Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 4
Christina Kaufmann, þýzka stjarnan, gifti sig í febrúar s.l., Toni Curtis. Brúðkaupið fór fram með mikiili prýði í Riviera-Hotelinu í Las Vegas. Meðal viðstaddra var Kirk Douglas og kona hans. Toni Curtis var eins og kunnugt er, áður kvæntur Janet Leigh. Hér að ofan er mynd af Douglas-hjónunum ásamt brúðhjónunum. Á RÉTTUM STAÐ. Yves Montand ræður sér ekki fyrir fögnuði imi þessar mundir yfir að vera farinn að sýna listir sínar á gamla, góða sviðinu í Etoile leikhúsinu í París. Það eru firnm ár síðan að hann hefur komið fram á þessu sviði og kunna Parísar- búar vel að meta afturhvarf hans. FJÖLSKYLDUMYND. Mills systur, Haylay og Juliet leika mjög í enskum kvikmyndum. Þær eru ung- ar og Haylay er ekki enma 14 ára. Samt hefur hún þegar leikið í tveimur mynd- um, Tiger Bay og Pollyana. Þær systumar eiga nú að leika saman í kvikmynd, sem gerð hefur verið eftir skáldsögu móður þeirra, Whistle in the Wind. Eldri systirin, Juliet er ekki eins fræg og sú yngri en hún er síður en svo einhver græn- ingi í leiklistinni. Hún er 19 ára gömul og hefur bæði leikið á leiksviði í Lundún- um og Nýjork. PRÓFESSORARNIR. Enskur prófessor var að leita sér að íbúð í Oxford. Hann sneri sér til leigumiðlunar og fékk skrá yfir leigjendur hennar. Þegar hann sá nafn eins af nemendum sínum á listanum, sagði hann við umboðsmanninn: „Vilduð þér gera svo vel að láta mig hafa þessa íbúð þegar hún losnar. Hún losnar bráðum og leigjandinn fer burt úr borginni. Eg er nýbúinn að fella hann á prófi.“ 4 FÁLKINN Þýzka vikublaðið Quick leggur stund- um spurningar fyr- ir frægt fólk. Fyrir ári eða svo spurði það frægar konur, hvernig þær færu að því að láta börn- in hafa nóg að starfa, þegar rign- ing' væri úti. Jacque line Kennedy svar- aði svo: — Þegar ég sé, að dóttir mín Caroline rýkur úr einu í annað, af því að það er rigning úti, þá segi ég henni að koma til mín, og að við skulum skemmta okkur saman. Nei, við leikum okkur ekki í mömmuleik, heldur ræði ég við hana eins og fullorðna manneskju. Og þegar hún verður leið á því, þá lána ég henni léreft, pensla og olíuliti, set hana upp á háan stól og lofa henni að mála við málara- grindina mína. Hún verður oftast nær yfir sig hrifin af þessu og gleymir sér alveg. Og ég held auk þess að hún hafi hæfileika í þessa átt. ★ Séra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur náði hárri elli. Löngu eftir að hann lét af embætti, hitti hann séra Bjarna og segir við hann: — Ertu nú ekki farinn að kalka, Bjarni minn? — Ekki finn ég nú til þess, svaraði séra Bjarni. — Það er nú einmitt byrjunin, sagði þá ★ Harry S. Truman fyrr- verandi forseti Banda- ríkjanna ræddi eitt sinn um stjórnmál við nokkra stúdenta. Meðal þeirra var einn, sem var sonur eins auðugasta manns Bandaríkjanna. Hann spurði Trúman: — Afsakið, en hvernig haldið þér, að ég geti bezt komizt áfram í stjórnmálunum. Truman gaut til hans augunum og svaraði: — Það getið þér strax. Þér eruð þegar byrjaður að nota annarra manna peninga. ★ í Rússlandi fór nýlega fram skoðanakönn- un á vinsældum einstakra hljómplatna. Númer eitt á vinsældalistanum var L. P. — plata með þessum listamönnum: Ella Fitz- gerald, Louis Armstrong, Frank Sinatra og Bing Crosby. Meðal hinna 10 efstu á listanum var plata með rússneska skáldinu, Yvgeni Yevtushenko. Las hann þar upp eitt af baráttuljóðum sínum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.