Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Side 19

Fálkinn - 13.06.1962, Side 19
I — Við vörpum hlutkesti um það! Ernie tók krónupening upp úr vas- anum og kastaði honum upp í loftið.. — Hvort velur þú? — Krónuna! Þeir góndu báðir í myntina, meðan hún rúllaði eftir gólfinu. — Það varðst þú! sagði Ernie. Joe gætti að skammbyssu sinni, kink- aði kolli til félaga síns og gekk út. Honum geðjaðist illa að þessu. Hann hafði enga trú á, að honum heppnaðist að ryðja manninum úr vegi. En þetta var víst eina leiðin til undankomu. Ernie varð eftir í herberginu. Hann sat með krosslagðar hendur. Hann var allt annað en bjartsýnn. Áreiðanlega mundi hópur lögreglumanna vera í námunda við staðinn, þar sem afbrotið var framið. Það gat raunar gerzt, að gatan þar sem vitnið bjó, væri enn auð. Og ef Joe fengi tækifærið, mundi hann áreiðanlega notfæra sér það. Ef hann fékk það ekki .... ja, þá var öllu lokið. ► Ernie vissi líka, að möguleikar voru á því, að félagi hans yrði tekinn til fanga. Og ekki var það skárra! En það varð að hætta á þetta, hvað sem það kostaði. Klukkan varð þrú, fjögur, hálf fimm. Joe átti að vera kominn aftur fyrir löngu, jafnvel þótt hann hefði gengið báðar leiðir til þess að vekja minni eftir- tekt. Ernie var orðinn mjög áhyggju- fullur. Loks opnuðust dyrnar og Joe kom inn. En á eftir honum komu tveir ó- kunnir menn og það þurfti enginn að segja Ernie hvað var að gerast. Hann gat lesið alla söguna úr andlitsdráttum Joe. Og þessir tveir menn voru þannig útlits, að ekki þurfti að velta vöngum yfir, hvort þeir væru lögregluþjónar eða ekki. Þeir settu handjárn á Ernie og um leið kom á hann nákvæmlega sami raunalegi uppgjafarsvipurinn og var á Joe. — Ég hef játað allt, Ernie, sagði Joe. Það var ekki minnsti möguleiki að sleppa frá þeim. Strax og þeir höfðu náð mér, vissi ég að þeir mundu ná þér líka fljótlega. — Auðvitað, sagði Ernie. — Það er deginum ljósara. Þeir afhentu leynilögreglumönnunum feng sinn og síðan óku þeir allir fjórir til lögreglustöðvarinnar. Leynilögreglu- mennirnir voru fjarskalega vingjarn- legir. Það var ekki hægt að kvarta und- an þeim. Og Joe og Ernie voru líka undirgefnir og gerðu ekki minnstu til- raun til að slíta sig lausa. Yfirheyrslurnar og játning þeirra var skrifað niður og þeir rituðu báðir nöfn sín undir skýrslurnar. — Þá er samveru okkar lokið, Ernie, sagði Joe. — Já, en hún var skemmtileg meðan á henni stóð. Joe leit til lögreglumannanna. Hann fann þörf hjá sér til þess að útskýra þetta mál svolítið nánar. — Við hefðum aldrei gefizt upp svona auðveldlega, ef við hefðum ekki verið alveg sannfærðir um, að það var engin leið að sleppa. Það var nefnilega þessi náungi á grasfletinum fyrir fram- an stóra húsið. Hann sá okkur jafn greinilega og um hábjartan dag hefði verið. — Verið ekki með svona fáránleg rök, sagði annar lögreglumannanna um leið og hann stakk á sig skjalinu, þar sem þeir höfðu báðir játað skriflega afbrot sitt. — Ykkur skjátlast hrapallega, hélt hann áfram. — Vitnið sá hvorki ykkur, né bíl ykkar, hvað þá heldur númerið á bílnum. — Hvernig í ósköpunum fór hann að því, sagði Joe móðgaðui;. — Hann leit beint á okkur. — Já, það gerði hann, svaraði leyni- lögreglumaðurinn. — En hann sá ykkur alls ekki. Hann er nefnilega blindur! FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.