Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 16
Rétta* medalið SMÁSAGA EFTIR HENRY SLEASER CHARLIE gleymdi bezta heilræðinu, er hann hafði nokkru sinni fengið. Stóri bróðir hans, Turk, hafði sagt honum það sex mánuðum áður en hann dó, og Charlie hafði hlustað á hrjúf orðin eins og Turk væri prestur að fara með guð- spjallið. „Dreptu gamlar kerlingar,“ hafði Turk sagt honum. „Gerðu út af við smábörn. En hvað, sem þú gerir, Charlie, dreptu aldrei löggu.“ En Charlie hefði gleymt því. Og þeg- ar sírenan vældi í strætinu, sem lá upp í borgina, og þegar bláklæddu menn- irnir höfðu komið hlaupandi niður öngstrætið, þar sem hann var í felum, hafði Charlie misst stjórn á sér og skot- ið. Fremsta löggan hafði rekiS upp skrít- ið óp og steypzt á höfuðið. Hinir höfðu svarað Charlie í sömu mynt, en aðeins ein kúlan hafði hitt í mark og lent í læri Charlies, en honum tókst að halda áfram að hlaupa, eins og fjandinn væri á hælum hans, unz hann náði öruggum samastað. Hann var örmagna, kvalinn af sárs- auka og skjálfandi á beinunum, en Charlie var frjáls. Og peningarnir? Peningarnir voru enn í ferðatöskunni, nærri tvær milljónir í litlum seðlum, nóg til að hann kæmist burtu undan hinni lífshættulegu reiði, sem lögreglu- drápið mundi valda. En hann þurfti að ljúka ákveðnu er- indi fyrst. Hann náði í leigubíl til að bregða sér heim til Doc Sanchez, og staulaðist inn í hrörlega skrifstofu gamla læknisins, þar sem hann baðst ásjár. „Þú ert ekki svo illa farinn,“ hafði Dock sagt, og vínþefinn lagði framan í Charlie. „Kúlan fór beint í gegn, svo að við þurfum ekki að kanna sárið. Ég hreinsa það bara dálítið og bind um það; það verður alveg gróið eftir nokkr- ar vikur. Hlífðu fætinum, ef þú getur.“ „Ef ég get?“ sagði Charlie, og lang- aði til að hlæja, en kenndi of mikið til. „Ertu að grínast, Doc? Ég verð að flýta mér út úr borginni. Hlustarðu ekki á útvarpið?“ „Ekki eftir að sjónvarpið kom. Hvað er í útvarpinu?“ „Löggur og þorparar að kynna mig. Þeir eru að útvarpa lýsingu á mér á fimm mínútna fresti.“ „Hvað gerðirðu, bankarán?" „Ne-ei!“ Charlie virtist misboðið; Það væri of mikið veður út af nokkrum seðlum. „Ég brauzt inn í skartgripa- verzlun. Náði ekki í mikið. En þeir láta 16 FALKINN eins og ég sé Dillinger eða einhver, út af þessari löggu.“ „Hvaða löggu?“ „Einhverri löggu, sem ég varð að skjóta. Þú veizt, hvernig þeir eru, Doc, þeir hafa gagnkvæmt varnarbandalag með sér. Þeir eru ekki hrifnir af því, að löggur meiði sig,“ „Drapstu hann?“ Doc virtist skelfd- ur; hendur hans skulfu meira en venju- lega, þegar hann vafði umbúðunum utan um fótinn á Charlie. „Hvernig ætti ég að vita það? Ég beið ekki eftir sjúkdómsgreiningunni. Uss! Heyrðu, vertu rólegur. Það er sárt Doc.“ Hann andvarpaði; Charlie geðjaðist ekki að sársauka. „Geturðu ekki gefið mér eitthvað, Doc? Þetta er helvíti sárt.“ „Ég geymi ekki lyf hérna, Charlie, þú veizt það. Ég hefði þá alla skálka í nágrenninu á hælunum á mér.“ „Gefðu mér þá lyfseðil, ha?“ „Allt í lagi. En fáðu hann ekki af- greiddan hér í kring; það er óþarfi að tefla á tæpasta vað.“ „Eins og þú segir, Doc. En flýttu þér. Fljótur!" Hann haltraði út með lyfseðilinn í frakkavasanum. Hann náði í leigubíl, sem átti leið framhjá, og bað bílstjór- ann að aka að gatnamótunum, þar sem hann bjó, þakklátur yfir að ekki var opið útvarp í bílnum. Það var lyfjabúð, sem var opin allan sólarhringinn, ná- lægt heimili hans; þar fengi hann lyfið og væri síðan á bak og burt. „Það er hérna,“ sagði hann, þegar þeir nálguðust hálfslökkt neon-skiltið á lyfjabúðinni. Hann greiddi bílstjóran- um, reikaði kæruleysislega inn í búðina og haltraði meira en efni stóðu til. Þetta var gamaldags lyfjabúð, þar sem allt var á tjá og tundri, og þúsund- ir rykugra flaskna í hillum. Gamal- mennið, sem átti búðina, sat fyrir inn- an og malaði eitthvað í kvörn. Aðstoð- armaður hans, sköllóttur, ungur mað- ur með fjörlaus augu, var við afgreiðslu- borðið. Charlie beið, þagnað til kona nokkur hafði fengið sig afgreidda; þá gaf hann sig fram og rétti manninum lyfseðilinn. Hann leit á miðann og sagði: „Þetta tekur fáeinar mínútur. Viljið þér bíða?“ „Já, vissulega. Ég ætla að bíða,“ sagði Charlie. Hann setti stút á varirnar, til- búinn að flauta kæruleysislega, þegar hann heyrði rödd hljóma inn af búðinni. Hann gat ekki greint orðin, en stöðugt, vélrænt hljóið gaf til kynna, að það væri útvarp í gangi í bakherberginu. Hann titraði af hræðslu, og önnur hönd- in leitaði að sjálfvirku skammbyssunni í buxnavasanum .Var það ímyndun hans? Eða horfði sá sköllótti forvitni- lega á hann? „Hr. Fletcher?“ Aðstoðarmaðurinn klóraði sér í hnakkanum. „Hr. Fletcher, getið þér tekið við öðr- um lyfseðli?“ „Hvað er það?“ „Það er kominn viðskiptavinur með lyfseðil, hr. Fletcher. Haldið þér, að þér getið afgreitt það núna?“ „O, já, vissulega, Vernon. Komið með það.“ Aðstoðarmaðurinn fór inn fyrir, og Charlie reyndi að greina eitthvert lág- vært samtal, sem gæti átt sér stað. Hvað gerðist, ef aðstoðarmaðurinn væri að segja gamla manninum frá honum? Hvað gerðist, ef þeir hefðu sima fyrir innan? Hann gat ekkert heyrt fyrir suðinu í útvarpinu. Þegar aðstoðarmaðurinn kom fram aftur, þóttist Charlie vera að skoða rakblöð af miklum áhuga. „Vantar yður eitthvað fleira, herra?“ sagði aðstoðarmaðurinn og brosti svo að skein í hvítar tennurnar; sölumaður fram í fingurgóma. „Ekkert,“ sagði Charlie. „Flýtið yður aðeins að afgreiða lyfseðilinn.“ „Það tekur aðeins augnablik, herra.“ Sársaukahviða fór um fót hans og allt uppí ennið. Charlie reyndi að lina þján- ingarnar með því að lyfta fætinum frá gólfinu. Hann fann svitann merla á and- liti sínu. „Er eitthvað að?“ „Nei, ekki neitt. Skiptið yður ekki af því, maður minn.“ „Já, herra,“ sagði aðstoðarmaðurinn. Maður kom inn og kvartaði um melt- ingartruflun. Bam kom inn og keypti frímerki. Kona kom inn og hvíslaði pöntun sinni að afgreiðslumanninum. Og í bakherberginu baukaði gamli maður- inn, sem átti búðina, við krukkur sínar og flöskur, eins og ruglaður af öllum þeim ósköpum af dufti og töflum, sem voru þar á boðstólum. „Hver andskotinn!“ sagði Charlie hörkulega. „Af hverju er hann svona lengi?“ „Það tekur aðeins augnablik,“ sagði afgreiðslumaðurinn brosandi. „Það er fjandi langt augnablik.“ Framh. á bls. 37.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.