Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1962, Síða 37

Fálkinn - 23.05.1962, Síða 37
□TTD - BARDAGINN UM ARNARKASTALA „Þegar þú ert kominn niður í dalinn, mun efnið breyt- ast, það mun verða rautt,“ sagði Rut. „Rauði liturinn mun stíga upp, hærra og hærra. Þegar liturinn nær öxlum þínum, þá skaltu halda niðri í þér andanum, því að þá læðist hinn ósýnilegi dauði að hálsinum á þér.“ Hún þagn- aði andartak, en sagði svo: „Farðu núna, hættu lífi þinu fyrir Arnarkastala, það er það eina, sem þú virðist kæra þig um.“ Það er bezt að flýta sér áður en Fáfnismenn koma, hugsaði Ottó, um leið og hann lagði af stað nið- ur í dalinn og hélt efninu fyrir framan sig. Hvers konar töfrar fylgdu því? Rut horfði á eftir honum niður í dal- inn, og gekk burt hrygg í bragði. Ottó leit á efnið, og sá rauða litinn færast ofar og ofar. Hann þurfti aðeins að ná mið.ju dalsins áður en rauði lit- urinn færi upp fyrir axlirnar á honum. Allt í kringum hann voru bein og beinagrindur. Mundi hann sæta sömu örlögum? Hugsanir hans snerust um stúlkuna, sem hafði látið hann hafa töfraefnið og unnið með því gegn bróður sínum. En Ottó varð nú að hafa allan hugann við leitina og þær hættur, sem biðu hans. Rauði liturinn færðist sí- fellt ofar. Illgresi satans. I miðjum helli var lítil planta, alsett gim- Ottó gæti auðveldlega náð plöntunni, en liturinn hafði þegar stigið upp að höku, og Ottó gerði sér fyllilega grein fyrir, hvað mundi gerast, ef hann stigi enn eitt skref niður á við. Ef til vill væri betra að hann reyndi að ná því með skjótu viðbragði. Hann steig eitt skref áfram snöggt og dró sverð sitt úr slíðrum ... Hvaða riddarar voru það, sem nú sáust uppi við dalbrúnina? Hvað voru þeir að gera þar? Skyndilega var hrópað: — „Þessa leið, Fáfnir. Þarna eru sporin hans.“ FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.