Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Síða 16

Fálkinn - 23.05.1962, Síða 16
Hann var að lesa blaðið sitt við morgunverðarborðið, þegar óveðrið skall á. Beinhörð kringla kom fljúgandi beint í höfuðið á honum og henni fylgdi svolátandi orðaskothríð eiginkonunnar: — Nú hlustar þú á mig! Annars skaltu fá allar kringl- urnar í hausinn! Hann tók kringluna upp af gólfinu og setti hana á borð- ið, braut blaðið saman og reyndi að hlusta með eftirtekt. — Nú verð ég að fá nýja vordragt, hóf hún mál sitt, og tónninn var eins og í ræðu verkalýðsleiðtoga fyrsta maí. — Og þér gagnar ekki hætishót að sitja eins og hver ann- ar aumingi oð koma með sömu afsakanirnar: „Við höfum ekki ráð á því. Við verðum að spara. Tímarnir eru erfiðir . — En, elskan mín, við höfum ekki . . . Áður en honum gafst ráðrúm til þess að ljúka setning- unni, hafði hún gripið nýja kringlu og hafið hana á loft. — Það þarf enginn að segja mér, að fulltrúi hjá stóru tryggingarfélagi hafi ekki ráð á að klæða konuna sína sómasamlega. Hún kastaði höfðinu til svo að skrölti í krullupinnun- um, en síðan hélt hún áfram: — Nú er aftur komið vor. Og í hvað á ég að fara, ef ég má spyrja? Sömu flöskugrænu dragtina, þessa gömlu dragt ár eftir ár. Ég á ekki einu sinni nýjan hatt, — bara sítrónugulu alpahúfuna síðan í hitteð fyrra. — Þú hefur sjálf sagt, að flöskugrænt væri í tízku, skaut hann inn í. — Já, fyrir þremur árum síðan. En nú er hann hræði- lega gamaldags. Hann leit til hennar og það var vonleysi og uppgjöf í augnaráð hans. Þó var hann staðráðinn í að berjast til þrautar, og tók nú að slá á viðkvæma strengi: 16 FÁLKINN -— í mínum augum ert þú fallegust á jörðu, sagði hann lágmæltur, — líka I gamalli, flöskugrænni dragt. — Já, en skilurðu ekki, að kona þarf að fá eitthvað nýtt öðru hverju, til þess að líta öðruvísi út. Sérstaklega á vorin. Og þú ert búinn að fá launahækkun. —• Já, og miklu hærri skatta, skaut hann inn í, en það heyrði hún ekki, eða lézt ekki heyra það, að minnsta kosti. — í dag á ég að hitta Irenu og hún er áreiðanlega kom- in í nýja vordragt. — Ætlarðu að hitta Irenu, át hann upp eftir henni, og reyndi að leiða samtalið af þessari hættulegu braut. — Já, klukkan hálf tvö á Holbechs-horninu. Við ætlum að fara í búðir saman. Og þegar hún kemur í nýju dragt- inni sinni, hvað á ég þá að segja? Og hvernig á ég að vera — í þessari viðbjóðslegu flöskugrænu, hundgömlu dragt? Nú var hún ekki lengur reið, heldur óumræðilega óham- ingjusöm. Það var eins og allar sorgir og áhyggjur verald- ar hvíldu á herðum hennar. Hún féll saman og grét yfir þessu ranglæti heimsins. Hann reis á fætur og gekk til hennar. Eitthvað varð hann að gera. Hann vildi svo gjarnan geta gefið henni nýja dragt, en þetta með skattinn var hverju orði sannara. Og þau höfðu keypt sér ný borðstofuhúsgögn fyrir tveimur mán- uðum síðan — með afborgunum auðvitað. Og hún gleymdi því í svipinn, að hún hafði fengið rándýra og hæstmóðins vetrarkápu um haustið. Þessi bannsetta vetrarkápa hafði sett allar fjárhagsáætlanir hans úr skorðum, svo að þær voru enn ekki komnar í samt lag aftur. — Þú mátt ekki gráta, sagði hann vandræðalega. — Ég skal taka málið til rækilegrar athugunar. Hann leit á úrið sitt. —■ Hver fjandinn! Ég verð að koma mér af stað í snatri. Hún stóð upp og fylgdi honum til dyra. — Þú lofar þá að hugsa málið — í alvöru. —■ Upp á æru og trú. Að svo mæltu var hann rokinn á dyr og prísaði sig sæl- an, að ekki skyldi hafa farið ver. Hún gekk yfir Höjbro Plads á leiðinni til Holbechs-horns- ins á Ströget. Himinninn var næstum heiður. Aðeins fáein- ar léttar skýjaslæður bærðust í hægum andvara. Sólin var brennandi heit. Á torginu stóðu blómasölumenn og konur og tíndu upp stóra, rauða túlípana úr öllum þeim sæg af vorblómum, sem voru á boðstólum. Þetta var einn af þess- um vordögum, sem færa mönnum heim sanninn um, að nú sé veturinn loks að fullnustu sigraður og kominn veg allrar veraldar. Menn voru farnir að hugsa um sógleraugu, stutt- buxur og baðföt. Allir nema hún. Hún gat ekki um annað hugsað en gömlu flöskugrænu dragtina, sem hún hafði orðið að fara í enn einu sinni. Reyndar hafði hún breytt henni lítilsháttar, en samt hlutu allir að sjá, að þetta var sama flíkin. Hvert sem hún leit, blöstu við henni vorkjólarnir, bæði í búða- gluggunum og ekki hvað sízt utan á öllu því kvenfólki, sem varð á vegi hennar. Þetta gerði ‘henni ósegjanlega gramt í geði. Verst féll henni þó, að enginn karlmaður virtist svo mikið sem líta andartak til hennar. Hvað gagnaði það, þótt honum fyndist hún enn falleg í þessari grænu dragt? Það var ekki nóg, að minnsta kosti ekki fyrir 'konu, sem ekki var eldri en 28 ára. Meðan hún gekk yfir Ströget til Holbechs-hornsins, kom hún auga á Irenu, — í spánnýrri og hæstmóðins pastelblárri vordragt og með flunkunýjan parísarhatt. Auðvitað! Hún hafði svo sem búizt við þessu. Hún reyndi að hugga sig við, að Irenu hafði enn ekki tekizt að grenna sig neitt að ráði, þrátt fyrir ótrúlegustu tilraunir, en það var lítil sárabót. Hún var svo djúpt sökkin í þessar hugsanir sínar, að hún var næstum orðin undir bíl. Hún hljóp í ofvæni yfir göt- una og upp á gangstéttina. Gamansaga eftir Adam Wiehe

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.