Fálkinn - 24.04.1963, Side 26
húsmæðrakennari.
Allar viljum við ganga léttklæddar á sólríkum
sumardegi, en ský getur dregið fyrir sólu. Þá er gott
að hafa fallega peysu við hendina og þessi hérna ætti
að vera ágæt.
Efni: nál. 550 g frekar gróft ullargarn í dökkum
lit og 50 g í ljósum, 6 hnappar.
'Prjónar: Nr. 4 og 4%, hringprjónn nr. 3V2.
18 1. — 10 cm. 5 umf. = 2 cm.
Mynstrið: 9 umf. slétt prjón (byrjað á brugðnum
prjóni).
10. umf.: * 8 sl., prjónið 10. 1. slétt tekið aftan í
lykkjuna, látið lykkjuna vera kyrra á prjóninum,
prjónið 9. 1. venjulega slétt, takið báðar 1. fram af
prjóninum. Endurtekið frá *. — 9 umf. slétt prjón.
20. umf.: 3 sl., * prjónið 5. 1. slétt tekið aftan í
lykkjuna, látið lykkjuna vera kyrra á prjóninum,
prjónið 4. 1. venjulega slétt, takið báðar 1. fram af
prjóninum. Endurtekið frá *, endað með 3 sl.
Bakið: Fitjið upp 88 1. á prjón nr. 4 og prjónið 8
umf. brugðningu (1 sl., 1 br.) sett á prjón nr. 4y2 og
mynstrið prjónað. Aukið út um 1 1. hvoru megin
með 5 cm millibili, þar til 98 1. eru á. Þegar síddin er
36 cm eru 8 1. geymdar hvoru megin (handvegur).
Nú er tekið úr á þennan hátt: 1 sl., 2 sl. saman, prjón-
ið út prjóninn, þar til 3 1. eru eftir, þá eru 2 1. prjón-
aðrar, snúnar slétt saman, 1 sl. Tekið úr í annarri
hverri umf., þar til 38 1. eru eftir. Síðan í hverri
umf., þar til 30 1. eru eftir. Lykkjurnar geymdar.
Vinstri boðangur: Fitjið upp 40 1. á prj. nr. 4 og
prjónið 8 umf. brugðningu, sett á prjón nr. 4V2 og
mynstrið prjónað. Aukið út eins og á bakinu, þar til
45 1. eru á. Þegar síddin er 32 cm er tekið úr að
framan verðu 1 1. í 8. hverri umf. 6 sinnum. Þegar
síddin er 36 cm eru 8 1. geymdar fyrir handveg. Tekið
úr eins og á bakinu, þar til 3 1. eru eftir. Fellt af.
Hægri boðangur prjónaður sem spegilmynd af þeim
vinstri.
Ermar: Fitjið upp 52 1. á prjón nr. 4V2, prjónið 8
umf. brugðningu því næst mynstrið. Aukið út um 1 1.
hvoru megin í 6. hverri umf. þar til 74 1. eru á. Þegar
síddin er 33 cm eru 8 1. geymdar hvoru megin. Þá er
tekið úr á sama hátt og á bakinu, þó í 4. hverri umf.
3svar þar til 32 1. eru á og síðan í annarri hvorri
umf., þar til 6 1. eru á. Fellt af. Hin ermin prjón-
uð eins.
Frágangur: Pressað lauslega á röngunni. Allir saum-
ar saumaðir saman og ermar festar í. Saumið hand-
veginn saman með sem prjónað væri. Prjónið nú lín-
ingu á hringprjón nr. 3%. Takið upp 238 1. slétt
þannig: 90 1. meðfram hægri boðangi, 6 1. við ermina,
26 1. á bakinu (prjónið 1. saman, svo að lykkjufjöld-
inn passi), 6 1. við hina ermina og 90 1. á vinstri boð-
ang. Prjónið 1 umf. brugðna til baka með ljósu garni,
2 umf. brugðningu (1 sl 1 br.) með ljósu garni 1 umf.
slétt með dökku garni, 2 umf. brugðningu með dökku
garni, 1 umf. brugðning með dökku garni, þar til 60 1.
eru eftir, þá eru hnappagötin búin til, * fellið 2 1.
af brugðið, prjónið 9 1. með brugðningu, endurtekið
frá * út umferðina endið með 3 1. brugðningu. í næstu
umf. sem er prjónuð sem brugðning, eru 1. fitjaðar
á ný. Þá eru prjónaðar 2 umf. brugðning, síðan fellt
af sl. og br. og þess gætt vel að brúnin hvorki flái né
sé of kröpp. Hnappar saumaðir í.