Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Side 25

Fálkinn - 13.06.1962, Side 25
ert okkar hafði áður verið viðstatt, þegar svo gömull aðalsborin kampa- vínsflaska var svipt tappanum. Raun- verulega hafði ég alltaf undrazt, hve sverir kampavínsflöskutappar gátu ver- ið og hve krafturinn gat verið mikill í svoleiðis flösku. Jæja, ég má víst ekki tefja ykkur á því að láta heyra framhaldið, svo nú skal ég halda áfram. Ég setti mig í stell- ingar, og dauðaþögn datt á, en hverri hreyfingu minni var fylgt með spennt- um augum. Ég var ögn skjálfhentur, því hjartað barðist í brjósti mér. Var- lega losaði ég blýþynnuna, sem huldi tappann. Síðan hóf ég að vinda snúning- inn af vírnum, en gaetti þó vandlega að láta ekki tappann sleppa of fljótt upp úr. Mér fannst strax skrítið, að tappinn skyldi ekki byrja að hreyfast, þegar ég hafði losað vírinn alveg. Nú, ég byrjaði að ýta örlítið á tappaófétið, Framhald á bls. 36. KAMPAVÍNSFLASKAN OKKAR Um daginn komst ég áþreifanlega að því, að ekki er allt gott, sem maður heldur vera dýrmætt og hefur lengi geymt vegna þess, að þótt hefur skorta tækifæri til að neyta þess. Þannig var það með kampavínsflösk- una, sem okkur hjónunum hafði áskotn- azt í brúðkaupsgjöf. Þetta var feikna fín flaska, frönsk og smygluð í þokka- bót. Fyrstu árin trónaði hún í efsta eld- hússkápnum, og ég hafði oft tekið hana niður til að handleika hana og kyssa hana á hálsinn. En ekki kom til greina að opna hana. Til þess var ekki nægi- lega hátíðlegt tækifæri. Svo var nú líka það, að vín varð svo dæmalaust gott ef það fékk nógu góða geymslu. Þetta töluðum við hjónin oft um og sannfærðum hvort annað um það, að loks þegar tækifærið kæmi og ég fengi heiðurinn af því að hleypa tappanum af upp í loftið, myndu streyma úr þess- um fagra stúti hreint öndvegis vín. Mikið dreymdi mig oft um þann dag, þegar ég gæti losað um hálsklútinn á hinni frönsku flösku, og leyst af henni vírinn, sem héldi tappanum í skorðum, því alltaf fannst mér, sem tappinn væri alveg kominn að því að rjúka upp í loft- ið. Mér fannst búa feiknar kraftur í þessari flösku, og ég hlakkaði til að hleypa einhverju af honum ofan í mig. En árin liðu, og alltaf stóð flaskan eins og einhvers konar madonna í eld- hússkápnum. Hún var svo göfug og öldruð. Hún var ekki eins og flöskur af almúgaættum, sem teknar voru upp án minnsta tilefnis. Af og til opnaði ég skápinn og gægðist inn, svona rétt til að fullvissa mig um það, að madonnan hefði nú ekki dottið á hliðina, því það fannst mér myndi skemma hana og rýra virðuleikann. En allt á sinn endi, og það átti líka blómaskeið madonnunnar. Skyndilega kom tilefnið. Það var á laugardags- kvöldi, og' skyldi haldið upp á hjúskap- arafmæli, afmæli bóndans og ýmisleg fleiri afmæli, sem ég hirði ekki að telja upp hér. Kunningjahjónum okkar var boðið, og madonnan var dregin niður úr skáp, og nú fór um mig fiðringur, þegar ég hugsaði til þess, að brátt myndi andlátshvellur hinnar frönsku bergmála um alla blokkina. Fengin voru að láni ekta kampavíns- glös, rauð að lit og öll skorin sundur og saman eins og andlitið á þýzkum stúdent, sem háð hefur 27 einvígi með sverðum. Frúin dró úr pússi sínu út- saumaðan, lítinn hördúk, sem sveipað skyldi um madonnuna meðan aftakan færi fram. Spenningurinn var mikill, því ekk- FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.