Fálkinn - 13.06.1962, Side 32
T vibnrabræður
Frh. af bls. 30 j
að segja mér frá því, hvernig hann
hefði komist á snoður um hinn hulda
leyndardóm viðkomandi fæðingu sinni.
„Karl, þú færð ekki gert þér í hugar-
lund, við hvað ég hef átt að stríða,“
sagði hann án þess að líta af veginum.
,,Og í hvaða stríði ég verð eflaust að
eiga hér eftir.“
Og svo vísindakenningin — þessi
brjálæðiskennda, stórfurðulega kenn-
ing, sem varð þó svo sennileg 1 lýsingu
hans. Skoðun hans var sú, að skiptihg
eineggja tvíbura byrjaði á sálræna
sviðinu, og væri lokið þar, er hin líkam-
lega skipting hæfist. Hann og tvíbura-
bróðir hans væru runnir af einni og
sömu veru, sagði hann. Hún hafði verið
byrjuð að skiptast, en sú þróun hafði
stöðvast er skammt var áliðið.
„Ég hef því tvær sálir,“ mælti hann.
„Hvað finnst þér um það? Hér er ekki
um neinn sálklofning að ræða, heldur
hef ég tvær samvaxnar sálir! Ég segi
þér satt, Karl, þetta er eina skýringin
á því tilfelli sem hér er um að ræða.
Ég hefði átt að vera búinn að skilja
þetta fyrir löngu síðan. En það var
Enid, sem varð fyrst til þess að opna
augu mín.“
Og svo kom það, að tvíburasál hans
hataði Enid. Það var hinn óttalegi
leyndardómur.
Davíð kvaðst alltaf hafa gengið með
þessa aukasál, og nefndi hana i háði
„leigjandann“ sinn. Líkti henni við
skugga. Enginn maður hugsar um sinn
eiginn skugga, fyrr en hann leggur fram
af honum og skyggir á eitthvað. En
þannig hafði því verið varið með hina
samvöxnu sál hans. Hún hafði varpað
skugga á ást hans til Enid.
Þetta var vitaskuld afar einkenni-
legt, sagði Davíð, en það skýrði út í
æsar allt er varðaði hann sjálfan. Tví-
burasálin hafði aldrei skipt sér af neinu
þeirra efnislega fyrirbrigða, sem áhrif
höfðu á líkamann, — svo sem óvið-
komandi háreysti, strákapörum í
kennslustofunni, frosti sem nísti fing-
urna, angan af víni eða örvandi þokka
ungrar konu. Honum hafði svo sem
veitst auðvelt að neyta gáfna sinna,
þegar hann hafði þessa tvöföldu sál, er
gleypti í sig vísdóminn, eins og gljúpur
svampur.
„Þú sagðir, að Enid ...“ byrjaði ég
með gætni. Ég var ekki viss um að hann
væri með öllum mjalla.
„Ég elska Enid,“ gegndi hann þreytu-
lega. „En hún er fyrsta manneskjan,
sem ekki hefur lagt áherslu á gáfna-
far mitt. Hún er eina persónan, sem ekki
hefur dýrkað minn ósýnilega tvíbura.
Fyrir þær sakir hefur þessi aukasál
mín lagt hatur á hana, svo heiftúðlega,
að hún fyrirlítur þann líkama, sem hún
býr í, — vegna þess, að sá líkami til-
biður hana. Ég segi þér satt, Karl, að
þetta er orðið dauði og djöfull. Við erum
þrjú í húsinu nú orðið — alltaf þessi
kalda, kryfjandi sál, hverfur aldrei frá
okkur Enid ...“
Allt í einu gerðist hann þögull og
ég kærði mig ekki heldur um, að hann
héldi áfram ræðunni.
Daginn eftir, þegar ég var þess full-
viss, að hann væri farinn að heiman,
stakk ég upp á því við Enid Arrett,
að hún yfirgæfi Davíð og hyrfi brott
með mér. Hún vísaði mér á dyr, um-
búðalaust, og bað mig að koma þangað
helst aldrei framar. Vitaskuld gat ég
ómögulega farið að segja henni frá sál-
inni tvöföldu.
Þannig lyktaði vináttu okkar, og eigi
alllöngu síðar frétti ég, mér til mikillar
ánægju, að þau Enid og Davíð hefðu
farið til Ameríku. Það var gott að þetta
fór svona, því enda þótt erfitt væri,
vissi ég, að ég myndi fljótt verða jafn-
góður af ást minni til Enid.
Ég hafði náð mér til fulls, þegar fund-
um okkar bar saman á ný. Það var í
fyrra, þegar ég var á ferð í Ameríku.
Hún bjó í litlu, hvítu húsi, við útjaðar
smábæjar nokkurs, sem nefnist Lexen-
borg. Ég fór þangað til að heimsækja
nokkra kunningja, sem ég hafði kynnst
í ferðinni yfir Atlantshafið. Þeir áttu
hús í Lexenborg, en þangað er tveggja
stunda bílferð frá New York. Höfðu
þeir verið að nauða í mér að koma og
dvelja hjá sér nokkra daga, þar til ég
gafst upp, þakkaði fyrir mig og fór
þangað.
Ég var á gangi með kunningja mín-
um á lítilli götu, sem ber hið glæsilega
nafn, Washington stræti, og þar mætti
ég Enid. Það var sem hjól tímans snerist
aftur á bak, og skrauthýsið í úthverfi
Lundúna lægi hinum megin við næsta
götuhorn.
Enid var nú fullþroskuð kona, en
árin höfðu lítið rist hana rúnum sínum.
Kannski var sem blásið lífsneista í lítils-
háttar glóð, einhvers staðar langt inni
í sál minni, það var líka allt og sumt.
Nú var fortiðin dauð.
Henni þótti vænt um að sjá mig, og
ég sneri við og fylgdist með henni nið-
ur götuna. Hún kærði sig ekkert um að
heyra fréttir að heiman, og við spjöll-
uðum aðeins um einkisverða smámuni.
Loks stóðst ég ekki mátið, en herti
mig upp í að spyrja eftir Davíð.
„Já, þú veist það náttúrlega ekki,“
ansaði hún og brosti angurblítt. „Ég
bý hérna í Lexenborg til þess að geta
verið í návist hans.“
Það sló út um mig köldum svita, og
ég heyrði að kunningi minn greip fram
í samtalið: „Já, þetta er náttúrlega ekki
sérlega aðlaðandi staður, vegna geð-
veikrahælisins. En það sést ekki að
heiman frá okkur, því það stendur
hinum megin við bæinn.“
„Davíð var þó ekki ...“ sagði ég, og
lét svip minn ljúka við setninguna.
„Hann er búinn að vera á geðveikra-
hælinu í eitt ár,“ svaraði hún rólega
og bætti við: „Aumingja Davíð — ég
veit honum þætti vænt um að sjá þig.“
Síðan sagði hún mér, hvernig þeim
hafði liðið í Ámeríku. Störf Davíðs
höfðu vakið mikla aðdáun meðal vís-
indamanna. En skyndilega hafði eitt-
hvað brostið. Davíð hafði orðið gripinn
morðæði. Hana hryllti við hugsuninni,
svo lyfti hún undir hár sitt og mælti:
„Sjáðu!“
Ég sá hvítt ör, er náði niður allan
hnakka hennar, og annað eyrað var
sundurtætt og eyðilagt. Þetta yndislega
eyra, sem ég hafði eitt sinn haldið, að
elskhugi myndi kyssa fyrst af öllu
og áður en varir hennar. Það var með
öllu óskiljanlegt, hvernig hún hafði
sloppið lifandi frá þessum ósköpum.
En hún sagði að nágrannarnir hefðu
komið hlaupandi, þegar hún hljóðaði.
Hún hafði aldrei nokkurn tíma skilið,
hvers vegna Davíð hafði ráðist á hana,
allt í einu. Ofreynsla á taugum, áleit
hún. Og þeirri skoðun hélt hún ætíð
fram. Eftir á höfðu þeir bersýnilega
ekki sagt henni annað, en að hann hefði
ekki þolað vísindastörf sín.
Ég spurði hvort hann hefði sagt nokk-
uð sérstakt, þegar hann réðist á hana?
Nokkuð sem hún myndi sérstaklega
til?
Já, svaraði hún eftir nokkra um-
hugsun. Hann hafði æpt ósköpin öll, en
þó ekkert sem nokkurt vit hafði verið
í. Eitthvað um „leigjanda“. En þau
höfðu ævinlega haft nóg fyrir sig að
leggja og aldrei þurft á því að halda,
að taka leigjanda.
„Nú er ég leigjandinn!“ Já, það hafði
hann einmitt hrópað. „Nú er ég leigj-
andinn. Hann hefur náð yfirhöndinni!“
Annað mundi hún ekki. Ég komst að
því, að hún var í góðum efnum. Hún
ætlaði að búa í Lexenborg, þangað til
Davíð batnaði, eða hann dæi. Hún var
ánægð og á sinn hátt hamingjusöm.
Draumórar og hugmyndaflug hafði
aldrei verið hennar sterka hlið. „Ég
hef aldrei hirt um annan en Davíð -r—
eins og þú veist,“ mælti hún blíðlega.
Svo hún hafði þá ekki gleymt vissum
atvikum.
„ÞETTA er afar sjaldgæft tilfelli,“
sagði læknirinn á geðveikrahælinu við