Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 30
l’IIAEDRA Framh. uf bls. 19. dóttur hennar, sagði ég: „Nei, eiskan, ekki núna.“ „Láttu ekki svona,“ sagði hann, „ég verð að tala við þig.“ Ég horfði í augu hans til að aðgæta, hvort honum væri alvara og það var honum. Meira en það, hann hafði hið slóttuga biik í augum, hið soltna og alvöruþrungna blik, sem var ekkert í sambandi við mig eða nokkurn annan kvenmann — það tilheyrði metnaði hans. Með samblandi léttis og vonbrigða fylgdi ég honum upp. „Hey ðu,“ sagði hann um leið og við vo um komin í skugga stóru sval- a.uia. „Ég verð að fara burtu.“ Veljið Certina, og þér eignist úr, sem þér getið treyst. Certina úrin eru gangviss og þau eru falleg, höggþétt, vatnsþétt og hafa óbrjótanlega fjöður. Árs ábyrgð fylgir. Ö CERTINA-DS „Hvað nú,“ spurði ég og reyndi að sýnast höggdofa, þótt ég hefði búizt við einhverju slíku. „Ég verð að fara til Brussel — í nótt. Það er áríðandi.“ „í nótt?“ „Ó, Thanos! ég hafði hlakk- að til þessarar nætur.“ En ég vissi að hann var upptekinn við einn af þessum mikilvægu samning- um — og þeir voru allir mikilvægir, hver og einn einasti, — jafnvel ekki mín mest tælandi rödd og framkoma gat dreift huga hans. „Ertu aldrei ánægður? Get ég ekki haft þig hjá mér nema tvær vikur í einu?“ Ég vissi að hann myndi ekki taka til- lit til hins ásakandi tóns og bjóst við einhvers konar frávísun. En hann hló. „Nei, mín fagra, þeir eru að rannsaka hinar pláneturnar bara fyrir mig.“ Hann kyssti mig lengi, en ég vissi að hann var strax farinn að hugsa um Brussel.. Þegar hann sleppti mér, and- varpaði ég. „Farðu ... Ég fer og sit hjá Önnu dálitla stund.“ Hann faðmaði mig að sér í flýti og gekk rösklega á braut. Nokkra stund horfði ég á eftir honum, þá á höfnina og nöfnu mína í henni, sem lá ljómandi og stolt undan ströndinni. En nú var önnur reisn yfir henni, mér fannst hún líka eins og grobbin kaupmanns- kona, sem skartað hafði fáeinum dem- öntum. Ég fór niður. Anna sat aftarlega, varla þekkjanleg í rökkrinu í svarta kjólnum sínum. Þegar ég játaði að ég væri þreytt, strauk hún varlega hnakka minn. Svo lengi sem ég man hafa kaldir og sterk- ir fingur hennar lægt þannig reiði mina, æsing og jafnvel ofsabræði. Eftir augna- blik leið mér betur. Við spjölluðum dálítið saman, en ég gat ekki svarað spurningum hennar. Ég gat ekki sagt, hvernig hin skyndi- lega brottför Thanosar hafði svo gjör- samlega eyðilagt ánægju dagsins svo að hún féll saman eins og hús, sem hefur verið leynilega gallað í langan tíma. Við heyrðum þyrlu taka sig á loft og rödd föður míns og þá rödd Andresar. Eftir mínútu var þyrlan farin og allt sem við gátum heyrt var hljóm- listin frá danssalnum. Ég hristi mig og sneri aftur til gestanna. Nokkrum dögum síðar var vitað um SHDDfí KJORINN BÍLLFYRIR (SLENZKA VEGI! RYÐVARINN, RAMMBYGGÐUR , AFLMIKILL OG DDÝRAR I TÉHHNE5KA BIFREIÐAUMBOÐIÐ V0NAR5TRÆTI 12. 51 Ml 37551 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.