Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Side 8

Fálkinn - 23.05.1962, Side 8
Síðustu árin hefur Reykjavík sífellt verið að breyta um svipmót. Gömul hús eru rifin og jöfnuð við jörðu, þröng- ar og hlykkjóttar götur eru víkkaðar til beggja handa og úr rústum gömlu hús- anna rísa stórhýsi úr járnbentri stein- steypu og gnæfa við himin stoltarlega' ásýndum. Þessar framkvæmdir bera vissulega vott um grózku og stórhug, djörfung og dug nýja tímans. En jafnframt því sem fagnað er rýmri og betri húsakynnum og auknum lífs- þægindum þá fer ekki hjá því að læð- ist söknuður að ýmsum er gömlu hús- in týna tölunni. Margir eiga minningar bundnar þessum húsum sem falla nú fyrir hvassri tönn jarðýtunnar og kröf- um tímans, óðum hverfur blær fyrri aldar og verður ekki endurheimtur. Jafnframt því sem borgin þenst út um holt og hlíðar, heima og voga er höggvið í gömlu bæjarhverfin og skipu- lagið heldur innreið sína með beinar línur og rétt horn. Þó má sumstaðar í bænum sjá nokk- urn keim af því sem var. Flestir Reyk- víkingar kannast við Mýrargötuna og Nýlendugötuna. Þar um slóðir standa enn gömul hús inn á milli stærri húsa frá seinni árum. Þessi gömlu hús veita nokkra hugmynd um hvernig umhorfs var þar um slóðir áður fyrr og enn er á lífi gamalt fólk sem þar er fætt und- ir torfþaki og man eftir kálgörðunum og stakkstæðunum. í þessum bæjar- hluta bjó nær eingöngu fátækt fólk. Tómthúsmenn voru í meirihluta, sjó- menn og nokkrir iðnaðarmenn. Húsa- kynni voru sniðin eftir efnahag fólks- ins, líf þess var einfalt og óbrotið, bar- átta þess fyrir daglegu brauði var hörð. Þar sem nú er rennislétt malbikið á Nýlendugötu var áður fúamýri. Þar sem nú er skrúfað frá krana og vatnið lát- ið buna þurfti áður að sækja það í brunna og var tæpt á því að allir fengju nóg. Þá var hvorki rafmagn né hita- veita og engin þau þægindi er nú þykja jafn sjálfsögð og hversdagsleg og það lífsandaloft sem fólk dregur að sér um- hugsunarlaust. Ef til vill veit ungt fólk nú á dögum ekki hvað orðið tómthúsmaður merkir. En sú var tíðin að allur þorri bæjarbúa voru tómthúsmenn, þ.e. stunduðu jöfn- um höndum sjóróðra og daglaunavinnu í landi, áttu engan búpening og enga grasnyt. Þess voru jafnvel dæmi að góð- ir formenn stunduðu alla algenga vinnu ef því var að skipta. Þá tíðkaðist eyr- arvinna og var erfiðari en nú þegar komnar eru bryggjur, kranar og hali- græjur, hafnarbúðir og vélknúin farar- tæki til að flytja vöruna. Öll kornvara, kol og salt var borið í poka á bakinu eða öllu heldur höfðinu, en önnur vara á börum. Vinnutíminn var langur og kaupið lágt en þó var þessi erfiðisvinna jafn eftirsóknarverð og hún var stopul. Mestallar vörur fluttust þá hingað á vorin með seglskipum er fóru aftur síðla sumars. Að vetrarlagi var ekki um siglingar að ræða nema gufuskip 8 FÁLKINN fóru 6 póstferðir árlega. Sumarvinnan hér í bæ að meðtaldri ýmiskonar auka- vinnu sem til kunni að falla, svo sem mótekju, heimreiðslu o. s. frv. var því hvergi nærri einhlít til framfæris heilli fjölskyldu. Það var því algengt að margir daglaunamenn fóru í kaupa- vinnu á sumrin. Flestallir stunduðu sjó- inn jafnframt. Mataræði alþýðu var fábrotið. Aðal- fæðan var grautur og fiskur. Það var vatnsgrautur, oftast óbættur, eða þá með súrmjólk út á, undanrennu eða sírópi. Fiskur var etinn hvenær sem hans var kostur, soðinn með floti og kartöflum ef til voru. Oft var ekki völ á nýjum fiski og var hann þá borðað- ur úldinn eða siginn. Venjulega var borðað þrímælt, morgunverður um klukkan 10, blautfiskur eða brauð og kaffi á eftir, miðdagur klukkan 3, fisk- ur og það sem fyrir hendi var, þorskhaus ar og brauðbiti og klukkan 7 var graut- ur. Það var aðalmáltíðin og brátt að henni lokinni var farið í rúmið, að minnsta kosti að vetrarlagi. Húsakynni fólks voru þröng og lág- reist. Húsin voru hlaðin úr grjóti, reft með torfi og oft var moldargólf í eld- húsinu. Stofan var þó með tréþiljum og trégólfi. Sumir bæjanna voru tví- loftaðir og tréstigi upp að ganga. Innanstokksmunir voru af skornum skammti, rúm, borð undir glugga tveir eða þrír tréstólar, bekkur og kommóða, stundum skatthol. Smásaman var farið að vanda meir til húsbygginganna eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Þakið var gert úr járni og moldargólfin hurfu úr sögunni. Skammt frá vesturenda Nýlendugöt- unnar stendur enn gamalt hús, bak við önnur hús. Það hefur á sér svipmót fyrri aldar, enda reist fyrir 80 árum og er þó enn vistlegt og hlýlegt. Fyrir framan húsið er grasflötur og sést móta fyrir gömlum kálgarði. Þetta hús er eitt þeirra fáu sem enn standa og enn er búið í, sem gefa okkur hugmynd um horfinn svip höfuðborgarinnar. Við knúðum dyra á Litla-Velli sól- skinsdag fyrir skömmu. Þar býr Björn Björnsson, hálfáttræður að aldri, en ern vel og stundar vinnu daglega. I þess- um bæ er hann fæddur og þar steig hann fyrstu sporin, hér hefur hann átt heima alla ævi. Það er vafasamt að þeir séu margir í Reykjavík sem átt hafa heima í 75 ár í sama húsi. Björn tekur erindi okkar vel, en læt- ur sér hægt, hann kveðst búinn að gleyma því hvernig umhorfs var hér fyrir aldamót. — En séra Bjarni man þetta allt, bætir hann við, séra Bjarni er fæddur hér í Mýrarholti. Og Björn bendir okkur hvar forðum stóð fæðingarbær séra Bjarna spölkorn frá Litla-Velli. Þar rís nú margra hæða steinhús en gamla torfbæjarins sér stað. Okkur þótti því bera vel í veiði er við hittum séra Bjarna nokkrum dögum seinna og vikum talinu að þess- Séra Bjarni Jónsson og

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.