Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Síða 13

Fálkinn - 24.04.1963, Síða 13
þeirra var eina merkið um knattborð, sem ég gat tekið eftir. Hinn var lágvaxinn, úti- tekinn, með hattinn á hnakkanum og hélt á böggli og fleira smádóti. — Fyrrverandi dáti, sagði Sherlock. — Hefur fengið lausn fyrir skömmu, sagði Mycroft. — Hefur gengt herþjónustu í Indlandi, sé ég. — Undirforingi. — Hann er ekkjumaður. — Á eitt barn. — Nei, hann á fleiri börn, kæri vinur. — Nei, heyrið þið nú herrar mínir, sagði ég hlæjandi. Nú er mér nóg boðið. — Nú, þetta er ekki svo erfitt að greina, sagði Sherlock. Hann hefur limaburð her- manns. Á svip hans sést, að hann er vanur að skipa fyrir. Sólbruninn bendir til her- þjónustu í Indlandi. — Og hann getur ekki hafa fengið lausn fyrir mjög löngu síðan, mælti Mycroft. Hann er enn í dátastígvélunum. — Hann gengur ekki eins og riddari. En hann hefur haft einkennishúfuna skakka á höfðinu — þar er hann ekki eins sólbrenndur. — Og hann er í sorgarklæðum, sagði Mycroft. Djúp sorg — hann hefur misst einn af ástvinum sínum. Hann er sjálfur úti að verzla, það getur bent til, að konan sé látin. Hann hefur meðal annars keypt nokk- ur ieikföng. Hringlan bendir til, að eitt barn- anna sé kornungt. Líklega dó konan af barns- förum. Hann er með myndabók undir hend- inni. Það hlýtur að vera að minnsta kosti eitt barn í viðbót, sem hann hefur hugsað til. Eg fór að skilja, hvers vegna Sherlock full- yrti, að bróðir sinn væri duglegri en hann. Mycroft virtist hugsi og sagði: — Til að ræða um eitthvað annað, Sher- lock, ég hef komizt á snoðir um leyndardóm, sem hlýtur að vera þér sérstaklega að skapi. Ég er ekki nógu duglegur til að leysa það sjálfur, en þú vilt kannski heyra nánar um það? — Með mestu ánægju, sagði Sherlock. — Mycroft hripaði nokkrar línur á papp- írsmiða, og afhenti þjóni. — Ég hef gert hr. Melas boð um að koma hingað, útskýrði hann. Hann býr í sama húsi og ég; við þekkjumst dálítið, þess vegna leitaði hann til mín í vandræðum sínum. Melas er Grikki. Mikill málamaður, hef ég heyrt sagt. Hann er dómtúlkur og leiðsögu- maður auðugra ferðamanna frá Austurlönd- um nær. En það er bezt að hann segi sjálfur frá þessu einkennilega máli. Eftir nokkrar mínútur kom inn maður lágur og gildvaxinn, gulleitur á hörund og með kolsvart hár. Enda þótt suðurlandasvip- urinn leyndi sér ekki, talaði hann reiprenn- andi ensku. Hann heilsaði Sherlock Holmes innilega og var bersýnilega ánægður yfir, að hinn frægi leynilögreglumaður vildi taka mál hans að sér. — Ég er viss um, að lögreglan mundi aldrei trúa mér, sagði hann, en ég verð ekki í rónni, fyrr en ég hef komizt að raun um, hvað varð um veslings manninn með allan heftiplásturinn á andlitinu. — Áfram með söguna, mælti Holmes. — Það er miðvikudagur í dag — það eru því tveir dagar síðan allt þetta gerðist. Þar sem ég er allvel þekktur sem grískur túlkur, kemur það oft fyrir, að send séu boð eftir mér á öllum tímum sólarhrings. Því varð ég engan veginn undrandi á mánudagskvöldið, þegar mig heimsótti maður, sem kallaði sig Latimer, myndarlegur, ungur maður, sem bað mig um að koma með sér í vagni, sem beið hans fyrir utan. Grískur vinur hans var kominn til Lundúna í viðskiptaerindum, en kynni aðeins móðurmálið. Hann gat þess einnig, að sjálfur ætti hann heima alllangt í burtu, einhvers staðar í Kensington. Ég fór með honum og tók brátt eftir því, að þetta var ekki venjulegur vagn, öllu held- ur einkafarartæki. Við héldum af stað og vorum brátt komnir í Oxford Street. Ég veitti því athygli, að það væri krókur, ef við ætl- uðum til Kensington, en þegar ég hafði orð . á þessu, brást Latimer mjög undarlega við. Hann dró upp stutt barefli með blýkúlu á endanum og lagði við hlið sér í sætið. Því næst dró hann upp rúðurnar báðum megin — og var bréf límt á þær, svo að ég gat ekki séð út. — Mér þykir leitt, hr. Melas, sagði hann. — En þér megið ekki sjá hvert við ökum. Ég gæti orðið fyrir óþægindum, ef þér fynd- uð staðinn aftur. Ég varð auðvitað mjög undrandi. Latimer virtist vera vel að manni og var þar að auki vopnaður. Ég stóðst honum ekki snúning. Ég vakti athygli hans á, að lög væru brotin á mér, og þá lofaði hann, að ég fengi góða greiðslu í staðinn. Jafnframt aðvaraði hann mig. Það færi mjög illa fyrir mér, ef ég gerði axarsköft... í tvær klukkustundir ókum við, og ég hafði ekki hugmynd um, hvert förinni var heitið. Öðru hvoru skrölti vagninn yfir óslétt- ar, steinlagðar götur, stundum var það mal- bik. Ég gat ekki séð glóru út um rúðurnar, og ekki var staðar numið, fyrr en klukkan níu um kvöldið. Latimer opnaði aðra hurð- ina, og ég kom auga á lágar hvolfdyr, sem ljósker hékk yfir. Ég var í skyndi leiddur inn um dyrnar, og ég held að því næst hafi leiðin legið í gegnum trjágarð, áður en ég kom inn í hús eitt. Það var lítið ljósker í anddyrinu, þar sem við komum inn, en ljósið var svo dauft, að ég gat ekki greint annað en að herbergið væri stórt, og að mörg málverk héngu á veggjunum. Ég tók betur eftir þeim, sem lauk upp fyrir okkur — litlum, lotnum, mið- aldra manni, sem bauð af sér slæman þokka. — Er þetta hr. Melas, Harold? spurði hann. — Já, sagði Latimer. — Það var gott. Ég vona að þér takið það ekki illa upp, hr. Melas. Við getum ekki komizt af án yðar. Ef þér komið vel fram, munuð þér einnig verða ánægðir með okkur. En guð hjálpi yður, ef þér reynið einhver hrekkjabrögð. Hann var óstyrkur í máli og skríkti, en skaut mér þó mun meiri skelk í bringu en Latimer hafði gert. En ég spurði hvað þeir vildu mér, og þá sagði hann, að ég ætti að leggja spurningar fyrir Grikkja og þýða svörin. Framh. á bls. 28. 13 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.