Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 29
1932 gerði flugliðsforingi í brezka hern-
um, Frank Whittle, tilraunir með þrýsti-
loftshreyfla. Ríkið leit þá á, að upp-
finning hans hefði enga þýðingu fyrir
loftflotann. Nú eru hins vegar flestar
flugvélar Breta knúðar þrýstilofti.
Þegar Whittle fór fram á fjárhagsaðstoð við uppfinningu sína á þrýstilofts-
hreyflinum, fékk hann svohljóðandi svar við beiðninni: „Ráðuneytið lítur svo
á, að uppfinning yðar hafi ekki þýðingu fyrir Ioftflotann.': Ef til vill hefði
verið hægt að binda fyrr endi á heimsstyrjöldina síðari, ef ráðuneytið hefði
haft trú á uppfinningu liðsforingjans og veitt honum fjárhagsaðstoð. Það gagn-
ar lítið þótt Whittele séu nú greidd árslaun að upphæð 7 millj. kr.
Hinn frægi vísindamaður, Edison, átti
í þrotlausu stríði við vantrú fólks á þeim
nýjungum sem hann vann að. Þó var
Edison ekki framsýnni en það, að hann
henti nákvæmlega hið sama. Hann trúði
ekki á kraft í atóminu.
Fyrir nokkrum árum síðan fór hinn kunni kafbátur, Nautilus, sem knúður er
kjarnorku, í reynsluferð. Hann er fyrsta farartækið í heiminum, sem knúð er
kjarnorku og enn í dag eru fjölmargir, sem hafa ekki trú á að þessi nýja
orka muni hafa neina hagræna þýðingu. Þeir eru sem sagt á sama máli og
Edison, sem þrátt fyrir framsýnina, gat ekki séð svo langt að hann tryði á
kjarnorkuna. Flestir eru nú þó sammála um framtíðargildi hennar.
Máltækið gamla, „Það ber ekki allt upp
á sama daginn“ sannaðist rækilega á
Sammelweis, sem myndin er af hér að
ofan. Hann varð að athlægi í augum
samtíðar sinnar, af því hann heimtaði
að læknar þvoðu sér um hendurnar!
Nú á dögum, þegar dauðsföll af völdum barnsfæðinga eru afar sjaldgæf og
teljast til stórtíðinda, og allir vita, að uppskurðir geta átt sér stað mestmegnis
af því að unnt er að sótthreinsa áhöld, sárabindi og sv. frv., þá hlýtur það
að vekja furðu okkar, að slíkt þekktist ekki fyrir 100 árum síðan. Og vesl-
ings Sammelweis varð að þola háð og spott samtíðarmanna sinna, eins og áður
er sagt.
FALKINN
29