Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 23
Hann rannsakaði fótlegg hennar og þegar hún sá hann beygja höfuðið, fékk hún allt í einu löngun til þess að strjúka honum um hárið. — Sárið er ekki mjög djúpt, sem bet- ur fer, sagði hann. Þegar augu þeirra mættust, var andlit hans sem lokað. Það var eins og hann gætti sín vel og yfirvegaði hvert orð, sem hann sagði. — Það grær fljótt. Ég skal binda um það strax og við komum heim. Það er bezt að þú klæðir þig núna strax. Við þurfum að koma okkur heim. Hvað hafði nú gerzt þeirra í milli? Allt þar til nú hafði þetta verið dásam- legur dagur. Djúpið milli þeirra hafði grynnzt. Meg hafði verið svo glöð yfir að sjá hvernig Robert varð smátt og smátt eins og hann átti að sér, hvernig andlitsdrættir hans mýktust og óstyrk- ur hans hvarf. En nú var hann aftur þungbúinn og hugsandi. Eitthvað hafði einnig gerzt hið innra með henni. Vonbrigði hennar voru svo mikil, að á þessari stundu var henni næstum illa við Robert. Hún var svo reið honum, að hún átti fullt í fangi með að hafa stjórn á sér. — Sólin sezt brátt, sagði hann þeg- ar þau höfðu lokið við að snæða nestið. — Straumurinn breytist og við megum hraða okkur ef við eigum ekki að fá hann á móti okkur heim. Þannig lauk sem sagt þessum dásam- legá degi. Meg og maðurinn sem hún hafði gifzt voru jafn framandi hvort öðru sem fyrr .... og þannig mundi það að öllum líkindum verða áfram. Meg kom aftur til Cliff House döpur og niðurdregin. Frú Verney hlaut að svipast um eftir þeim, því að hún tók á móti þeim í anddyrinu. — Ég bjóst ekki við ykkur svona snemma, sagði hún. — Það fór að kólna, útskýrði Robert. — Ég vil ekki fá te, bætti hann við, gekk rakleitt inn í vinnuherbergi sitt og skellti hurðinni á eftir sér. Ráðskonan snéri sér að Meg og horfði hvasst á hana: — Hvað gerðirðu, sem kom honum aftur úr jafnvægi? — Ekkert! Ekkert sem ég veit um! Meg langaði til að segja henni, hversu vonsvikin hún væri, en svipur frú Verney var ekki þess legur, að hún þyrði að trúa henni fyrir því. — Hefur nokkuð gerzt hér í húsinu, meðan við vorum í burtu? spurði hún. — Mér sýnist fleiri vera í æstu skapi en Robert. Ráðskonan andvarpaði þungan. — Hversu vel þekkir þú Bruce Prest- on, spurði hún. Spurningin kom yfir Meg eins og þruma úr heiðskíru lofti. — Ég hef hitt hann nokkrum sinn- um .... veit svona hver hann er .... það er allt og sumt, sagði hún. — Hve oft hefur þú hitt hann? Meg roðnaði og henni hitnaði í skapi: — Hvað meinarðu með því að yfir- heyra mig á þennan hátt? — Það liggur bréf til þín frá Bruce Preston á borðinu í forstofunni. Hversu lengi hafið þið skrifazt á? Án þess að bíða svars, strunsaði frú Verney fram í eldhúsið. Meg hrukkaði ennið og fór og sótti bréfið. Hvers vegna í ósköpunum skrifaði Bruce Preston henni bréf? Hún reyndi að streitast gegn forvitni sinni, en loks reif hún bréfið upp. Það var' örstutt, en innihaldið gerði samt það að verkum, að hjarta hennar tók að slá hraðar en það átti vanda til: „Ég verð að hitta yður. Komið í kof- ann minn, í kvöld, þegar dimmt er orðið“. Hún tók bréfið með sér inn í svefn- herbergi sitt og settist á rúmstokkinn. Hvaða erindi átti Bruce við hana? Hvers vegna átti hún að heimsækja hann í kofann hans .... og það eftir að dimmt var orðið? Hún fann ekkert svar við þessum spurningum. En því meir sem hún hugsaði um bréfið, því ákafari varð hún. Það vakti með henni svo margar minningar .... minningar um fyrsta fund þeirra. Hún hafði orðið ástfangin af honum, strax við fyrstu sýn. Var hún enn hrifin af honum, enda Sjá næstu síðu. FALKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.