Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1962, Qupperneq 34

Fálkinn - 13.06.1962, Qupperneq 34
Það mátti víst glöggt á mér sjá, að ég var í stökustu vandræðum. „Þegar hann — leigjandinn minn, sem ég kallaði svo — nær yfirhöndinni, er hann farinn að verða svo fjandi slung- inn. Hann notfærir sér rödd mína, til að neita öllu saman. Hann er þeim sam- mála um, að tal mitt um samvaxnar sálir, sé þvaður eitt. Hann spyr ástúð- lega um líðan konu sinnar . . . en hún er mín kona, en ekki hans. þeir segja, að ef ég geti alltaf verið með þeim hætti, sé ég orðinn heilbrigður. Það er þetta, sem hann keppir eftir, Karl. Hann sækist eftir, að verða út- skrifaður og leystur úr haldi. Hann hatar Enid, heimtar að þeir láti líkama minn lausan, — líkama okkar, eins og ég hugsa mér hann nú orðið — til þess að hann geti komist á fund Enid og eyðilagt hana. Og honum myndi heppn- ast það. Honum dettur ekki í hug að ráðast á hana aftur. f fyrsta skipti hafði hann aldrei náð valdi yfir líkama áður, hafði aldrei gert slíka tilraun fyrr, og réði ekkert við sig. En þá skyssu gerir hann ekki nema einu sinni. Nú myndi hann fara kæn- lega að, og henni væri bráður bani búinn!“ Davíð læsti hnefanum um handlegg mér. ,,Karl“, sagði hann í örvæntingar- róm. ,,Hann er að því kominn, að ná yfirráðum núna, og mér er ómögulegt að fá þessa aulabárða til að skilja, hvað heilbrigt er og hvað óheilbrigt. Nú orð- ið ræður hann oftar yfir líkama mínum, en ég sjálfur. Þess vegna segja þeir þér, að ég sé á batavegi. Þess vegna láta þeir á sér skilja, að bráðum líði að því, að ég geti losnað frá þeim. Og það er það sem hann stefnir að. í guðs bæn- um, Karl, farðu með Enid héðan . . .“ En nú brá skjótt og furðulega við. Hann losaði takið af handlegg mér, og smeygði af sér æsingunni, líkt og þegar farið er úr flík. Því næst snerti hann létt við mér og sagði rólega: ,,Þú verður að afsaka það mikillega, Karl, þótt ég fái svona köst einstöku sinnum. Líklega hefur það verið af því, að ég sá þig aftur svo ó- vænt, eftir margra ára fjarveru, og minnist þess þá allt í einu um leið, að það varst þú, sem ég trúði fyrstum manna- fyrir þessum órum, sem höfðu gripið mig.“ Hann hristi höfuðið afsakandi. „Veslings Enid mín. Ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér, Karl!“ Það sló út um mig ókennilegum svita, sem límdi skyrtuna við bakið á mér. Röddin var Davíðs Arretts. En sú fjar- stæða hugsun flögraði að mér, að nú væri bláókunnugur maður að tala við mig. Og ef til vill hefur ímynd- unin ein verið að leika á mig, er ég þóttist allt í einu verða þess var, sem snöggvast, að hann starði á mig, með ískalt hatur í augum! Ég sá yfirlækninn úti í einum glugg- anum, og notaði það sem átyllu, til að sýna á mér fararsnið. Hann hafði verið að gefa mér bendingu, sagði ég, kvaddi 34 FÁLKINN Davíð og lofaði honum því, að koma aftur. Það loforð efndi ég ekki, en ég hélt annað heit, sem ég hafði gefið honum. Ég sótti Enid heim, og bað hana að hverfa á brott með mér. En hún vildi ekki yfirgefa Lexenborg — og Davíð. Hún vísaði mér á dyr, með viðbjóði í svip, fyrir að hafa reynt að tæla hana frá sjúkum eiginmanni. En ég nefndi ekki tvíburasálirnar á nafn. Það hefði verið viðlíka gagns- laust og útskýra afstæðiskenninguna fyrir skólabarni. Og ekki kom mér heldur til hugar, að segja félögum mínum og skólabræðr- um okkar Davíðs, á fundi okkar í veit- ingahúsinu, frá því sem ég ekki gat útlistað fyrir Enid. Þeir hefðu bara haldið, að ég væri orðinn vitlaus. Ég er ekki einu sinni viss um, sjálfur, hvernig í því liggur. KATRÍN Frh. af bls. 24. ingu, þegar hún gekk í áttina að Hyde Park. Ungir Lundúnabúar voru á skemmtigöngu um garðinn og á opnu svæði lék hljómsveit í fögrum ein- kennisbúningum. Hún lék aðallega marsa og Vínarvalsa. Katrín smeygði sér inn í mannfjöldann og var eftir stutta stund komin í fremstu röð við hljómsveitarpallinn. Allt í einu mætti hún skærbláu augnaráði fullu aðdá- unar og gat ekki stillt sig um að brosa. Hár og dökkur maður í hljómsveitinni kinkaði kolli til hennar eins og hann hefði þekkt hana í mörg ár. Hann var sennilega á tvítugsaldri, brosti mjög fallega og hafði sólbrúna húð. Eitthvað var það í augnaráði hans og útliti, sem hélt henni fanginni hjá hljómsveitinni allan tímann meðan hún lék. Þegar áheyrendurnir fóru að tín- ast burt smátt og smátt, uppgötvaði hún allt í einu sér til skelfingar, að hún var orðin ein eftir og hljómsveitin var farin að pakka niður hljóðfærum sín- um. Hún sá, að ungi maðurinn hvíslaði einhverju að félaga sínum, sem kinkaði kolli til samþykkis. Katrín var þurr í kverkunum. Guð minn góður! Hvernig gat hún hegðað sér svona fáránlega? Þarna kom hann niður af pallinum og gekk auðvitað beint í áttina til hennar! — Hvernig líkaði yður tónlistin, ungfrú, spurði hann kurteislega og hneigði sig. Hún kinkaði kolli og kom ekki upp nokkru orði af ótta við eigin dirfsku. — Þetta voru nýju valsarnir frá Vín- arborg. Þeir hafa ekki orðið neitt sér- staklega vinsælir hér í London enn þá. Englendingar eru svo skelfilega fast- heldnir og íhaldssamir. — Eruð þér þá ekki Englendingur, gat hún loks stunið upp. — Nei, íri, svaraði hann og brosti. — Þér kannist við þá, er það ekki? Kátir náungar sem syngja og slást og hafa gaman af að glettast við fallegar stelpur. Hún beit á vörina og leit undan. Hún var ekki fyllilega ánægð með þetta orðalag hjá honum „glettast við fallegar stelpur“. En einhvern veginn fannst henni eins og hann hefði sagt þetta í fljótfærni og séð strax á eftir, að það var virðleg ungfrú, sem hann talaði við. Allt 1 einu var hún orðin ánægð og brosti vingjarnlega. — Þér hafið fallega græn augu. Þau minna mig á sjóinn heima, sagði hann. — Og hárið yðar fullvissar mig um, að þér hafið írskt blóð í æðum. Hún hristi höfuðið. — Nei, fjölskylda mín er frá Cornwall, sagði hún stuttlega og vissi ekki hvers vegna hún laug. — Ég .... er í heim- sókn hjá frænku minni hér í London, og hún þurfti að fara úr borginni í dag. Hún ætlar að dveljast úti á landi í dag, hjá nokkrum vinum sínum. Ég var með svolítinn höfuðverk og treysti mér ekki til að fara með henni. — Alein í Lundúnaborg .... og svona falleg, sagði hann lágt. — Við verðum að kippa því í lag. Hvað segið þér um að borða með mér kvöldverð á ein- hverjum þægilegum veitingastað? Ég á frí til miðnættis. Hún gat ekki staðizt freistinguna. Hún hafði aldrei lifað neitt þessu líkt. Að hugsa sér að fá að sitja í veitinga- húsi sem gestur við borð með hvítum dúki og öllu tilheyrandi! Hana svim- aði við tilhugsunina. — Kannski, sagði hún. — En þjón- arnir eiga frí í dag, svo að það verður þá bara kaldur matur. Hann brost iog tók hana undir arm- inn. Langa stund gengu þau þögul og hún velti því fyrir sér, hvort hún ætti að draga hendina til síh. En kannski mundi hann þá missa allt álit á henni. Hún vætti varirnar og reyndi að segja eitthvað, en kom ekki upp nokkru orði. Auk þess var hann mjög glæsileg- ur ásýndum og henni geðjaðist vel að því að leiða hann. — Við tökum vagn til Chelsea. Ég veit um lítinn og snotran stað þar. Áður en hún gat svarað, hafði hann kallað á vagnstjóra, sem hálfsvaf í sumarhitanum. Á leiðinni sagðist hann heita Sean og vera nýkominn heim úr langri ferð til Vestur-Indlands. Hún vildi gjarnan heyra eitthvað frá Vestur-Indlandi og Sean sagði henni sitthvað þaðan bæði í vagninum á leið- inni til Chelsea og meðan þau snæddu á veitingahúsinu. Hann sagði henni frá fallegum konum og ævintýralegu lífi í Vestur-Indlandi. Hún hlustaði heilluð á frásögn hans °g gleymdi næstum að borða nauta- steikina og búðinginn. Sean fyllti glasið hennar hvað eftir annað af rauðvíni, þannig að loks fann hún ofurlitla breyt- ingu á sér. Hana kitlaði í iljarnar og einnig varð hún svolítið syfjuð, en á mjög óvenjulegan og þægilegan hátt. Framhald á bls. 36.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.