Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Qupperneq 12

Fálkinn - 24.04.1963, Qupperneq 12
Og sagan um gríska túlk- inn EFTIR SIR ARTHUR CONAN DOYLE Ég hafði verið náinn vinur Sherlock Holm- es í mörg ár, án þess að hann minntist nokkru sinni á vandamenn sína eða bernsku við mig. En sumarkvöld eitt, þegar við skeggræddum arfgenga eiginleika og ég drap á athyglisgáfu hans og hæfileika til að álykta, svaraði hann, að þetta væri meðfætt. Ég spurði: — Hvers vegna heldur þú, að það sé arf- gengt? — Af því að Mycroft bróðir minn hefur sömu hæfileika, aðeins í ríkara mæli. Þetta voru sannarlega fréttir! Ég undraðist hvernig það mætti vera, að hvorki lögregla né almenningur vissi neitt um það, að til væri annar maður þvílíkum gáfum gæddur. — Kæri Watson, sagði Holmes brosandi, meðal vissra aðila er hann mjög vel þekktur. Til dæmis í Diogenesklúbbnum. Það er ef til vill sérkennilegasti klúbbur Lundúna, og Mycroft er einn af einkennilegustu mönn- um i borginni. Hann er alltaf í klúbbnum frá því að klukkuna vantar fimmtán mínút- ur í fimm þangað til hún er tuttugu mínútur gengin í átta. Nú er klukkan sex. Við getum gengið smáspöl. Það verður mér ánægja að kynna þig fyrir honum. Við gengum niður götuna og héldum í áttina til Regent Circus. — Þú ert víst hissa á því, hvers vegna bróðir minn fæst ekki við leynilögreglustörf, sagði Holmes. En það getur hann ekki. — Þú sagðir, að hann væri duglegri en þú. — Já, hann býr yfir betri athyglisgáfu en ég. Stendur mér einnig framar, þegar um er að ræða að draga ályktanir. En hann skortir metnaðargirni og framtakssemi. Hann nennir aldrei að sannfæra aðra um, að það séu hans úrlausnir, sem eru þær réttu. Ég hef oft farið til hans með vandamál mín og fengið skýr- ingu, sem kom í ljós að var rétt — en hann hefði aldrei getað sannað kenningar sínar fyrir kviðdómi. — Hvaða atvinnu stundar hann? — Ja, það sem er atvinna mín er eins konar tómstundagaman hans. Hann er stærð- fræðingur. Starfar sem endurskoðandi í ráðu- neyti. Hann býr við Pall Mall, gengur á hverjum morgni fyrir hornið til Whitehall og sömu leið heim á hverju kvöldi. Ár eftir ár, aldrei annað. Fer ekkert nema í Diogenes- klúbbinn, sem er beint á móti heimili hans. — Ég man ekki eftir, að ég hafi nokkurn tíma heyrt nafnið, sagði ég. — Því get ég vel trúað. Það eru til margir mannfælnir menn í Lundúnum. Þeir vilja ekki tala við aðra, heldur sitja í hæginda- stólum og lesa blöð. Diogenesklúbburinn var stofnaður fyrir slíka menn. Enginn klúbb- félagi má gefa öðrum gaum. Enginn má segja orð nema í heimsóknarstofunni. Þrjú brot á þessari reglu varða brottrekstri. Bróðir minn er einn af stofnendum klúbbsins. Sjálfur hef ég oft notið góðs af þeirri kyrrð, sem þar ríkir .. . Við vorum komnir að húsi klúbbsins og gengum inn í anddyrið, eftir að Holmes hafði varað mig eindregið við að mæla orð frá munni. í gegnum stóra glerrúðu sá ég inn í stórt og skrautlegt herbergi, þar sem margir karlmenn sátu og lásu hver í sínu horni. Vinur minn beindi för okkar til lítils her- bergis, sem sneri út að Pall Mall; síðan brá hann sér frá andartak og kom aftur í fylgd með manni nokkrum. Ég sá strax, að þeir voru náskyldir. Mycroft Holmes var stærri og gildari og eldri en Sherlock. Hann var feitur, en and- litið var jafnskarpleitt og bar vott um sömu viljafestu og auðkenndi bróðurinn. Augun voru sérstaklega björt, augnaráðið eins og maðurinn væri stöðugt utan við sig. — Það gleður mig að kynnast yður, dr. Watson, sagði hann og rétti mér stóra hönd- ina. Síðan þér fóruð áð skrifa um Sherlock, heyrir maður alls staðar talað um hann. Bræðurnir fóru að ræða mál, sem þeir höfðu leyst í félagi. Síðan settumst við við gluggann, og Mycroft sagði: — Hérna er rétti staðurinn fyrir þann, sem vill athuga mannlífið. Sjáið til að mynda þessa tvo þarna. — Áttu við knattborðsmanninn og félaga hans? — Einmitt. Hver heidurðu að hann sé? Tveir menn komu gangandi eftir götunni og staðnæmdust fyrir utan gluggann. Nokkr- ir krítarblettir fyrir ofan vestisvasa annars 12 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.