Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Síða 16

Fálkinn - 13.06.1962, Síða 16
UM ÞESSAR MUNDIR eru nokkrir leikarar úr Reykjavík í leikför úti á landi. Leikritið, sem þeir sýna, er „Rekkjan“ eftir Jan de Hartog, en þetta vinsæla leik- rit var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir nær 10 árum. Sýning Þjóðleikhússins á þessu verki þótti takast mjög vel og urðu sýningar alls 47 að meðtöldum nokkrum sýningum, sem voru utan Reykjavíkur. Leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Inga Þórðardóttir fóru þá með hlutverk leiksins, en Indriði Waage var leikstjóri. ,,Rekkjan“ hlaut mjög lofsamlega dóma og sýningin í heild þótti bæði listræn og vel unnin. Hlutverkin eru aðeins tvö og hefst leikurinn á brúð- kaupskvöldi ungra hjóna. Höfundur kallar leikinn „hjú- skaparsögu í sex atriðum.“ I leiknum eru rakin mörg atvik úr fimmtíu ára sambúð þessara heiðurshjóna, mörg brosleg, en önnur alvarlegs eðlis. Höfundur „Rekkjunnar“, Jan de Hartog, er hollenzk- ur að ætt og uppruna. Hann byrjaði snemma að semja skáldsögur og hlaut viðurkenningu á unga aldri. Fyrsta leikrit hans „Skipper next to God“ var frumsýnt í London 1945 og hlaut ágætar viðtökur. Næsta leikrit hans var svo „Rekkjan“, frumsýnt í London 1950. Þetta

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.