Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Qupperneq 22

Fálkinn - 13.06.1962, Qupperneq 22
NÝ SPENNANDI FRAMHALDSSAGA EFTIR BRITT HAMDI Katrín ólst upp ó barnaheimilinu Sólargeislinn eftir að móðir hennar veiktist og var flutt á fátækrasjúkrahús. Faðir hennar var látinn fyrir mörgum árum. Vistin á barnaheimilinu var ill og þótt henni væri þrívegis komið fyrir í vinnu á góðum heimilum, bættist hagur hennar lítið. Alls staðar hlaut hún illa með- ferð og var beitt ranglæti. Þegar hún kom aftur til barnaheimilisins í þriðja sinn, var ný stúlka komin í hennar stað. Það var Nellie, sem varð bezta vin- kona hennar. Nokkru síðar koma þrjár hefðarfrúr í heimsókn á barnaheimilið. Katrín gloprar því út úr sér við eina þeirra, að þau börnin hafi verið rekin á fætur klukkan fjögur um nóttina til að þvo og skúra. Afleiðing þess verður sú, að ein hinna fínu frúa, rússnesk greifynja, biður um að mega taka Katrínu og Nellie með sér og láta þær vinna á saumastofu sinni. Þar unnu þær næstu 4 árin, en þá barst Katrínu bréf þess efnis, að heilsa móður hennar hefði skánað mjög. Þær mæðgur fá inni hjá saumakonu í East End og nú hefst aftur fátækt og basl í Iífi Katrínar. Nellie hélt hins vegar áfram að vinna hjá rússnesku greifynjunni um nokkurt skeið en fékk síðan vinnu hjá öðru fyrirtæki og komst í náin kynni við son forstjórans. Nellie heimsækir Katrínu og gefur henni í skyn, að hún sé vanfær eftir son forstjórans, og hann ætli að kvænast henni. — Nokkru síðar deyr móðir Katrínar og fer þá Katrín til Lundúnaborgar. Hún ætlar að heimsækja Nellie, en fær að vita, að hún hafi verið rekin frá fyrirtæk- inu, þar sem hún vann. Katrín stendur ein og ráðvillt uppi á götu í stórborg- inni .. . KATRÍN tók eftir því, að fólk hló að henni, þar sem hún stóð á gangstétt- inni og horfði ráðvillt í kringum sig, rétt eins og hún byggist við, að ein- hver góðhjörtuð manneskja skyti allt í einu upp kollinum og tæki hana að sér. Ég er hrædd, sagði hún við sjálfa sig. Ég hef aldrei á ævi minni verið eins hrædd. Nú hefnist mér fyrir að hafa ekki hugsað betur um mömmu. Bara að þú hefðir viljað tala við mig, svo að ég hefði getað sagt þér hversu annt mér var um þig. En þú snérir þér alltaf undan. Stundum braut ég heil- ann um, hvort þú tækir yfirleitt eftir því, að ég væri til. Langa hríð barðist Katrín við eigin samvizku. Hún ásakaði og varði sjálfa sig á víxl. Að baki öllum hugsunum hennar hvíldi skuggi lítillar og óásjá- legrar grafar í fátækrakirkjugarði. En þegar samvizkubitið og örvæntingin virtust hafa náð hvað sterkustum tök- um á henni varð til innra með henni járnharðúr vilji, sem veitti henni styrk. Hún skyldi sjá um, að hennar eigið 22 FÁLKINN líf endaði ekki á sama hátt og móður hennar. Hún beit á vörina og harkaði af sér, eins og hún hafði svo oft gert á barna- heimilinu. Hún sagði við sjálfa sig aftur og aftur: Ég skal. .... Hávært samtal nokkurra karlmanna, sem stóðu fyrir aftan hana, vakti hana aftur til lífsins. Hér stóð hún ein á göt- unni og var höfð að háði og spotti: — Hún er áreiðanlega utan af landi. Hún hefur sennilega aldrei komið í borg fyrr og kann þess vegna ekki að hegða sér. En hún er falleg, stelpan. — Já, eins og nýtínt kirsuber. — Ég mundi segja, að það væri vafa- mál, hvort hún hangir ekki en þá á trjánum! Á eftir þessum orðum fylgdi hrossa- hlátur. Katrín snéri sér snöggt við og horfði reiðilega á þá. — Þið skuluð spara ykkur háðsglós- urnar þangað til síðar. Hafið þið aldrei séð unga stúlku fyrr, eða hvað? Auk þess er ég hvorki blind, heyrnarlaus eða utan af landi. Hún gekk hnakkakert niður götuna og hæðnishlátur hljómaði enn að baki henni. Hún reyndi að láta svo, sem hún tæki sér ekki nærri skens þeirra, en hún var þegar orðin kafrjóð af reiði. Nokkru síðar hægði hún aftur á sér. Hún átti sér ekkert takmark, hafði ekki hugmynd um, hvert hún ætti að fara eða hvað hún ætti af sér að gera. Ósjálfrátt fylgdi hún mannfjöldanum og að skammri stundu liðinni stóð hún á Rotten Row, aðþrengd í hópi þess fólks, sem alltaf hafði ánægju af að horfa á hefðarfólk Lundúnaborgar aka í dýrindis skrautvögnum. Um stund gleymdi Katrín næstum vandræðum sínum, þegar hún sá nokkra opna skrautvagna. í þeim sátu undurfagrar konur prúðbúnar og brostu til aðdáenda sinna á götunni. Allt í einu varð henni hverft við. I einum vagninum sat fyrrverandi at- vinnuveitandi hennar, Lieven greifynja. En þessi fagra rússneska kona hafði breytzt mikið. Hún var orðin digrari og virtist þreytt í andliti þrátt fyrir glæsileikann. Katrín hafði látið pískur áhorfendanna sem vind um eyru þjóta,

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.