Fálkinn - 13.06.1962, Qupperneq 28
ENGINN TRIJÐI ÞEIM
Ss»
Sir Douglas Haig, einn af yfirhers-
höfðingjum Breta í fyrri himsstyrjöld-
inni, sagði við hershöfðingja sína nokkr-
um vikum áður en styrjöldin brauzt út:
— Ég vona, að enginn ykkar heiðurs-
manna haldi því fram í alvöru, að
flugvélar komi að nokkru gagni í könn-
unarferðum í styrjöld. Liðsforingi verð-
ur að reiða sig á gömlu aðferðina, þær
sömu og notaðar voru af Napóleon og
hinum gömlu meisturum. Riddaraliðið
hefur þetta hiutverk á hendi.
Er þetta var sagt, hafði flugvélin
verið til í tiu ár og einmitt meðan á
styrjöldinni stóð þróuðust flugvélarnar
með ótrúlegum hraða, en riddaraliðið
varð smám saman úrelt og var síðast
aðeins notað við hersýningar. Þetta gat
sá góði hershöfðingi Sir Douglas Haig,
alls ekki- ímyndað sér.
Hann hafði heldur ekki mikla trú
á skriðdrekanum, enda þótt hann hefði
verið fundinn upp af einum samstarfs-
manna hans, Swinton hershöfðingja.
Þjóðverjar voru ekkert framsýnni, —
þeirra hershöfðingjar efuðust stórlega
um gildi brynvarinna bifreiða, en Bret-
ar notuðu slíkar bifreiðar fyrst í orust-
unni við Somme árið 1916. Hvað um
það. Ekki tókst að framleiða neinar
flugvélar eða skriðdreka, sem hers-
höfðingjarnir voru ánægðir með, —
a. m. k. ekki fyrr en fyrri heimsstyrj-
öldinni lauk, og voru báðir jafn íhalds-
samir í þessum efnum, Bretar og Þjóð-
verjar.
Ef ykkur skyldi nú detta í hug, að
hernaðarsérfræðingarnir hafi lært af
reynslu fyrirrennara sinna, þá skjátlast
ykkur hrapallega. Brezki flugflotinn var
ekki burðugur í seinni heimsstyrjöld-
inni og Þjóðverjar hefðu auðveldlega
getað yfirbugað hann, en auðugt
ímyndunarafl þarf til þess að spá rétt
um framþróun vísinda og tækni.
Flugliðsforingi nokkur í brezka flug-
hernum, Frank Whittle að nafni, hóf
þegar árið 1932 að gera tilraunir með
þrýstiloftshreyfla. Hann fékk einka-
leyfi á ýmsum uppfinninga sinna, en
hann fékk enga fjárhagsaðstoð til til-
rauna sinna, og brezka flugmálaráðu-
neytið ritaði honum árið 1933: ,,Ráðu-
neytið lítur svo á, að uppfinning yðar
hafi ekki þýðingu fyrir loftflotann.“
í dag eru flestar flugvélar brezka
flugflotans knúðar þrýstiloftshreyfl-
um, sem framleiddir eru eftir hug-
myndum Whittles, og fyrir nokkrum
árum voru honum greidd laun, sem
námu h. u. b. 7 milljónum íslenzkra
króna, skattfrjáls.
Þó þessi heiðursgjöf sé svo sem ágæt
út af fyrir sig, þá hefði sömu upphæð
ólíkt betur verið varið árið 1933, —
28 FÁLKINN
ef til vill hefði verið hægt að binda
endi á seinni heimsstyrjöldina miklu
fyrr en raun varð á, —- Bretland hefði
náð yfirráðum í lofti strax á fyrsta ári
styrjaldarinnar.
Heimspressan hefur hvað eftir ann-
að lokað augunum fyrir stórkostlegum
uppfinningum.
Einkum á þetta við um Bandaríkja-
menn og flugvélina. Bræðurnir Wil-
bur og Orville Wright höfðu um 5 ára
skeið flogið flugvélum, sem voru
þyngri en andrúmsloftið, og þóttust
blöðin þó hvorki sjá neitt né heyra.
Annars vegar voru þeir bræðurnir
fámæltir, — Wilbur sagði: — Mig lang-
ar ekki að líkjast þeim fugli sem tal-
ar mest en minnst flýgur. Hins vegar
höfðu vísindin þá næstum sannað, að
það væri jafn ómögulegt að lyfta manni
upp í loftið og að láta lækjarsprænu
renna upp í móti.
Simon Newcomb, sem var prófessor
í stærðfræði við John Hopkins háskól-
ann, ritaði árið 1901, að þótt fuglinn
gæti flogið, þá þýddi það ekki, að sama
lögmál gilti um manninn, en ef það
skyldi nú heppnast að koma á loft
einhverju sem þyti um loftið með 100
metra hraða á sekúndu, hvernig ætti þá
að stöðva slíkan hlut? Þetta þyrfti
reyndar ekki einu sinni að brjóta heil-
ann um, því að áður en hægt yrði að
fljúga, yrði að finna upp einhverja
nýja málmblöndu eða málm eða nýja
tegund afls.
Melville aðmíráll, yfirmaður tækni-
deildar bandaríska flotans, lýsti því
einnig yfir, að spár um að hægt yrði að
smíða loftbelgi eða flugvélar, sem létu
að stjórn, væru „hugarburður og allt
að því geðveiki“.
Einstaka bandarískir vísindamenn
voru þó á annari skoðun. Einn þeirra,
Langley prófessor, var styrktur af
sjálfum föður talsímans, Alexander
Graham Bell, en er hann fékk styrk
frá hermálaráðuneytinu til þess að
halda áfram tilraunum sínum með flug-
vél, sem knúin var mótor, misheppn-
aðist honum gersamlega. Flugvélin
stakkst beint ofan í Pótómav-ána, er
Washington stendur við, en hann varð
að allsherjar athlægi.
Bandarísku blöðin gengu hart fram
í því að gera grín að Langley prófess-
or og yfirleitt hverjum, sem leyfði sér
að fást við flug. Skopritið Puck birti
eftirfarandi skrítlu næstum einu ári
eftir að Wright bræður höfðu flogið
í fyrsta sinn: Vinur uppfindingamanns
nokkurs spurði hann, hvenær hann
hyggðist spenna á sig vængina og svar-
ið var: „Strax og ég hef unnið bug á
þyngdarlögmálinu.“ Dagblað nokkurt
sagði, að Langley prófessor hefði átt
að hengja flugvél sína á kjötverðið, sem
þá steig með miklum hraða!
Þannig létu blöðin dæluna ganga án
tillits til þess, að 9 dögum eftir að
Langley prófessor lenti í Pótómac-
ánni, sýndu Wright bræður að hægt
var að fljúga flugvél, sem ekki var
loftbelgur, heldur knúin mótor og
stjórnað af manni. Þetta skeði í Kitty
Hawk í Norður-Karólínríki 17. desem-
ber 1903. Flugvélin var á lofti í tæp-
lega eina mínútu og flaug nokkur
hundruð metra.
Daginn eftir var frásögn af fluginu
birt á forsíðu blaðsins Virginian-Philot
í borginni Norfolk í Virginíu. Þetta var
sjö dálka fyrirsögn og sagt var að
flugvélin hefði flogið 5 kílómetra. Hins
vegar var á það bent í þessari grein,
að eftir þriggja ára mikla vinnu hefði
Wright bræðrum tekizt að leysa vanda-
málið, sem Langley prófessor hefði ekki
tekizt betur að glíma við en raun bar
vitni. Það var bara enginn sem trúði
þessu krafaverki. Frásögn af þessum
atburði var send til New York og ann-
arra stórborga, en blöðin, sem fengu
þessa frétt, birtu hana á lítt áberandi
stað, svona sem ódýra fróðleiksmola.
Wright bræður hófu tilraunir sínar
með svifflugu og þess vegna héldu þeir
til strandar Norður-Karólínu, því að þar
er jafnan töluverð hafgola frá hafinu
og þar sem þarna var klettótt strönd,
fannst þeim að góð myndu þessi skil-
yrði reynast. Þeir áttu heima í bæn-
um Dayton í Ohio og þar sem nú hafði
heppnazt að fljúga með mótor, héldu
þeir áfram rannsóknum sínum og til-
raunum næstu árin á engi nokkru fyrir
utan Dayton. Þeir endurbættu bæði
mótorinn og flugvélina sjálfa þannig
að nú var hægt að sveigja á báða vegu,
fljúga í hringi, vera á flugi í meira en
hálfa klukkustund og fljúga meir en
40 kílómetra.
En það er satt að segja furðulegt, að
þótt menn þessir væru að flugæfing-
um í útjaðri Dayton í 4 ár, þá var þess
hvergi getið í blöðum. Jafnvel í fæðing-
arbæ þeirra bræðra var enginn frétta-
maður sendur til þess að horfa á þessa
„fugla“ og enginn vísindamaður virtist
álíta það ómaksins vert að koma til
Dayton í sama tilgangi. Þessir reið-
hjólakaupmenn fengu að vera í friði.
f rauninni var miklu meiri áhugi á
starfi þeirra í Frakklandi og Englandi
en í Bandaríkjunum.
Árið 1908, fimm árum eftir fyrsta
flugtakið, kom viðurkenningin. Orville
og Wilbur Wright höfðu þá snúið aftur
til kletttanna við strönd Norður-Karó-
Framh. á bls. 36.