Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 13.06.1962, Blaðsíða 33
mig. „Við höfum falið honum stjórn- ina á tilraunastofu okkar, — en auð- vitað gert nauðsynlegar öryggisráðstaf- anir. Hann hefur leyst af hendi stór- virki í sjúkdómsfræði, síðan hann kom til okkar. Hvaða meining er í því að láta svo glæsilegar gáfur liggja ónotaðar? En hann þjáist af þeirri hættulegu hugmynd, að hann sé tveir menn, ein- eggja tvíburar, er lokast hafi inni í ein- um líkama. Þeir hata hvor annan og berjast um yfirráð yfir líkamanum. Til þess að gera á þeim greinarmun, kallar hann þá Davíð og Davíð — takið eftir rökfestunni. Hann er staddur niðri í garði núna. En ekki veit ég hvort hann er Davíð eða Dívað í dag.“ „Er nokkur von um að hann nái sér aftur? „Ef til vill,“ svaraði yfirlæknirinn hikandi. „Hann er farinn að verða al- heilbrigður miklu lengri tímabil í einu, en áður var. í sannleika sagt, hef ég beztu von... en ekki kemur mér til hugar, að láta á því bera við konu hans enn þá.“ Síðan hélt ég út í garðinn, en þar var skugginn af múrveggnum lengri og dimmri en ég hef nokkurn tíma séð, annars staðar. Davíð sat á bekk og las í bók. Honum hnykkti allmjög við að sjá mig, en þegar ég hafði útskýrt fyr- ir honum, hvernig það atvikaðist, að ég kom til bæjarins, varð hann glaður við. Flýtti hann sér að segja mér, að ég hefði verið svo heppinn, að hitta á það tímabil, er hans gamli andi, sál Davíðs, eins og ég hafði þekkt hana, hefði yfirhöndina. Svo hló hann kald- ranalega. „Það er þegar ég er Davíð, sem þeir halda að ég sé vitlaus,“ mælti hann. „Ég var búinn að segja þér, að það ætti fyrir mér að liggja, að þola ýmsar þjáningar, Karl — manstu éftir því? Og þó er hið versa eftir enn.“ „Segðu ekki þetta , Davíð,“ svaraði ég rólega. „Ég var að enda við að tala við yfirlækninn, og hann virðist hafa beztu von um bata.“ HANN brást einkennilega við orðum mínum. Fleygði bókinni frá sér, og greip í handlegg mér. „Karl,“ mælti hann í æstum bænarrómi. „Viltu neyða Enid til að fara burt með þér? Beittu valdi, ef þú vilt, en þú verður að heita mér því, að koma henni héðan! Þú varst ofsalega ástfanginn af henni 1 gamla daga. Mér duldist það ekki, Karl. Hún er yndisleg kona enn þá. Farðu með hana heim til 'Lundúna!“ Ég var nokkuð harður í máli, er ég svaraði, að Enid elskaði hann. En þá skýrði hann mér frá því, að það væri ekki af kurteisi einni, sem hann byði mér konu sína. Það væri hennar vegna eingöngu vegna öryggis hennar. „Þegar ég er með sjálfum mér, eins og núna, geri ég mér ljósa grein fyrir, hvernig ástatt er um sálirnar tvær. Þá segi ég lækninum, hverjar ráðagerðir hin sálin hefur uppi. Og þá halda þeir, að ég sé vitlaus! Það er gott, Karl! Því meðan þeir halda að ég sé brjálaður, halda þeir mér hér. Ég kvíði mjög þeim degi, er þeir lýsa því yfir, að ég sé heilbrigður og láta mig lausan.“ Kæri Astró. Nú langar mig til að biðja þig að spá fyrir mig. Ég er fædd 21. apríl 1946, kl. tæp- lega tvö að degi til í Lands- spítalanum. Þegar ég var mánaðargömul þá fór ég út á land þar sem ég ætlaði að eiga heima. Ég er létttlynd og get alltaf hlegið og ég móðg- ast sjaldan. Ég kláraði annan bekk í gagnfræðaskólanum í vetur og er ekki ákveðin hvort ég held áfram. Nú lang- ar mig að vita eitthvað um framtíðina og þá helzt um ástamálin. Bless. — Ólöf. Svar til Ólafar; Ég sé að þér er efst í huga þetta með ástamálin, sem eðlilegt er. Afstöðurnar benda til að eiginmaður þinn sé meðal gamalla vina og kunn- ingja þinna, en það er ekki þar með sagt að þú hafir haft þannig áhuga á honum enn. Samt kemur að því og skömmu eftir að þú ert átján muntu vera farin að líta þennan forna vin í nýu ljósi og hjónaband er líklegt ef dæma má eftir þínu korti. Þessar afstöður eru því allar hagstæðar svo að allt bendir til að hjónabandið ætti að geta orðið varanlegt, enda bendir ekkert annað til þess, sé miðað við þitt kort, að minnsta kosti er enginn hjónaskilnaður í því. Ef ég ætti að segja eitthvað um maka þinn, þá er hann hæg- gerður, vinnur hægt og stöð- ugt. Hann er einn af þeim sem seiglast áfram. Hann er nokkuð alvarlegur og senni- lega nokkrum árum eldri en þú. Ég mundi ráðleggja þér að bíða róleg þangað til þó þér bjóðist ýmis tækifæri Þau eru bara til að hafa gaman af og ekki annað. Bíddu með það stóra þangað til hinn rétti kemur. í sambandi við afstöðurn- ar í fjórða húsi hjá þér, þá vildi ég benda þér á að var- ast að skapa afbrýðisemi, sem auðveldlega getur orsak- að árekstra og leiðindi á heimilinu, ef ekki er farið að með gát. Þessi afstaða bendir einnig til þess að þú þurfir að fara sérstaklega varlega með peningana, þegar líður á æv- ina. Einnig að þú munir ferð- ast talsvert um og meðal ann- ars til útlanda. Einkum á þetta þó við síðar á ævinni. Annars virðist sem ýms atriði tilfinningalegs eðlis séu und- ir spennu á heimili þínu. Þetta á við allt líf þitt. Helzt brýzt þetta út í afbrýðisemi, sem stundum leiðir til að- skilnaðar hjóna eða foreldra og þar með upplausnar heim- ilisins. Búast má við að fram að giftingu eða trúlofun þá lend- irðu í þó nokkrum ástarævin- týrum, sem þú tekur talsvert alvarlega á augnablikinu. En löngun þín til breytinga í ástamálunum mun valda við- leitni þinni til að kynnast fleirum og fleirum, og einnig hefurðu visst uppreisnareðli gegn því að vera bundin. Ekki þætti mér heldur ótrú- legt að þú mundir fyrr eða síðar lenda í einhverju ásta- bralli við einhvern útlending, en það verður skammvinnt. Þú munt eignast þrjú börn þannig að segja má að fjöl- skylda þín verði í meðallagi stór, og sveinbörn verða í mikluum meirihluta. Börn þín verða sterk og heilsu- hraust, en þau þarfnast tals- verðs aga sakir óstýrilætis. Hvað löng ferðalög áhrærir eða ferðalög til útlanda þá eru ekki sérlega heppilegar afstöður varðandi þau og ekki útlit fyrir að þér gangi sérlega vel á slíkum ferðalögum þó þau væru farin. í fjármálunum verðurðu hagsýn mjög en þó alls ekki nízk. Þér er að vísu sama þó þú eyðir peningum, en þú munt ávallt leitast við að afla eins mikils og mögulegt er per krónu. Eitt þarftu að varast í samskiptum þínum við maka þinn að gagnrýna hann ekki fyrr en þú sérð hvernig hann ver peningun- um, en ekki byrja á aðfinnsl- um áður en hann eyðir þeim. Þér mundi reynast auðvelt að afla þér tekna, ef þú byggir yfir bókhaldsþekk- ingu hvort sem um væri að ræða aukastarf eða aðalstarf. Annars má segja það að yfir- leitt mun fjárhagur þinn vera nokkuð stöðugur og jafngóð- ur. Ég held að segja megi að næstu árin séu undir 'ágætum áhrifum hjá þér og fer ég því ekki frekar út í það hér enda hef ég tekið til umræðu af- stöðurnar í ástamálunum, sem þú helzt óskaðir eftir. ☆ ★ ☆ FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.