skólans og fram- komu fólks yfirleitt. Ofarlega við götu þá, sem kennd er við Þvottalaugarnar gömlu, er stórt og myndarlegt hús. Fyrir nokkrum árum var þarna skarð í húsaröðina, en ekki leið á löngu, unz búið var að reisa þarna hús. og í þessu húsi, sem er nr. 133 við Laugaveginn, hefur Tízkuskól- inn aðsetur ,sitt. Fálkinn flaug þangað einn góðan veðurdag og hitti að máli skólastýruna, frú Sigríði Gunnarsdótt- ur. — Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, sagði frú Sigríður, þegar við inntum hana eftir hvernig skólinn hefði geng- ið. — Hann hefur gengið bara vel og til marks um það er jafnvel pantað námskeið á hverjum degi. En því mið- ur eru öll námskeiðin upptekin fram á sumar, svo að við höfum orðið að setja biðlista. — Hvernig stóð á því, að þið völduð skólanum þetta nafn? — Það var mikið vandamál að velja skólanum nafn. Við vorum með mörg nöfn í huganum, ég stakk upp á módel- skólanum, en maðurinn minn upp á tízkuskólanum. Við hringdum svo í norrænufræðing og báðum hann að velja nafn á skólann. Honum fannst tízkuskólinn bezt, því að það nafn næði bezt tilgangi stofnunarinnar, þ. e. a. s. kenna fólki fágaða og látlausa fram- komu og slíkt væri alltaf í tízku. — Það eru aðallega stúlkur, sem þú kennir? — Já, kvenfólki kenni ég, því að ekki er hægt að segja, að skólann stundi eingöngu ungar stúlkur. Sú elzta, sem í skólann hefur komið var t. d. 45 ára gömul, en sótt hafa um upp í 58 ára. — Er framkomu íslenzkra kvenna mjög ábótavant? •— Síður en svo. Margt þarf auðvit- að að laga. Það, sem mér finnst eink- um ábótavant í fasi íslenzkra stúlkna, er að þær eru kaldranalegar í viðmóti. Þær eru feimnar og hræddar við að brosa Ef til vill eru þær líka of upp- teknar af sjálfum sér og hugsa of mikið um, hvað aðrir kunna að segja um þær. Þetta hef ég reynt að laga og gengur það mjög vel. — Eru íslenzkar stúlkur feimnar? — Feimnar eru þær margar, eftir því hef ég tekið, þegar ég hef sund- boltíma með stúlkum. Þá er eins og margar óski eftir því að hafa aldrei komið á skólann. Það er þeim kvöl að þurfa ganga fyrir framan allar hinar á sundbol, en erfiðasti tíminn er fyrsti tíminn. 8 FALKINN —■ Hvað kennirðu stúlkunum sér- staklega? — Það er alltaf eitthvað sérstakt í hverjum tíma. Fyrst og fremst legg ég áherzlu á alúðlega framkomu. Segi stúlkunum að varast alla forvitni og í því sambandi er vert að geta þess, að augnagotur og hvísl er einhver hvim- leiðasti ávani, og ég þoli hann alls ekki. Líka er stúlkunum kennt að forðast illt umtal og gort. Stúlka á ekki að vera upp með sér af fegurð sinni. Ennfrem- ur eiga þær að kunna að gefa gull- hamra og hrósa fólki, þegar það á við. — Augnagot, hvísl og fliss, er það algengur ávani hjá íslenzkum stúlk- um? — Já, og ekki aðeins hjá stúlkum heldur líka hjá karlmönnum. Ég vil taka það fram að þetta og hið álúta göngulag, er eitthvað það ljótasta, sem ég sé og reyni að uppræta það eins fljótt og mögulegt er. —- Þú minntist áðan á að stúlkur ættu að geta gefið gullhamra, þegar það á við. — Já, það eiga þær að gera, enn- fremur er æskilegt að þær láti í ljós traust á ýmsu. Til dæmis eiga þær ekki að segja við gamalt fólk, að það líti illa út heldur þvert á móti, því að annars byrjar fólkið að telja raunir sínar og veikindi upp fyrir manni og maður veit ekki óskemmtilegri sam- ræður. Ég segi þeim, sem eru á nám- skeiðum hjá mér, að hughreysta gamalt fólk og veikt, segja því að það líti vel út. — Hvað segið þér um tyggigúmmí- notkun ungs fólks? — Ég þoli ekki tyggigúmmí. Það er hörmulegt að horfa á ungar og falleg- ar stúlkur og líka pilta tyggjandi upp á líf og dauða. Ég tala nú ekki um þegar það tekur að teygja út úr sér gúmmíið og vefja því um fingurna. þetta sér maður hvergi, jafnvel ekki í Bandaríkjunum, þar sem fjöldi fólks notar tyggigúmmí. Það er ekki siður að tyggja tyggigúmmí eins og kýr jórtrar hey. — Hvað segirðu þá um þjónustu hér á landi? — Henni er yfirleitt dálítið ábóta- vant, en enginn vafi leikur á því, að hún mun lagast með tíð og tíma. Ég tek góða þjónustu í kennslu á nám- skeiðunum og legg áherzlu á stundvísi, afgreiðslufólk eigi að þéra viðskipta- vinina yfirleitt, að það sýni sem alúð- legast og látlausast viðmót. Viðskipta- vinur á ekki að finna til neinna óþæg- inda, er hann þarf að sinna einhverj- um erindum. Nú greip eiginmaður Sigríðar inn í: — Já. ekki veitir af. Ég var að borga mitt fyrsta afnotagjald af símanum eftir að við komum frá Kanada og þar voru nokkrir reikningar, sem ég kann- aðist ekki við. Þannig stendur á því, að við erum nýbúin að fá síma og feng- um hann frá öðrum og var nokkuð

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.