Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Side 11

Fálkinn - 23.05.1962, Side 11
„Afitaf fannst mér svo hátíðfegt að koma hér", segir sr. Bjarni um gamla bæjarhluta. Séra Bjarni fellst á að segja okkur nokkuð frá lífi fólks- ins þegar hann var að alast upp í Mýr- arholti. Við lögðum leið okkar vestur að Litla- Velli og gerðum boð fyrir Björn á ný. Það urðu fagnafundir með þeim gömlu mönnunum, Birni og séra Bjarna er þeir hittust. — Það er eins og ég hafi farið héð- an í gær, sagði séra Bjarni og strauk mjúkri hendi stofuþilið. Hér er allt ná- kvæmlega eins og það var. — Það er enn sama járnið í þakinu, segir Björn, það hefur lítið þurft að endurnýja það. — Já, það er ekta, segir séra Bjarni, — Ég sá hingað heim úr glugganum á Mýrarholti, ég man hvað ég öfund- aði þá sem bjuggu í þessum bæ. Heima hjá mér var þakið úr torfi og það lak þegar rigndi. Þá horfði ég heim að Litla-Velli og hugsaði: gott eiga þeir sem búa undir svona þaki. Gömlu mennirnir sögðu okkur að þrátt fyrir lágreist húsakynni hefði ver- ið rýmra í kring en nú er. Þá fylgdu kálgarðar hverjum bæ og einnig stakk- stæði. Fólk hafði það sér til framfæris að taka fisk af kaupmanninum og skila honum síðan aftur fullverkuðum. Það var hægt að láta krakkana snúast í því. Örfáir höfðu kýr en séra Bjarni segir okkur að í Seli hafi verið kýr og það- an var seld mjólk um allan bæ. — Ég seldi mjólk fyrir Ólöfu í Seli, fór með fötur um bæinn, þá kostaði pelinn 4 aura. Séra Bjarni rifjar upp nöfnin á bæj- unum sem hér stóðu og Björn kinkar kolli við hvert nafn. Litli-Völlur, Mýri, Mýrarholt, Götuhús, Sveinbær, Stein- bær, Hansbær, Garðhús, Hausthús og Miðbýli. — Þá voru aðallega torfbæir en smátt og smátt komu timburhús með járn- þaki. Þá var hitað upp með mó og stundum kolum. Mórinn var geymdur í mótóttum. Þá var ekki mikið skraut í híbýlum en fólk hafði plan úti fyrir til sjálfsbjargar, þar voru börnin látin breiða fisk. Fólk hafði alltaf eitthvað fyrir stafni, en aldrei kvartaði neinn. Margir voru við heyskap á sumrin, notuðu svo haustið til að búa sig undir vertíð og reru um veturinn. Verkamenn og daglaunamenn unnu þá 14 stundir á dag fyrir smánarlegt kaup og án þess að matarhlé væri gert. Allir voru skuldugir kaupmanninum og hann réði því hvað launin væru há. — En það var ekki kvartað og ekki gerðar miklar kröfur, segir séra Bjarni, það ríkti nægjusemi. En það hlaut að koma að því að verkalýðurinn myndaði með sér samtök, þetta voru eymdar- kjör sem fólk bjó við. Það var mikil nauðsyn er Dagsbrún og önnur verk- lýðsfélög fóru að starfa. Ég man við vorum í fiskvinnu í Hafnarstræti, strákarnir. Eftir 14 stunda vinnu fengum við 94 aura í kaup. Þó fengum við ekki útborgað í peningum, það þekktist ekki. Það var skrifað inn í vörureikning hjá kaup- manninum. Og þó urðum við að láta okkur lynda að fá vörurnar á hækkðu verði. Þeir sem komu og keyptu fyrir peninga, þeir fengu vörur á lægra verði. — Þá var að vísu ekkert útsvar og enginn skattur, enda var ekkert gert. Það bjó hver að sínu. Við spurðum um andlegt líf fólks- ins. — Þetta var kirkjurækið fólk og guðsorð var haft um hönd, svarar séra Bjarni, húslestrar voru lesnir og passíu- sálmar sungnir, öllum helgisiðareglum fylgt. Og menn lásu fleira. Unglingar vöndust fornsögum, og las þá eins mik- ið og seinna meir. Þá þótti sjálfsagt að lesa Islendingasögur og þau fáu blöð sem voru til. 10 FALKINM þvi að þakið Sak ekki eins og heima". Fremri mynd: Gamli bærinn Ný- lenda mun vera tæp- lega aldargamall, og er nú notaður sem beituskúr. Þarna bjó áður fátækrafulltrúi hverfisins. Nú eru 10 ár liðin frá því hætt var að búa í húsinu. Aftari mynd: Björn Björnsson fyrir utan gamla bæ- inn Litla-Völl, en þar er hann fæddur og hefur átt heima alla ævi. Húsið er reist fyrir 80 árum og heldur sér það vel, að enn hefur ekki einu sinni þurft að endurnýja járnið á þakinu. Björn er ekkjumaður og býr þarna ásamt dóttur sinni, Björgu Fólk hafði lítinn tíma aflögu til skemmtana en skemmti sér þess betur þegar færi gafst. Það var unnið af á- huga og gleði og hélzt góð og trygg vin- átta með fólkinu. Fólk gerði sér dagamun á jólunum, menn gengu þá í kirkju og áttu gleði- stundir innan hennar. En þess utan var hver dagurinn öðrum líkur og menn gátu lítið veitt sér. Þá voru ekki marg- brotnir réttir. Þá þótti mikil tilbreyt- ing ef borðuð var kjötsúpa, annars var brauð og soðning aðalfæðan. Steik sást aldrei á borðum og aldrei kræsingar. Og þá var ekki farið til skraddara til að láta sauma plöggin utan á sig. Kjörin voru bág og fátæktin sár, kröfur fólks- ins byggðust á réttlæti. Það verður maður að viðurkenna hvar sem maður er staddur í pólitík nú. Þó ég yrði milljónamæringur, þá gleymi ég aldrei lífi þessa fólks. — En það var oft glatt á hjalla og menn voru hvorki niðurlútir eða píndir. — Mér er aldamótakvöldið minnis- stætt, segir séra Bjarni, — gamlársdag- ur árið 1900. Þá var slagviðri allan daginn, feikna rigning og stormur. Hús- mæður voru önnum kafnar í torfbæj- unum að setja ílát undir lekann, torf- þökin voru biluð og vatnið streymdi inn. Það leit ekki út fyrir að hátíðin yrði glæsileg. En um sex-leytið stytti upp og varð þurrt veður og gott og héldu þá allir fyrir miðnætti niður að Austurvelli. Þar var nýju öldinni fagn- að jafnt af ríkum sem fátækum og allir í hátíðaskapi. Og tilefnið til fagnaðar - mundi sum- um þykja broslegt nú á tímum, heldur séra Bjarni áfram og rifjar upp gamlar minningar. — Nú logar allt í rafmagni, lýðurinn í skrúðgöngu er kveikt var á lampanum. Nú er kveikt á götuljósum um allan bæ í einu vetfangi án þess að nokkur taki eftir. En mér er í minni að rétt fyrir 1895 fréttist það út að seja ætti upp ljósker á gatnamótum Vesturgötu og Bakkastígs. Fór þá æsku- lýðurinn í skrúðgöngu er kviekt var á luktinni. Við fórum prúðbúin og stóð- um í þéttum hóp sem næst ljósinu svo að hin skæra birta léki um okkur. Ég hafði stundum gaman af að hlusta á tal eldri manna þegar ég var ung- lingur. Ég heyrði þá einu sinni deila um það hvað hver ætti að borga í út- svar. Einn sagði: „Á hverju byggist það að þeir hafa hækkað útsvar mitt úr 6 krónum upp í 8 krónur?“ Þá segir annar: „En hvað segirðu um hann Ámunda, sem á að borga 16 krónur.“ Þá voru peningar alls ekki til og það var lítið um framkvæmdir. Þá var ekki verið að asfaltera göturnar eða leggja heitt vatn í húsin. Þá voru menn að koma sér upp litlu húsi með erfiðis- munum fyrir 4000 krónur. Þeir ganga út á hlaðið, Björn á Litla- Velli og séra Bjarni, verkamaðurinn og vígslubiskupinn, hér léku þeir sér forð- um. Við spurðum þá hvort þeir hefðu verið leikbræður í bernsku. Svarið er neikvætt, 6 ára aldursmunur er breið- ara bil í æsku en elli. — Ég hefði getað kúskað hann Björn þegar við vorum strákar, segir vígslubiskupinn og þríf- ur þéttingsfast í axlirnar á honum. Þó þekkja þeir báðir sömu leiksvæðin. — Hér niðri í fjörunni, skáhallt und- an brunnstígnum var Kríusteinn, þar var samkomustaður okkar strákanna. Þar var sund iðkað og fuglar veiddir. Og hér komu sjómenn að landi, hér er Hlíðarhúsvör, Bakkavör, Garðavör og Selsvör. Og í okkar ungdæmi var Grand- inn út í Efferey óspilltur. Þar var þá gott um að litast. Þá voru börnin send út í granda eftir eldivið. Þá fundum við margt í fjörunni, ýmislegt rekið úr skipum. Þar hét Grandahaus þar sem grandinn út í Effersey og grandinn út í Hólmann mættust. Það var um að gera að komast í land áður en flæddi. Það kom oft fyrir að við urðum seinir fyrir, stóðum tepptir á Hausnum í bókstaf- legum skilningi þegar flæddi yfir grandann. Þá grenjaði maður allt hvað af tók þangað til skotið var út báti og maður sóttur úr landi. Þetta upplifði ég par sinnum. — Og þarna var líka hann Gröndal að tína sjávardýr, skýtur Björn inn í. Hann var í brókum eins og sjómenn- irnir og óð í fjörunni. Hann gaf -okkur oft brjóstsykur og var góður við okkur. — Já, ég man ég færði honum eitt sinn sjaldgæfan fugl sem ég hélt að væri, segir sér Bjarni, hann gaf mér 25 aura fyrir. Þeir standa nokkra stund þöglir gömlu mennirnir og liðni tíminn færist nær. — Manstu hvað jólin voru heilög? Þá loguðu kertaljós í öllum. híbýlum. Og á jóladagsmorgunn var farið snemma á fætur og hlustað á húslestur og hlakkað til að fá morgunkaffi. Full- orðna fólkið var sístarfandi og leikir okkar barnanna voru endurspeglun af lífi fólksins. — Ég man við fórum í búðarleik, segir Björn og séra Bjarni heldur á- fram: — Þá þótti sá mestur sem fékk að leika kaupmanninn. Og við komum í „búðina“ og það var beðið um lán. „Ég ætla að fá eitt pund af kaffi.“ Þá svar- aði kaupmaðurinn: „Er ekki nóg hálft pund handa ykkur?“ Já, það þótti heil- mikið embætti að vera kaupmaður. Unglingarnir höfðu líka með sér mál- fundafélag, æfðu sig í ræðusnilld í Framhald á bls. 32. FALKINN 11

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.