Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Síða 34

Fálkinn - 23.05.1962, Síða 34
Villt á eyðimörk Framh. af bls. 13 að syði á sjálfu andrúmsloftinu, sá hún fjall álengdar, og hjá henni kviknaði von um að hún gæti kannski komizt þangað upp, og séð þaðan til allra átta. Hún náði þangað og naut útsýnis um viða vegu. Þá voru kraftar hennar á þrotum. Hún litaðist um að nýju. Var og varð ein og yfirgefin í þessari ægi- legu, sólheitu, endalausu, kyrru ver- öld. Smám saman rann það upp fyrir henni, að nú var úti um hana. Þegar Karl hafði komið hjólbarðan- um fyrir og sneri sér við með svita- dropa á enninu, til að kalla á konu sína, var hún horfin. Hafði sennilega gengið niður í kleifina rétt hjá. Hann fór á eftir henni en fann hana ekki, var nærri orðinn villtur sjálfur og sneri óttasleginn aftur til bifreiðarinnar. Hann leitaði árangurslaust fram undir hádegi, þeytti bílhornið og kallaði á hana, þá sá hann að þetta dugði ekki. Hann varð að fá hjálp, skipulagða hjálp, og hann setti vélina í gang. Nú sæi hún hann aldrei framar! Aldr- til baka sömu leið og hann var kominn, og sækja leitarfólk, ellegar halda áfram á eftir hinum bifreiðunum fimm. Þar sem þeir höfðu ekki snúið við, er þeir veittu því eftirtekt að hann hafði dreg- ist aftur úr, hlutu þeir að gera ráð fyrir að hann næði þeim. Skemmsta leiðin til næstu hjáipar var að fara þangað. Karl lagði af stað, og sandur- inn gusaðist aftur undan hjólunum. Bara að hann gæti nú fylgt hjólförun- um alla leið! Hann fann þau, og nokkru eftir há- degið voru allir vagnarnir sex komnir þangað al'tur, sem Elísa hafði horfið. Þeir skutu á skyndiráðstefnu og hófu siðan leitina. Klukkan varð átta að kvöldi, og Elísa litla var orðin önnur manneskja. Uppi á fjallinu, frammi fyrir augliti himins og auðnar, greip skelfingin hana. Ekki að veröldin í sjálfu sér vekti neinn ótta, þetta var mjög venjulegur dagur, mettaður sólarljósi, allt of bjart- ur, og eyðimörkin boðaði engar feiknir. Hún náði bara út á hið óendanlega, molnuð háslétta með hæðum, sem voru flatar að ofan, ójafnar að víðáttu, en allar jafn háar. Og hver þeirra hafði sinn sjóndeildarhring, það var vonlaust, sjónhringur í margra mílna fjarlægð var nákvæmlega sá sami og hér, frá honum varð ekki flúið. Elísa var dekruð heimskona og hafði óljósar hugmyndir um eyðimörkina. Áttunum hafði hún ekki' veitt minnstu athygli, hvar sólin var þegar þau óku út úr borginni, til þess voru karlmenn- irnir. Hvar hún var, hafði hún ekki hugmynd um, hvort þetta var Lýbíu- eyðimörk eða Arabíu. Hún hafði heyrt, að þær voru tvær og önnur næði um Afríku þvera, hin langt inn í Asíu. 34 FÁLKINN Allt, sem hún fór, hafði hún farið í Vagni, undir umsjá Karls. Henni höfðu verið sýndir pýramídarnir og hún hafði litið á þá sem hverja aðra ferlega sýnis- gripi, er látnir höfðu verið síga niður frá himnum, henni til skemmtunar. Og nú var hún alein, vissi ekkert og myndi aldrei komast heim aftur, eyðimörkin hafði gleypt hana. Og þetta hafði komið fyrir síðan í morgun, en það var eilífð síðan, og það var alls ekki satt, að þau byggju á Mena House, tilgerðarlegu tízkuhóteli með smekklegri litabreytni eins og rauð- um gangstígum milli fagurgrænna flata. Þjónn á hverjum fingri. Jafnvel þar sem allt var indælt, eins og á gistihús- um Miðjarðarhafsstrandar í Evrópu, hafði hún kvartað yfir matnum, æfin- lega þetta sama, eins og langouster og poulet gengi sífellt aftur um allan heim. Hún hafði ekkert borðað í dag, ekki einu sinni í morgun áður en þau lögðu af stað! Morgunverðarkarfan, sem þau höfðu með sér frá hótelinu, fuglabúr úr flett- uðum tágum og hvítar mundlínur í! Eða ískældi drykkurinn, sem Karli hafði hugkvæmst að láta á hitabrúsa, — Karl! Nú var annaðhvort að snúa aftur ei myndi hún rata út úr eyðimörkinni, hún myndi aldrei finnast! Auðnin gein við henni úr öllum átt- um, sólareldurinn helltist niður á höf- uð hennar, stakk hana í hendurnar. Maðurinn er með þunna skel af skyn- semi utan á sér og hafdjúp af hryllingi undir niðri. Það kom yfir hana óvið- ráðanlegt, eins og önnur persóna en hún sjálf gerði uppreisn í henni, eitur í beinunum, hjarta, sem trylltist, eitt- hvað sem öskraði ókennilegum digur- barka, og það var hún sjálf. Lífvera snerist um sjálfa sig og reyndi að rífa utan af sér fötin, fjallið var eintómar flíkur, sem ekki var hægt að grúfa andlitið í. Og veran æpti, loftið var öskur og ljós og dansandi fjöll, og í brjálæði, sem var ægileg árás annarar veru i henni, fórst hún og heimurinn allur. Hún raknaði úr öngvitinu við ýlfur og dyn, og þegar hún opnaði augun, sat stórvaxinn fugl beint framundan andliti hennar. Mjög stór fugl, áþekkur kalkúna, hún sá fuglinn allan í einni svipan, upp úr og niður úr. Fiðrið var svart og hvítt, eins og hann væri í sorgarklæðum til hálfs, dúnkragi um nakinn hálsinn, eins og á gamalli konu og frunsur á fótum. Klærnar voru hreistraðar og skitnar. Nefið hvasst og bogið, áberandi gult og niður í grá- myglulegt. Lítið og hörkulegt auga starði á hana, hvítt með hring sem var eins og brenndur í það. En um leið og hún opnaði augun og starði í móti, lækkaði fuglinn sig og lyfti sér aftur af miklum átökum. Það komu djúp för í sandinn eftir klær hans, hvein í flugfjöðrunum, eins og bogastreng, en stormur fór aftur með honum við flugtakið, er feykti sandi og möl 1 allar áttir. Það var eins og þetta ætti hér við. Elsa settist upp, ísköld af ótta við fuglinn, en áttaði sig fljótt. Hún var mjög máttfarin, en róleg, henni fannst sem öngvitið hefði brotið oddinn af ógæfu sinni. Þetta var svo sem hörmu- legt, en að öskra meira og óskapast, það gat hún ekki, enda trénast maður upp á því. Elísa átti sér enga von framar. En á fjallinu vildi hún ekki vera lengur, þar sem hún hafði séð þenna andstyggi- lega fugl. Langt í burtu á litlum bletti milli sandhóla, sá hún eitthvað standa upp úr auðninni, líkt og útþanda regn- hlíf eða ómerkilega pottaplöntu, það var víst pálmi. Nálægt honum var klettur, flatur að ofan eins og allir hinir, en holur til hliðanna og minnti á pípu- hatt. Elisu fannst hann eitthvað svo föðurlegur, að hún festi traust á hon- um og fannst hún verða að komast lengra áður en hún gæfist upp. Þetta var löng leið, miklu lengri en hún hafði haldið, og hún lá enn lengra, lengra inn í eyðimörkina, Elísa! Eftir klukkustundar erfiða göngu mátti gerla sjá, að þessi litli sproti var pálmatré. En það var orðið langt áliðið dags, er hún loks náði þangað. Kom þá í ljós, að þetta var gamalt og stórvaxið tré, stofninn eins og mannsbolur og blaðkróna hátt uppi í loftinu. Féll skuggi hennar á sandinn spölkorn frá rótunum, og þar settist Elsa á hækj- ur sínar. Hún gat ekki meir. Fætur hennar voru stórskemmdir og blæddi úr þeim báðum. Skór hennar höfðu skorizt sund- ur á hvössu grjóti og hafði hún gengið þá af sér fyrir löngu síðan. Allsstaðar voru steinar með egghvassar randir, sem allar sneru upp, fágaðar af veðri og vindum. Annan skóinn dró hún eftir sér um stund í öklabandinu, þangað til hnappurinn slitnaði úr. Eftir það gekk hún á silkisokkunum meðan þeir dugðu, nú var hún berfætt, blóðug og þrútin. Hún komst ekki feti lengra. Hér ætlaði hún að deyja hjá pálman- um og pípuhattinum. Annars hafði pálminn valdið henni vonbrigðum þegar í upphafi, að því er gestrisni áhrærði. Því er hún nálgaðist hann, flaug risavaxinn fugl úr krón- unni, eins og tvö blaðanna hefðu lifnað við, og renndi sér brott. Hann var mó- brún á fiður með gula fætur, örn af allra stærstu tegund. Hann fór ekki langt, en lækkaði flug- ið yfir hæð í nánd, veifaði vængjun- um og settist með stökki, lagði að sér vængi. Eftir það sá hún hann sitja þar eins og hallandi keilu, sem bar hreyf- ingarlaus við hamin, eins og hann væri að bíða. Dagur leið að kvöldi. Skuggi pálmans færði sig til og Elísa með honum. Hit- inn olli henni nú ekki téljandi óþæg- indum lengur. Hún litaðist lítilsháttar Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.