Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 22
ÖRLAGA DÓMUR FRAMHALDSSAGA EFTBR GARETH ALTON - 9. HLUTI Hún fölnaði. Henni hafði með öllu yfirsézt að reikna með þessum mögu- leika. — Kvæntur aftur, tautaði hún og trúði ekki sínum eigin eyrum. — Einmitt! og þegar þú færð að sjá nýju konuna hans, þá muntu undrast enn meir. Hann sagði henni í stuttu máli frá stúlkunni, sem léki tvíburasystur henn- ar og segðist vera frá Ástralíu. — En ég veit hver hún er í raun og veru, bætti hann við. — Lögreglan leit- ar að henni. Robert breytti andliti hennar og kvæntist henni. Ef til vill er hann orðinn ástfanginn af henni. Hún er lifandi eftirmynd þín hvað út- litið snertir. Hún er jafn falleg og þú. Nella .... og áreiðanlega miklu trygg- lyndari og staðfastari. Augu Nellu skutu gneistum. Hún var særð .... og jafnframt óttaslegin. — Þegiðu! hrópaði hún. — Þú ert búin að missa hann að fullu •og öllu. — Svo þú heldur það! En bíddu bara þangað til ég kem aftur til Cliff House. Hann brosti. — Ef þú lætur sjá þig í Cliff House, gerirðu Robert mikinn greiða. Hugsaðu þér hvílíkur léttir það verður fyrir hann að vita að þú ert enn á lífi. Þá losnar hann loksins við sjálfsásökun- ina og samvizkubitið. Hann snarþagnaði og hrukkaði ennið. Stundarkorn stóð hann og virtist hugsi. Loks greip hann í handlegginn á Nellu og sagði ákafur: — Þú mátt ekki láta nokkurn mann sjá þig! — En....... — Mér dettur ráð í hug, greip hann fram í fyrir henni. — Ég get ekki sagt þér frá því núna. Ég heyri, að Jules er á léið út, við tölum nánar um þetta, þegar við komum heim. Bruce brosti og virtist harðánægður með sjálfan sig, þegar Jules kom á vettvang. Nella brann í skinninu eftir að vita, hvaða ráð honum hafði dottið í hug .... manninum sem hún unni svo heitt..... FALKINN Ferð til Munkaeyja! Meg hafði verið svolítið í vafa, þegar hún ákvað að fara þangað með Robert. En nú var hún fegin að hún skyldi vera því hlynnt. Það var frú Verney, sem fyrst hafði sagt henni frá þessari eyju með rústum gamals klausturs. Meg tók eftir því, að Robert virtist ekki sérlega fýsinn i að fara þetta með henni. Hann var þögull allan tímann meðan þau sigldu í bátnum. En þetta var dásamlegur dag- ur og þegar þau sáu eyjuna, rauf hann þögnina: — Það er svo sem ekki margt að sjá þarna, sagði hann. — Eintómar rústir. Vindur og vatn hafa stöðugt unnið á gömlu múrveggjunum. Meg hafði vonað, að förin yrði til þess, að Robert vaknaði af dvalanum. Hún bað hann um að segja sér meira frá eyjunni. Orð hans voru slitrótt og stirð fyrst í stað, en smátt og smátt tók hann að lifa sig inn í eigin frásögn. Skyndilega fór hann að hlæja. — Ég hlýt að hafa talað um þetta klaustur núna í fleiri klukkutíma. Þú ert auðvitað orðin dauðleið á mér fyrir löngu. Hún hafði ekki tekið eftir öllu sem hann sagði, af því að hún var svo upp- tekin af að horfa á hann og virða hann fyrir sér. Hann var allt í einu orðinn svo líflegur. Áhyggjusvipurinn var horf- inn af andliti hans. Nú hló hún að orð- um hans. — Segðu mér meira seinna, bað hún. Síðan snéri hún höfðinu mót sólu. Það var heitt og unaðslegt veður. Frú Verney hafði búið þeim nesti. — Eigum við að borða núna, eða bíða, þangað til við erum búin að baða okkur. — Ég gleymdi sundskýlunni, sagði hann. — Reyndar er ég ekkert sérlega mikið fyrir að baða mig. Ég ætla held- ur að sitja og horfa á þig. Litlu seinna var hún komin út í og búin að synda talsverðan spöl frá landi. Henni varð hugsað til þess, er hún bað- aði sig síðast . . .. í flóanum fyrir neðan Cliff House. Þá hafði líf hennar verið ótryggt og óttalegt. Og hún hafði orðið að taka afstöðu til erfiðs vandamáls: Hvort hún ætti að þiggja boð mannsins, sem hún var nú gift. Hafði hún valið rétt? spurði hún sjálfa sig og synti aft"-: í áttina til lands^ Hvað sem því leið fannst henni hún vera hamingju- söm á þessari stundu. Ef til vill var það hið dásamlega veð- ur, sem gerði það að verkum? Hún þorði ekki að slá því föstu, að maðurinn, sem sat á ströndinni og horfði á hana, væri aðalorsökin. — Maturinn er tilbúinn, hrópaði hann. — Við borðum, þegar þú ert búin að þurrka þér. — Ég kem, kallaði hún og brosti til hans. Hann virtist svo miklu yngri í dag. Frú Verney hafði sagt, að Robert væri í rauninni bæði léttlyndur og skemmtlegur. Meg fannst eins og hann væri nú sem óðast að verða eins og hann ætti að sér. Hann brosti oftar en áður, og bros hans yljaði henni um hj artaræturnar. — Ég kem strax, Robert! Allt í einu rak hún upp óp. Hún hafði hnotið um stein í flæðarmálinu. — Meg! Meiddirðu þig? Án þess að skeyta um að hann vökn- aði, hljóp hann út í og bar hana var- færnislega í land. — Þetta er vonandi ekki neitt hættu- legt, tautaði hún. . — Láttu mig dæma um það, sagði hann næstum hvasst. — Sittu nú kyrr hér. Ég skal fara varlega. 22

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.