Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Side 4

Fálkinn - 23.05.1962, Side 4
séð & heyrt Margir spyrja nú þessa dagana; Hverjir verða íslandsmeistarar í knattspyrnu í ár? Það er og víðar velt vöngum yfir knattspyrnunni. Menn eru þegar byrjaðir að veðja xun, hvaða þjóð eignist heims- meistarana í sumar og í tilefni þess, að hér á landi fer knattspyrnu- áhugi að vakna fyrir alvöru, birtum við þessa mynd af hinum heimslcunna knattspyrnumanni, Péle. Verzlunarvit 0Bóndakona hafði eignast dóttur. Þriggja ára sonur hennar var í sjöunda himni yfir systurinni. Nokkrum vikum síðar var hann þó ekkert glaður yfir tilkomu hennar. Og kvöld eitt, þeg'ar mamma hans var að baða litla krílið, fór hann allt í einu að gráta. — Mamma, hvers vegna ertu svona vond að fara að selja systu, þegar hún er orðin nógu — Hvað ertu að segja drengur minn? Hvernig í ósköpunum datt þér þetta í hug? Stráksi stappaði fótunum niður í gólfið; — Ég veit, að þú ætlar að selja litlu systu, af því að þú ert alltaf að vigta hana. Fatnaður Hinar innfæddu meyjar hafa aldrei lært að klæða sig eftir ný- tízku búningum frá tízkuhúsum í Evrópu. Þær hafa aðeins bastpils um mittið og ekkert annað. Fyrir nokkrum árum var bandarískur ferðamaður á reisu þar. Honum blöskraði, hve meyjarnar voru fá- klæddar, en samt lék honum mikill hugur á að eignast bastpils eins og meyjarnar voru í. Hann orðaði þetta við eina og án þess að hika, smeygði hún af sér pilsinu og fékk honum. Ferðamaðurinn varð rjóður mjög og flýtti sér að fá stúlkunni silkisjal sem hann var með meðferðis. Hélt hann að, hún gæti notað það í staðinn fyrir bastpilsið. Stúlkan tók við sjalinu, — og vatt því um höfuð sér í túrban. Faruk fyrrver- andi kóngur kemur nú fram sem strang- ur og virðulegur faðir. Ekki alls fyrir löngu heimsótti hann Ferial, hina 24 ára gömlu dóttur sína, sem býr í Lausanne. Þar komst hann að því að hún var yfir sig hrifin af réttum og sléttum múrara og vildi giftast honum. Með konunglegum limaburði fleygði hann múraranum á dyr og hélt skammarræðu yfir dóttur sinni Ferial. Og nú er hann farinn að leita eiginmanns handa dóttur sinni. ★ Bette Davis hin kunna kvikmynda- leikkona vann leik- sigur á Broadway nýlega. Hún er þekkt að því, hve neyðarlega hún kemst að orði. Ein- hverju sinni var hún spurð um þekkta leikkonu í Hollywood, sem við sjáum okkur ekki fært að birta nafnið á: — Finnst yður, að hún sé enn á hápunkti frægðar sinnar? — Ég veit það ekki, sagði Bette, ég hef aðeins heyrt, að eftir síðustu mynd hennar, hafi tuttugu kvikmyndahúsum verið breytt í knattborðsstofur. ★ Nýlega f annst gömul vasabók, sem Sacha Guitry notaði um árabil til þess að skrifa niður það, sem honum datt í hug og gat komið að notum í næsta leikriti hans. Hérna kemur eitt dæmi: -—- Löstur á manni er hræðilegur, — en hafi menn nógu marga lesti, eta þeir hvern annan upp. My Fair Lady hefur verið sýnd hér við mikla hrifn- ingu áhorfenda og færri hafa séð leik- inn en vilja. Nú á að fara að kvikmynda leikinn og að sögn verður það verk dýrt, jafnvel dýrara en upptakan á Kleópötru, sem fræg er orðin. En það, sem mesta athygli vekur, er launa- krafa Rex Harrisons. Hann setur upp aðeins 24 milljónir króna. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.