Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Qupperneq 18

Fálkinn - 13.06.1962, Qupperneq 18
SAKAMÁLA- SAGA EFTIR OCTAVUS ROY COHEN SJONARVO Allar áætlanir í sambandi við afbrot- ið stóðust á næstum ótrúlegan hátt. Fárnarlambið hafði verið á þeim stað, sem við var búizt, og hin glæsilega breiðgata í úthverfinu hafði verið auð. Hið eina, sem ekki var samkvæmt áætl- un, var, að Joe hafði neyðzt til að koma fórnarlambinu fyrir kattarnef. Það var klukkan tvö að næturlagi, að skotið rauf kyrrð næturinnnar, og Joe og félagi hans stóðu hjá fórnardýrinu næstum áður en það féll á gangstéttina. Þeir tryggðu sér þykkt peningaveskið og þrifu hring af fingri hins látna. Síðan þutu þeir aftur til bifreiðarinnar, sem stóð örskammt frá. í fjarlægð — en ekki samt eins mikilli og þeir Joe og Ernie höfðu óskað sér — hljómaði sírenuvæl lögreglubifreið- arinnar. Einhver hafði sem sagt heyrt skotið og hringt til hennar. Þeir heyrðu að lögreglubifreiðin kom stöðugt nær og nær, en enn þá höfðu þeir tímann fyrir sér, því að enginn hafði séð þá. Þeir höfðu gætt þess mjög vandlega. Bifreið þeirra stóð, þar sem þeir höfðu skilið við hana. Hún stóð fyrir framan virðulegt hús með stórum grasbletti fyr- ir framan. Gatan var með öllu mannlaus og þeir höfðu umhyggjusamlega skipu- lagt flóttann. Möguleikar þeirra til að komast undan voru 10 á móti 1, það er að segja ef enginn hafði séð þá. Enginn gat sem sagt gefið nákvæma lýsingu á bifreið þeirra né númerið á henni. Þeir stóðu andartak kyrrir við hornið, á meðan Ernie dró lyklana upp úr vasa sínum. Þá sáu þeir vitnið. Það stóð á grasfletinum miðja vegu milli hússins og vegarins. Andlit þess vissi að þeim og í daufu tungsljósinu sáu þeir að bros lék um varir þess. Það stóð hreyfingarlaust og lét sér hvergi bregða. Það sýndi engin merki þess, að það ætlaði að reyna að stöðva þá. En þeir vissu, að það hafið séð þá. og að það mundi muna það sem það hafði séð. Þeir vissu einnig, að það hafði áreiðanlega lagt númerið á minnið. Andartak flaug þeim báðum í hug, hvort ekki mundi reynast nauðsynlegt að ryðja vitninu úr vegi. Það var ekki samvizka þeirra sem gerði það að verk- um að þeir hikuðu, heldur hitt, að lög- reglubifreiðin hlaut að vera mjög nærri. í kyrrð næturinnar heyrðist til hennar og þeim virtist hún nálgast óðum. Þeir máttu engan tíma missa. Þeir þutu inn í bílinn og óku af stað. Ernie sagði: — Vertu rólegur, Joe. Aktu hægt eins og við höfðum ákveðið. Hvað mundi það gagna okkur, þótt við slyppum frá lögreglubifreiðinni, ef við yrðum í staðinn teknir fyrir brot á umferðar- reglunum? Á fáum mínútum voru þeir komnir góðan spöl frá staðnum, þar sem af- brotið gerðist. Þeir heyrðu enn þá í lög- reglubifreiðinni og nú bættist sjúkra- bifreið í hópinn. En þeim var ekki veitt eftirför. Þeim veittist auðvelt að aka gegnum miðbæinn. Enginn veitti þeim eftirtekt, ekki einu sinni lögregluþjónn sem gekk fram og aftur um göturnar. Þeir óku bílnum inn í bílskúrinn og fóru síðan til herbergis síns, sem var á annars flokks gistihúsi. Og þeir gengu ósköp rólega, eins og ekkert hefði ískor- izt. Þeir voru alltof þaulæfðir til þess að fara að hlaupa. — Heldurðu að hann hafi séð okkur greinilega? — Spurðu ekki svona heimskulega. Auðvitað hefur hann séð okkur. Við sáum hann, var það ekki? Hann var á að gizka 185 sm á hæð, ijóshærður, í dökkum buxum, í grárri skyrtu og bindislaus. Fyrst við höfum séð hann svona greinilega, þá getum við bókað, að hann hefur séð okkur. Hann hefur einnig séð bílinn og númerið. Það er skömm og svívirða að við skyldum ekki gefa okkur tíma til að koma hon- um fyrir kattarnef. Meðan hann gengur laus eru sáralítil líkindi til að við sleppum frá þessu. Þeir höfðu engar áhyggjur af því, að þeir skyldu hafa rutt fórnardýri sínu úr vegi, þótt það hafi alls ekki verið ætunin í upphafi. Slíkt var aðeins eðlilegur fylgifiskur hinnar áhættu- sömu atvinnu þeirra. Hvers lags maður var það líka, sem ekki hafði nógu mikið vit í kollinum til að fara ekki að veita mótspyrnu, þegar hann varð fyrir vopnaðri árás? Þeir litu hvor á annan. Þeir voru engir grænjaxlar og vissu vel, hvað þeir höfðu gert. En þetta var nokkuð, sem þeir urðu að gera út um strax. — Hversu mikla möguleika höfum við á því að sleppa vel frá þessu, Er- nie? — Ekki einn á móti milljón. Það er ekki til í víðri veröld sá kviðdómur, sem ekki mundi leggja trúnað á frá- sögn mannsins. Joe hristi höfuðið. — Það gagnar okkur heldur ekki að reyna að hlaupast á brott. Það er áreiðanlega þegar búið að auglýsa eftir okkur í útvarpinu. — Bara að þessi náungi hefði ekki verið þarna, sagði Ernie. — Já, bara að hann hefði ekki verið þarna. En við getum ekki fengið fang- stað á honum. — Þeir geta ekki sannað neitt, ef hann fær ekki að sjá okkur aftur. Hann verður fyrst að þekkja okkur aftur. — Segðu mér, Ernie hvað ertu nú með í bígerð? — Ránmorð er ránmorð! Og enginn fer í rafmagnsstólinn nema einu sinni! — Útskýrðu þetta betur. — Jú, sjáðu til. Það er ekki um ann- að að ræða! Annar okkar verður að fara aftur. f versta tilfelli heppnast okkur ekki að ná í manninn, en ef það heppn- ast.....Látinn maður getur ekki borið vitni fyrir rétti, eða hvað? — Þú hefur rétt fyrir þér. En hvor okkar á að fara? 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.