Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Page 13

Fálkinn - 23.05.1962, Page 13
snúizt um sjálfa sig, án þess að veita því eftirtekt, meðan hún var að tína blómin, og stefndi nú í þveröfuga átt við hina réttu. Þegar upp á jafnsléttu kom, bjóst hún við að sjá bílinn beint undan kleifinni. En þar sást enginn vagn. Hér var landið ekki heldur slétt, þótt það sýndist svo, heldur var það með lautum og lægðum, og í einni dældinni var bifreiðin og Karl falin sjónum hennar, svo sem tvö hundruð metra frá henni. Manni verður ekki um sel, er bíll og maður, sem sé aðalinntak umheimsins í bili, verður skyndilega að engu fyrir augum manns. Okkur hitnar í hamsi, okkur liggur allt í einu á og tökum á sprett. Elísa hljóp sem fætur toguðu í áttina þangað sem bíllinn átti að vera. Hann hlaut að koma í ljós, og það hefði hann líka gert, því að Karl var enn á sama stað að eiga við hann, — ef vesalings Elísa hefði ekki hlaupið þráð- beint frá þeim stað. Hún hljóp tvö hundruð metra til viðbótar, og þegar hann sást eigi að heldur, tók hún enn til fótanna, móð og másandi, og hljóp hundrað metra svo hart sem hún komst. Svo nam hún staðar og hlustaði, en blóðið þaut í æðunum og barðist fyrir eyrum hennar. Hvergi nokkurt hljóð. Þá þyrmdi eyðimerkurþögnin yfir hana, í fyrsta sinni. Hún er ægileg, ef maður er aleinn. Hún er grafarkyrrðin sjálf. Auðnin þegir. Sandurinn við fætur manns og sjónhringurinn í fjar- lægð. Þeir gera ekki annað en vera þarna og stara og þegja. Og í sólskin- inu þegar logn er, hvílir blindandi, yfir- þyrmandi þögn. Elísa lagði á flótta frá henni, hljóp með andsogum og flaksandi fötum, gerði hávaða, til að heyra ekki þögnina kring um sig. Því nú var eins og fjarlægð- irnar, míla eftir milu til allra átta, gæfu til kynna með því að þegja, og leituðu færi á henni með því. Hún hljóp í of- boði lengra og lengra burtu, í þveröf- uga átt, svo sem ógæfa hennar vildi vera láta, unz hún orkaði ekki meira. Þá greip hún fyrir eyrun, settist á stein, glápti út yfir auðnina og gretti sig. Hún stundi og hleypti brúnum, hún var þurr í munni og reið. Svo fór hún að hugsa sig um. Auðvitað var hún orðin villt. Og nú varð hún að vera róleg. Þegar farið er í öfuga átt, er sá einn kostur, að snúa við, halda sömu leið til baka með gát, jafnvel þótt það taki nokkurn tíma. Maður hefur þó sporin sín! Hún þræddi líka hælaförin sín í sand- inum um stund, en svo hurfu þau henni á grýttum bala. Hún leitaði þeirra til beggja hliða og snerist um sjálfa sig á ný, horfði kring um sig efablandin og beit á jaxlinn. Það var ekki spaug að þessu, þetta gekk nú of langt! Jæja, maður er nú ekkert hænsn og gengur ekki af göflunum. Það var niðri í þessum dalverpum þarna, sem hún villtist. Þau varð hún að finna aftur, auðvitað myndi Karl leita hennar þar. Og vongóð lagði hún af stað þangað sem hún var viss um að þeir væru. Hún reyndi að vera róleg og eftir langa og þreytandi göngu og vaxandi mæði, kom hún loks niður í greinótt drög gamalla árfarvega, sem auðsjáanlega voru þeir réttu, með ísblóm og græn- gresi í botni. En hér voru hlíðarnar hærri og brattari en hana minnti að ætti að vera, þetta voru heil fjöll. Dal- botninn var ófært klettaklungur og hamraveggir þverhnýptir, þar sem björgin höfðu sprungið fram, hvað inn- an um annað. Gömul, uppþornuð vatnsföll, þar sem vatnsflaumurninn hafði molað klungrið og sorfið skessukatla í klappirnar. Nú var allt hvítt og rykfallið, eins og rústir af þornuðum, kölkuðum og horfnum heimi. Sólin skein beint niður í blá- lygnar gjárnar, blindandi, sjóðheit og kyrr. Hjartslátturinn var að heyra sem hamarshögg í hinni skerandi birtu og ósegjanlegu, óendanlegu einsemd og kyrrð. Þá barst henni að eyrum, líkt og örveik tónlína í alkyrrðinni, en þó svo skýrt, að ekki varð um villst, hljóð úr bílhorni, hvað eftir annað. Það var áreiðanlega einhver að gefa merki með horninu, hver rokan eftir aðra, — Karl! Já, hrópaði hún glaðlega, upphátt, eins og ung telpa, og brosti. Síðan brast hún í grát. Karl! Já, nú kom hún. Og hún litaðist um, gaf sér ekki tíma til að gráta. Hljóðið kom frá hamraveggn- um beint fram undan henni, þar fyrir handan hlaut hann að vera. Hún tók þegar til að klifra upp hlíðina, meiddi sig, datt, og kjóllinn flæktist fyrir fót- um hennar. Loks náði hún upp á brún, komin í spreng af mæði, hálfblind af birtu sólar og hvítra kletta. Þegar hún var komin alla leið, hlust- aði hún svo vel sem henni var unnt fyrir hjartslættinum, hélt um brjóstið með hendinni og hlustaði. Svo hraðaði hún sér áfram í sömu átt, og hlakk- aði til að heyra aftur í horni bifreið- arinnar, kannski nær en áður. En hún heyrði ekki hljóðið á ný, því auðvitað hafði það verið bergmál, sem hún heyrði frá hamraveggnum, og því komið úr öfugri átt. Hún gekk í klukku- stund, nam staðar við og við og hlust- aði. Örvæntingin jókst og vonbrigðin voru óbærileg. Um hádegisbilið, þegar því var líkast Framh. á bls. 34 FALKINN 13

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.