Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 38
Rétía meðalið Framh. af bls. 37. aðist um og kvaddi herbergið með háðs- brosi. Síðan opnaði hann dyrnar og fór út. Hann var í þann veginn að taka lyk- ilinn úr skráargatinu, þegar hann heyrði fótatak í stiganum. Hann snérist á hæli og þreifaði eftir skammbyssunni með hægri hendi. Þá sá hann sköllótta manninn frá lyfjabúðinni koma upp stigann, gapandi af mæði. „Tíkarsonur!“ öskraði hann. „Svo að þú eltir mig....“ Afgreiðslumaðurinn hikaði, studdi sig við handriðið og svipaðist um. Það var hlægilegt; fíflið var í miðjum stig- anum, hann gat ekki farið upp og hann gat ekk ifarið niður. Charlie kynni að hafa hlegið að stellingum hans, en hann var of reiður. Hann dró upp skammbyss- una og miðaði henni vandlega. Hann sá andlit mannsins afmyndast, þegar hlaupið kom í ljós, og þá tók hann í gikkinn. Það var ekkert anldit lengur, þegar reykurinn var horfinn, en furðu- legt, að maðurinn hélt enn um hand- riðið. Andartak hélt Charlie, að and- litslaus líkaminn ætlaði að hlaup upp stigann á eftir honum, og varð næstum örvita af hræðslu. En þá gerði dauði maðurinn það skyndilega. Hann steypt- ist niður dúklagðan stigann, tröppu af tröppu, og gaf frá sér ljótt hljóð á stiga- pallinum, hljóð blóði drifið og korr- andi. Charlie starði á hann, en aðeins andar- tak. Síðan hentist hann niður tröpp- urnar, stökk yfir líkið, og skoppaði út um dyrnar. Það var dimmt og kyrrt á strætinu fyrir utan. Hann var hólpinn. Hann heíði næstum því getað verið hamingjusamur, en sársaukinn í fætin- um var of stingandi. Hann klappaði á frakkavasann til að finna þá þægilegu tilfinningu að vita af lyfjaglasinu á sínum stað. Löggurnar fylgdu Fletcher gamla inn í anddyri hússins. Gamli maðurinn var kjökrandi, jafnvel áður en hann sá líkið, en angistarkvein hans vakti enga samúð hjá lögreglunni. „Þarna er hann,“ sagði ein löggan. „Er þetta aðstoðarmaður yðar?“ „Já,“ sagði gamli maðurinn. „Já, það er Vernon. Hver gæti drýgt slíkan verknað?“ „Við vitum hver gerði það. Maður að nafni Charlie Pugh. Náungi, sem við erum að leita að. En hvern fjandann var aðstoðarmaðurinn yðar að gera hér?“ „Það er mín sök,“ stundi Fletcher, og þurrkkaði sér um augun með erm- inni. „Það er allt mér að kenna. Ég sendi hann, veslings Vernon.“ „Hvers vegna? Til hvers?“ „Af því að mér urðu mistök. Hræði- leg mistök .... varðandi lyfseðil- inn......“ ‘ „Hvaða lyfseðil?" „Ég veit ekki hvernig það vildi til. Ég er alltaf svo varkár. En ég gaf mann- inum eitur, hræðilegt eitur. Ef hann gleypir töflurnar, deyr hann. Ég sendi Vernon um nágrennið til að leita að honum, til að aðvara hann........“ Löggurnar litu hvor á aðra. „Þið verðið að skilja mig,“ sagði gamli maðurinn. „Ég er ekki ungur lengur. Ég geri skyssur. En aldrei neitt þessu líkt. Ef þið kærið mig.......“ „Hafið ekki áhyggjur af því, lags- maður,“ sagði önnur löggan. „Ég heyrði ekki orð af því, sem þér sögðuð. En þú, Phil?“ „Hver, ég?“ Hin löggan yppti öxlum. Ég veit ekki, um hvað gamli maðurinn er að tala.“ Hann klappaði lysalanum á herarnar. „Hafið ekki áhyggjur af því,“ sagði hann. Fálkinn fiýgur út 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.