Fálkinn - 24.04.1963, Qupperneq 27
1 femingur
= 2 þræðir,
NALAPUDI
— sem auðvelt er að
sauma
Framhliðin á nálapúðanum er saumuð í hvítan
java eða léreft, 6 krosssaumsspor = 1 cm, en stærð
púðans er nál. 'IVz'/.l % cm.
Saumið miðnystrið fyrst og saumið með föl-
um lit og 2þættu áróragarni. Það eiga að vera 4
þræðir á milli allra 9 mynztranna, en utan um þau
eru saumaðar 3 krosssaumsrendur og eiga einnig
að vera 4 þræðir milli þeirra.
Saumið ferkantaðan púða (JIV2. úr efni,
sem er eins á litinn og ísaumsgarnið. Fyllið púð-
ann með ullarafgöngum eða frauðgúmmíi. Festið
útsaumuðu framhliðinni ofan á kappmelluspori.
Ágæt hetta til að bregða yfir hár-
ið, þegar steikt er eða verið að taka
til. Sníðið kringlótt stykki úr bóm-
ull eða plasti. Faldið brúnina. Búið
til 4 cm. breitt fall. Stingið hettuna
í vél með 1 cm. millibili. Dragið
teygju í, athugið að hafa hana ekki
of þrönga, svo að hárið klessist ekki
of mikið saman.
i
Þegar tekið er til í skúffum og
skápum, kemur margt fram í
dagsljósið, efnisafgangar, gömut
gluggatjöld, sokkar o. s. frv. Það
er gott að hagnýta slíkt, flétta úr
því teppi úr 5 lengjum eins og
myndin sýnir. Hafið lengjurnar
af svipaðri gerð og lit. Síðan eru
flétturnar saumaðar þannig sam-
an í hring eða sporöskjulagað að
vel fari. Flestir eiga nóg í heilt
teppi, en þá er t. d .hægt að rífa
niður lök, sem hafa lifað sitt feg-
ursta og lita síðan. Þetta er fljót-
leg og skemmtileg vinna og teppin
ágæt í sumarbústað og svefnher-
bergi.
Eplaflesk.
250 g. reykt flesk.
4 laukar.
4 epli. '
1 tsk. sykur.
Fleskið steikt á velheitri pönnu,
fitunni hellt frá. í fitunni er laukur-
inn brúnaður og flysjaður og epla-
bátar, sem stráð hefur verið á ör-
litlum sykri.
Borið fram raðað fallega á fat
með góðum hrærðum kartöflum og
grænum baunum.
FÁLKINN 27