Fálkinn - 13.06.1962, Side 7
flugvélar, sem eru að færa
björg í bú, sem honum valda.
Mikið vildi ég að flugvélar
hættu að lenda á Reykjavíkur-
flugvelli og færu að lenda á
Keflavíkurflugvelli.
Ein, sem bágt á með svefn.
Hver liefur sinn djöful að
draga.
Erlendar úrklippur.
Þátturinn Úrklippusafnið.
— Það er fleirum en íslend-
ingum, sem ferst óhöndug-
lega að semja auglýsingar.
Hér er dæmi frá Dan-
mörku. Neðanskráð er orðrétt
tekið úr dönsku blaði, ég held
Berlingi, fyrir um eða yfir
20 árum síðan:
„Jeg flaar Dem gratis.
Energisk Fiske — Annonce.
I et Provinsblad fandtes ifölge
de köbenhavnske Fiskehand-
leres blad „Gammel Strand“
fölgende Annonce, der giver
Læserne klare opmuntrende
Oplysinger.
Ærede Land Boere
Markedsdagen den 16. ds.
sælles ét par rögede Makræ-
ler af Onder tegpiede Fiskehdl.
Hansen, der lige er hjemm-
kommen fra Skagen í frisk-
röget Tilstand. Levende Röd-
spretter kan bestilles og vil
blive brungen rundt overalt
i Byen per Telefong. N. 66.
De ærede Husmödre bedes
Erindre, at jeg skærer Hoved-
et af Dem og flaar Dem gratis.
Hans Hansen.
Fiskhandler.“
P.
Að vísu er þetta allskemmtileg
klausa, en því miður verðum
við eingjpngu að binda úrhlipp-
urnar við islenzk blöð og tímarit.
Vísnabálkurinn.
------Yfirleitt þykir mér
vísur þær, sem þið veljið vera
góðar. En ég vil þó benda
ykkur á það, að flest eru þetta
kunnar vísur. Þið mættuð
gera meira af því að birta
vísur, sem hvergi hafa komið
áður.
Leirgerðarmaður.
Svar:
Aldrei er góð vísa of oft
kveðin.
Vísa.
Kæri Fálki. — Um daginn
las ég vísu í Fálkanum eftir
einhvern Jón Þorláksson. Mér
fannst hún anzi smellin og
vil fá að vita eitthvað um
þennan Jón, hvar hann bjó,
eða býr og hvað hann gerði.
T. T.
Svar:
En sá þekkingarskortur, sem
kemur þarna í Ijós. Jón Þorláks-
son var prestur, lengst af á
Bægisá, hann var fæddur lTJfti
og dó 1819. Hann var þjóðskáld
síns tíma og þýðingar hans á
erlendum stórskáldum eru mjög
hafðar í heiðri. Með alþýðu er
hann kunnur fyrir hinar léttu
og gamansömu visur og kviðl-
inga, sem svo oft hrutu honum
af vörum.
Merkilegar með sig.
Kæri Póstur. — Ég var að
lesa grein í póstinum þínum
um vandamál stúlku sem sat
hjá alla dansana, án þess að
vera boðið upp, enda þótt hún
væri myndarlegri en aðrar
stelpur.
Ég hugsa, að þetta sé vegna
þess, að strákarnir halda yfir-
leitt að þeir eigi engan „sjens“
í dömuna, eins og kallað er,
eða þá að daman er eitthvað
merkilegri með sig en hinar.
Það er nefnilega oftast
þannig, að stelpur, sem skara
eitthvað fram úr öðrum, og
vita af því, eru stundum svo
montnar með sig, að þær tala
yfirleitt ekki við stráka nema
þeir séu eitthvað ,,special“.
Sem sagt þær eru ekki nógu
alþýðlegar. Strákar eru fljótir
að taka eftir því, ef daman
er ekki merkileg með sig.
Annars skal ég viðurkenna,
að maður er ekki nógu kaldur
við að bjóða svona dömum
upp. Strákar eru stundum
hræddir við svona „píur“ af
áðurnefndum ástæðum.
Ég vil svo þakka þér fyrir
ágætt efni, sem þú flytur.
Með beztu kveðju,
Piltur.
Hvað liafa dömurnar að segja
um þetta bréf?
Krossgátulausnir.
Kæri Póstur. — Ég kaupi
alltaf Fálkann til þess að
glíma við krossgáturnar. En
ég er óánægð með, hvað þið
sleppið oft lausnunum. Ég
vona að framvegis komi þær
í hverju blaði. Með fyrirfram
þakklæti, að þessi kvörtun
verði tekin til greina.
H. B.
Svar:
Við munum reyna að birta
lausnir liér eftir í hverju blaði.
ii> snið, stem vekja aðdánn.
\Vjasia linan í karlmanna-
fatnaði.
Kynni§t öllnm þessum sniðum og þér
munnð finna það, seni yðnr líkar.