Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Qupperneq 15

Fálkinn - 23.05.1962, Qupperneq 15
Á myndinni lengst til vinstri er Elvar Berg að fá sér kaffi áður en hann lætur taka úr sér blóð. Næsta mynd er af Harald G. Haralds, þar sem hann liggur upp á legubekknum og blóðið streymir ört niður í flöskuna. Á næstu mynd eru þeir félagarnir að fá sér hressandi kaffisopa eftir blóðtökuna og á myndinni lengst til hægri er verið að taka blóðprufu af Andrési Ingólfssyni.' — Ofar í opnunni sézt Gunnar Sveinsson, þar sem hann er að komponera blóðtökutwist. En hand- Ieggurinn, sem sézt á hinni síðunni, mun vera armurinn á Alfreð Alfreðssyni. á þeim, en síðan láta þeir skrá sig. Þá leggjast upp á legubekki og þar er fyrst mældur í þeim blóðþrýstingurinn og síð- an eru þeir deyfðir. Þá er stungið á æð- ina og það skal tekið fram að menn finna alls ekki fyrir nálinni. Eftir stutta stund er flaskan full, en hún tekur tæpan hálfpott. Blóðflaskan er síðan merkt vandlega og sett í kæli. Á undan og eftir blóðtöku fá menn ljúf- fengt og hressandi kaffi. — Nú getið þið lagzt, segir hjúkrun- arkonan við þá fjóra, sem eftir eru: — Heldurðu að þú takir ekki lag fyrir okkur? spyr hún Harald. — Nei, svaraði Harald, ætli maður spari það ekki þangað til í kvöld. — Hvenær má ég koma aftur? spyr Gunnar Sigurðsson. — Eftir svona tvo til þrjá mánuði. — í hvaða blóðflokki er ég, spyr Al- freð Alfreðsson. — Þú færð sent kort frá okkur upp á það, einhvern næstu daga. Það er eftir að rannsaka blóðprufuna. — Ég held að þú hafir bara Skota- blóð, Alfreð, segir hjúkrunarkonan. Hinir eru við það að fylla flöskuna, en það er ekki komið í hana hálfa hjá þér. — Hvað verður prósenttalan að vera há til þess að maður megi gefa blóð? spyr einhver. — Yfirleitt miðast hún við 80%, en lágmarkið hjá okkur er 90%, segir hjúkrunarkonan. En farið þið fram, þið, sem búnir eruð og fáið ykkur kaffi. Það er hellt í bollana og hljómsveit- in tekur duglega til drykkjar. Það er ekki á þeim að sjá, að þeir hafi misst hálfpott af blóði. — Þetta er ekki neitt, segir Gunnar Sigurðsson. Og hinir taka undir það og búa sig til brottferðar. — Við æskjum þess eindregið, segja þeir um leið og þeir kveðja, að blóðið úr okkur verði notað í laglausa menn. Og þeir ganga hratt niður Barónssstíg- inn, greinilega þróttmeiri en nokkru sinni fyrr. Svetom. ilii

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.