Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 18
pliaecl^a
Á sjöunda afmælisdegi brúðkaups
okkar, gaf Thanos mér tvær gjafir:
skipið SS. Phaedru og fallegan gimstein.
Nú eru þau bæði týnd og með þeim
allt annað og allt líf mitt; þau liggja
bæði á hafsbotni, leikfang handa fisk-
unum.
Skipið var fallegt, stórt og myndar-
legt, karlmannlegt í krafti sínum og
kvenlegt í útliti. í huga mér táknaði
það Thanos og mig saman. Það hét
mínu nafni og tilheyrði honum. Mér
fannst það viðeigandi. Það bjó yfir
krafti hans og fegurð minni og sam-
eiginlegu stolti okkar, þótt seinna ein-
kennið sækti það einnig til Dimitri
gamla föður míns, fyrsta og stærsta
útgerðarmannsins og fremsta manns
Grikklands.
Gimsteinninn var tárlaga og hann
dró að sér sólskin þessa vordags, hið
fagnandi skin velgengni okkar.
Hann var í einföldum platinuhring og
þegar ég sá hann, tók ég ofan alla aðra
hringi mína, alla nema giftingarhring-
inn, og lét þá í veski Önnu og
Thanos dró bauginn á fingur minn og
beygði sig því næst niður og kyssti.
Allir voru kátir og hrópuðu: „Phaedra!
Phaedra! Phaedra!“ þangað til þeir voru
orðnir hásir af kampavíni og hrifningu.
Það var dásamlegur dagur. Um morg-
uninn var SS. Phaedru hleypt af stokk-
unum með venjulegri viðhöfn. Thanos
gaf öllum gjafir, byrjaði auðvitað á
föður mínum og endaði á Dimo, skrif-
stofustjóra sínum, sem fékk hið venju-
18 FALKINN
lega sígarettuveski. Þetta var sextug-
asta skip Thanosar.
Við drukkum kampavín og ég hafði
ánægju af að stríða systur minni, sem
aldrei gat dulið afbrýðisemi sína.
Andréas, eiginmaður hennar, átti fleiri
skip en Thanos, en hún hafði góða og
gilda ástæðu til að vera afbrýðisöm. Ég
hafði verið eftirlæti föður míns og ég
átti Thanos sem hún hafði elskað og
gerði kannski enn.
Um kvöldið var skotið flugeldum og
öll Aþena var frá sér numin og stóð
á öndinni þegar eldarnir á himni mynd-
uðu orðið SS. Phaedra, en það var há-
punkturinn. Ég roðnaði af hamingju og
stolti, þegar við hneigðum okkur og
tókum á móti hyllingu á svölum
Skemmtisiglingaklúbbsins.
Lífið var fullt ánægju og yndisþokka
og þegar faðir minn færði upp ballið
með því að leiða mig út á gólfið, kyssti
ég hann á báðar kinnar og faðmaði
hann að mér.
„Æ, jæja, pabbi, ég hef þá ekki vald-
ið þér vonbrigðum, þegar allt kemur til
alls?“ spurði ég eins og ég hefði ekki
fengið nóg af hrósyrðum þennan dag.
Hann deplaði augunum kænlega og
kreisti handlegg minn. „Ég játa, að
þessi drengur þinn er ekkert fífl,
Phaedra, ef þú værir karlmaður myndi
ég ráða þig sem starfsmannastjóra —
segir þetta þér hvaða álit ég hef á dóm-
greind þinni?“
„Drengur, pabbi, drengur? Thanos
er fjörutíu og sex ára og fullvaxinn að
öllu leyti. Og gleymdu ekki að hann á
son, sem er tuttugu og fjögurra ára.“
„Nei, ég gleymi því ekki, og ég vona
að þú gerir það ekki heldur. Þessi son-
ur útlendingsins skýtur einhvern tíma
upp kollinum og hirðir allt, og hann
Dimitri þinn litli, barnabarn mitt, verð-
ur réttur og sléttur skrifstofumaður.“
Út undan mér sá ég að Thanos var
að dansa við Natalie Peteropulos. Hún
þrýsti mjöðmunum að honum, og daðr-
aði við hann. Andlit hans var alveg
hlutlaust og hann brosti dálítið kald-
hæðnislega.
„Sú gamla gefst aldrei upp á
að reyna,“ hugsaði ég sjálfsánægð.
„Hún breytir hárgreiðslunni til að
standast mér snúning. Kjóllinn hennar
er næstum því að detta af lafandi
brjóstum hennar .. .“
„Ég trúi því ekki pabbi,“ sagði ég.
„Thanos hefur varla séð hann síðan
hann var lítill drengur, og þessi náungi
hlýtur að vera enskur í öllu tilliti
nema hvað nafnið snertir. Einnig hef
ég frétt að hann hati Thanos engu síður
en hann hatar mig.“
„Taktu eftir því, sem ég segi, Phaedra
mín litla,“ sagði faðir minn, en nef
hans nam næstum við öxl mína, svo
lítill var hann.
„Taktu eftir því, sem ég segi, dag
nokkurn kemur útlendingur, sem heit-
ir Kyrilis og hirðir allt saman. Hann
bíður þangað til maður þinn — ég segi
enn, að hann sé drengur, hann er svo
kotroskinn — yfirtekur okkur alla. Þá
mun hann gera skyndiárás og hirða
bróðurpartinn."
„Jæja, þá lætur þú drepa hann i
kyrrþey, pabbi, sagði ég en sá um leið
eftir orðum mínum. Fyrir löngu síðan,
löngu áður en ég kynntist Thanos, á
dögum hinnar áhyggjulausu æsku minn-
ar, sem ég framlengdi gegn ráðlegging-
um allra, þangað til ég var orðin tutt-
ugu og sjö ára gömul piparmey, hafði
ég heyrt þennan illa orðróm um föður
minn, Dimitri gamla; hvernig hann
hefði látið drepa mann til að hindra
að einhver áætlun færi út um þúfur.
Nú sá ég að hann var reiðilegur til
munnsins og fann að hann stífnaði all-
ur um leið og hann hætti að dansa og
leiddi mig þegjandi að borði okkar.
„Mér þykir þetta leitt, pabbi. Þú
veizt að ég var að gera að gamni mínu.
Gerðu það fyrir mig, pabbi, vertu ekki
reiður! Hann stanzaði og horfði í augu
mér. Þá brosti hann og kleip mig enn
einu sinni í handlegginn og sagði. „Allt
í lagi, telpa, allt í lagi.“
Þegar ég kom aftur að borðinu, kom
Ercy frænka mín og settist við hliðina
á mér. Hún bar perlurnar, sem Thanos
hafði gefið henni um morguninn, þegar
skipinu var hleypt af stokkunum. Hún
leit svo unglega og sakleysislega út;
kinnar hennar voru rjóðar af hrifn-
ingu. Þetta var einnig fyrsti meirihátt-
ar dansleikurinn hennar. Hár hennar
var greitt upp og það var blóm í því
og er ég leit á hinn fagra vöxt hennar
hugsaði ég óljóst að ég vildi eignast
dóttur einhvern tíma, stúlku, sem ég
myndi ala þannig upp að hún yrði skyn-
söm og sjálfstæð, en samt villt og kær-
leiksrík eins og ég, stúlka sem ég gæti
hlíft við svo marga ókosti uppvaxtar-
ins og leiðbeint. . .
Ercy hvíslaði: „Mamma er afbrýði-
samari út í þig en nokkru sinni fyrr.“
„Ercy!“ sagði ég hneyksluð ekki að-
eins á orðunum heldur og á þekking-
unni og reynslusvipnum, sem kom yfir
barnslegt andlit hennar.
„Phaedra, ég veit allt,“ sagði hún.
„Um hvað?“
„Um Thanos frænda, sem var vitlaus
í mömmu og hvernig hann skildi við
konuna hennar vegna og hvernig þú
komst skyndilega frá Sviss og töfr-
aðir hann.“
Ég leit í augu hennar og undraðist,
hvers vegna henni datt aldrei í hug að
athuga nánar fullyrðingar móður sinn-
ar. Ég var viss um, að ég hafði aldrei
hlustað á sögur móður minnar um æsku
hennar án þess að gagnrýna þær.
,,En Ercy, þú veizt að ég giftist ekki
Thanos fyrr en mörgum árum seinna
en þá varst þú þegar orðin óskammfeil-
in lítil stúlka. Hvers vegna blaðrarðu