Fálkinn - 13.06.1962, Qupperneq 23
W •* \
en nú heyrði hún nafn greifynjunnar
nefnt og lagði við hlustirnar.
— Hún fær víst áreiðanlega að gera
grein fyrir því, hver er faðir barnsins.
Skyldi það vera Metternich fursti eða
eiginmaður hennar? Það er sagt, að hún
sé bálskotin í furstanum og hann í
henni. Á morgun leggur hún af stað til
Chislehurt, las ég í blöðunum. Hún
ætlar að vera þar í sumar.
Þegar Katrín heyrði síðustu setning-
arnar beit hún á vörina af vonbrigðum.
Hún var þegar farin að gæla við þá
hugsun að heimsækja Lieven greifynju
aftur og biðja hana um að útvega sér
atvinnu. En hún vildi ekki fara út á
land og eiginlega langaði hana ekki á
saumastofuna aftur. Hún hafði fengið
nóg af hinu reglubundna lífi í því fína
húsi.
í þungum þönkum hóf hún aftur hið
tilgangslausa ráf sitt, og það leið ekki
á löngu, þar til sulturinn fór að gera
alvarlega vart við sig. Hún var þreytt
og sveitt eftir gönguna og henni fannst
jörðin brenna undir fótum sér. Vorsólin
var henni næstum óbærileg og í svip-
inn gat hún ekki hugsað sér neitt dá-
samlegra en svalt og skuggasælt her-
bergi, glas af vatni og máltíð. Varir
hennar voru þurrar og hvað eftir annað
varð hún að bursta af handleggjunum
og öxlunum stórar sótflygsur. Hana
langaði helzt til að taka hattinn af sér
og ganga berhöfðuð, en þorði það ekki.
Þegar hún var með öllu orðin uppgefin
á þessu endalausa ráfi, var hún aftur
stödd í miðhluta borgarinnar. Dauð-
þreytt og máttlaus speglaði hún sig í
búðarglugga. Lokkandi angan af steiktu
kjöti lagði að vitum hennar gegnum
opnar dyr rétt hjá. Hún rann ósjálfrátt
á lyktina og stóð allt í einu í hálftómri
krá, þar sem fjölskylda sat að snæðingi
í hliðarherbergi. Staðurinn samanstóð
annars að mestu leyti af einu stóru bar-
borði og bak við það var stór barskápur
úr tré og marmara. Hér stóð fjöldinn
allur af glösum og flöskum. Við borðið
sátu þrír karlmenn, hver með tinkrús
fyrir framan sig. Þegar Katrín kom
inn brostu þeir breitt til hennar og
struku um leið froðuna af krúsunum.
— Komdu og sjáðu, Perkins, sagði
einn þeirra. — En það er annars bezt
að þú takir konuna þína með, svona
til frekara öryggis!
Maðurinn reis hægt á fætur frá borð-
inu í hliðarherberginu og konan sem
setið hafði við hlið honum kom einnig
og virti Katrínu fyrir sér hátt og lágt.
—- Hvað er þér á höndum, stúlka
mín, sagði hr. Perkins.
Hann talar ekki óvingjarnlega,
hugsaði Katrín og henni létti eilítið.
Henni svelgdist á nokkrum sinnum og
hún óskaði þess heitt, að engir gestir
hefðu verið á kránni. En matarlyktin
varð að lokum öllu öðru yfirsterkari
og henni tókst að stynja upp nokkrum
slitróttum setningum.
— Mér .... mér datt í hug, hvort það
væri nokkur leið .... að ég gæti fengið
ofurlítinn matarbita. Ég á enga peninga,
en ég gæti kannski hjálpað í staðinn.
Ég kann að sauma og gera hreint.
— Það er áreiðanleg eitthvað fleira
sem hún kann, Perkins, sagði einn gest-
anna við barborðið og hló hrossalega.
Perkins lét eins og hann heyrði þetta
ekki, en lítil og skörp augu hans höfðu
fyrir löngu komið auga á æskufegurð
Katrínar. Falleg stelpa, fjandi falleg
hnáta, hugsaði hann með sér. Og víst
þurfti hann á hjálp að halda, ekki sízt
á kvöldin, þegar kráin var troðfull
Hann snéri sér að konu sinni. Hún sagði
ekkert, stóð aðeins grafkyrr og horfði
athugul á Katrínu.
— Láttu hana fá mat, sagði hún loks.
— Síðan getum við athugað málið.
Hún getur alltaf borgað fyrir sig á
einhvern hátt.
Perkins andvarpaði feginsamlega.
— Hvað heitir þú og hvaðan kem-
urðu, spurði konan.
Katrín svaraði greiðlega öllum spurn-
ingum hennar, en gætti þess að segja
henni ekki frá því, sem gerzt hafði í
fyrirtækinu hennar Nelliar fyrr um
daginn. Samt var hún enn staðráðin í
að hafa upp á Nellie hvernig svo sem
hún færi að því. Hún gat ekki með
nokkru móti trúað því, sem maðurinn
í búðinni hafði sent henni.
— Guð blessi hana, sagði frú Perkins
og Katrín hrökk upp af hugsunum
sínum og uppgötvaði að konan átti við
móður hennar.
Nokkrum mínútum síðar sat Katrín
við tréborð í hliðarherberginu og
snæddi einhverja þá ríkulegustu máltíð,
sem hún hafði nokkurn tíma bragðað.
Og enn betra en máltíðin var loforðið
um, að upp frá þessum degi gæti hún
unnið á krá Perkins-fjölskyldunnar.
Við hliðina á eldhúsinu var ofurlítill
kytra, sem hingað til hafði verið notuð
sem geymsla fyrir tóm-
ar flöskur og skúringa-
fötur. Frú Perkins fannst
að þessa kytru mætti nota
sem svefnherbergi fyrir
Katrínu. Kytran var þeg-
ar í stað rudd og hreins-
uð og það kom í ljós, að MjUTI
í henni mátti einmitt
koma fyrir einu rúmi,
FÁLKINN 23