Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 29
LITLA SAGAIM EFTIR WILLY BREIIMHOLST ATBURÐUR KL. 2.15 EFTIR MIÐNÆTTI Hann kíkti á það. — Hafið þér einhver skilríki á yður? sagði hann enn. Vitaskuld vaknaði með mér öryggiskennd, þegar mér var ljóst að samborgarar mínir höfðu áhuga á eignum mínum og höfðu jafnvel gætur á þeim kl. 2.15 eftir miðnætti, svo að enginn hlypi á brott með þær; ég stakk því hendinni í vasann eftir veskinu, en í því átti ökuskírteinið mitt að vera. Þá mundi ég allt í einu, að ég hafði gleymt veskinu mínu í koksgráa jakk- anum mínum. — Veskið mitt er inni í húsinu. — Nú já, þá þýðir víst ekki fyrir yður að streitast á móti. Þér verðið að fylgja mér niður á stöð. — Kjaftæði, ég er búinn að eiga þetta hús í 15 ár. — Svo. Hvað er fasteignamatið? Ég varð að játa, að ég hafði ekki hug- mynd um það. Maðurinn virtist æ verða sannfærðari um, að hann hefði þegar unnið stórt afrek á sviði lögreglumála. Hann gekk upp að 'aðaldyrunum og hringdi. — Ég get andskotann ekki opnað, svo lengi sem ég stend fyrir utan, sagði ég gramur. Én maðurinn hafði þegar sam- ið kenningu um það, hvers vegna hring- ingu hans var ekki svarað. — Eigandinn er sjálfsagt í sumarfríi, og það vitið þér og þess vegna hafið þér reynt innbrot. Þér hafið ráðgert að stela silfurborðbúnaðinum. Nú kom- ið þér með mér á stöðina . . eða viljið þér, að ég þurfi að beita yður hörðu . . .? Hann hnyklaði brúnirnar, — Nei, heyrið þér nú, sagði ég fljót- mæltur, ef þér efizt um, að húsið sé mín eign, þá ættuð þér að hjálpa mér að brjóta upp gluggann, svo að ég geti skriðið inn og sótt ökuskírteinið mitt. Ef myndin í því líkist mér ekki, þá get- ið þér farið með mig á stöðina. Maðurinn hugsaði sig um. — Ókey, sagði hann og greip um sporjárnið. Andartaki síðar var rúðan úr glugganum og ég skreið inn. Meðan ég skreið upp stigann í kjallaranum heyrði ég samtal, sem átti sér stað úti í garðinum. — Segið mér, hvað gengur á þarna? Ég læddist út að glugganum. Fyrir framan húsið hafði lögreglubíll numið staðar og tveir lögregluþjónar stóðu ógnandi fyrir framan slátrarann. — Maðurinn komst ekki inn, umlaði hann, og þá hjálpaði ég honum að ná rúðunni úr. Hann 'fann ekki lykilihn sinn. — Já, þetta höfum við heyrt áður, gömul saga, síður én svo gágnmerk. Nafn yðar og heimilisfang. — Ottó Pétursson, slátrari, Víðavangi 17. — Hafið þér einhver skilríki? Hafið þér ökuskírteini? — Já. — Megum við líta á það? Slátrarinn rótaði í vösum sínum. — Ég hef nú bara þennan reikning frá Borginni, muldraði hann. Ég hlýt að hafa gleymt ökuskírteininu í vasan- um á hinum buxunum mínum. En laganna verðir tóku slíka sögu ekki gilda. — Fram með lúkurnar, sögðu þeir, og svo small í handjárnunum. Willy Breinholst. Já, hr. Holmes, þetta var öll sagan. Við sátum hljóðir stundarkorn, því næst spurði Sherlock bróður sinn, hvað hann hefði hugsað sér. Mycroft kvaðst hafa birt auglýsingu. Hann náði í dag- blað og las upphátt: „Sá, sem getur gefið upplýsingar um Grikkja að nafni Paul Kratides frá Aþenu og gríska konu, sem heitir Sophia, mun hljóta ríkulega þóknun. Svarið X 2473.“ Mycroft sagðist ennfremur hafa snú- ið sér til gríska ræðismannsins. Hann vissi ekkert. — Við skulum senda skeyti til lög- reglunnar í Aþenu, sagði Sherlock. — Aha, aha, Sherlock hefur hlaupið kapp í kinn fyrir alla ættina, andvarp- aði Mycroft. En taktu nú bara málið að þér. Við kvöddum Mycroft og Melas. Á heimleið fór Sherlock inn á ritsímastöð og sendi mörg símskeyti. — Sjáðu til, sagði hann síðar, að kvöldinu hefur ekki verið eytt til eins- kis. Við höfum fengið skemmtilegt vandamál við að glíma, og lausn þess þolir enga bið. Við ræddum málið fram og aftur. Sennilega var það svo, að gríska stúlkan hafði komið í heimsókn til Lundúna — hún kunni þó dálítið í ensku — og að ungi maðurinn, sem kallaður var Harold Latimer, hefði einhvern veginn kynnzt henni. Paul Kratides var áreið- anlega ættingi, kannski bróðir hennar, og hann hafði komið beint frá Aþenu til að kippa öllu í lag. Hann var ógæt- inn og féll í hendur Latimers og söku- nautar hans, hins lotna. Skjölin, sem átti að skrifa undir, voru vafalaust um- boð í einhverri mynd. Paul var senni- lega fjárhaldsmaður Sophiu, og hún átti ef til vill mikil auðævi, sem áttu að skipta um eiganda án vitundar hennar. Þetta var ekki svo fjarri lagi, það vorum við sammála um. — Það verður víst erfiðara að hafa uppi á þessu leyndardómsfulla húsi, sagði ég. — Sophia Kratides — ef hún heitir það þá — hlýtur að hafa búið um hríð í Lundúnum, áður en hún hitti Latimer, benti Holmes á. Og hver gerði boð eftir Paul? Éf við gerum nú ráð fyrir, að Framh. á bls. 36. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.