Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Síða 28

Fálkinn - 24.04.1963, Síða 28
Sherlock Holmes Framh. af bls. 13. — En segið ekki meira en þér verðið beðnir um, annars ..., sagði sá gamli gónandi og skríkti á þennan ógeðfellda hátt. Hann fylgdi mér inn í herbergið mjög vel búið húsgögnum, þar sem fögur málverk voru á veggjum og mjúk teppi á gólfi. Nokkrum mínútum síðar kom Latimer inn ásamt manni, sem var klæddur gopalegum slopp. Hann leit Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAN H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23 200. 16 mm fimuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Lj ósmyndavörur Filmur Framköllim og kópering Ferðatæki (Transistor FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 28 FÁLKINN hræðilega út — fölur og horaður, með augu gljáandi af hitasótt. En óhugnan- legast af öllu var, að andlitið var al- þakið heftiplástrum. Einn lokaði alveg fyrir munninn. — Hefur þú töfluna, Harold? spurði sá lotni, þegar veslings Grikkinn lypp- aðist máttvana niður í stól. — Og hendurnar eru lausar? Gott — fáðu honum þá krítina. Nú spyrjið þér, hr. Melas, og hann skrifar svörin á töfl- una. Spyrjið fyrst, hvort hann vilji skrifa undir. Ég þýddi. Svipur mannsins logaði af hatri. Svarið á töflunni varð: — Aldrei! Næsta spurning var: — Viljið þér ekki skrifa undir undir neinum kring- umstæðum? Maðurinn svaraði: — Aðeins, ef ég sé hana vígða af grískum presti, sem ég þekki. Sá lotni hló illkvitnislega. — Þá vitið þér hvað þér eigið í vændum, sagði hann. — Mér stendur alveg á sama, hvað um sjálfan mig verður. Á þann hátt fór þetta óvenjulega samtal fram. Hvað eftir annað var spurt um að „skrifa undir.“ Mér varð brátt ljóst, að tvímenningarnir skildu ekki orð, og þá byrjaði ég varlega að skjóta inn í spurningum mínum til að komast að raun um, hvað maðurinn héti, og hvers vegna hann væri svo illa á sig kominn. Smátt og smátt fékk ég eftirfarandi upplýsingar: Maðurinn hét Kratides og var frá Aþenu. Hann hafði verið þrjár vikur í Lundúnum, það var farið með hann eins og fanga og hann svalt. Hann vissi ekki, hvar hann var staddur. Hefði ég haft dálítið meiri tíma til umráða, mundi mér áreiðanlega hafa tekizt að veiða upp úr honum alla sög- una, en allt í einu opnuðust dyrnar og kona nokkur kom inn. Ég gat séð, að hún var dökk yfirlitum, há og grönn. — Harold! mælti hún skyndilega á bjagaðri ensku. — Það var svo óhugan- legt, að vera alein uppi, svo að~ég ■—• en en — ó, guð minn góður! Þetta er Paul! Það síðasta sagði hún á grísku, og fanginn gretti sig svo hroðalega, að plásturinn rifnaði af munni hans. Hann hrópaði: „Sophia!“ og þaut upp og faðmaði stúlkuna að sér. En endurfund- irnir urðu stuttir. Latimer dró stúlk- una tafarlaust út, og sá lotni rak fang- ann burt í gagnstæða átt, og ég varð einn eftir. Andartak hvarflaði að mér að reyna að grennslast fyrir um, hvar ég væri staddur — en til allrar hamingju varð ekki úr því. Gamli maðurinn kom von bráðar aftur og mælti íbygginn: — Þetta er nóg, hr. Melas. Ég vona að þér skiljið að þetta er einkamál. Við höfum áður haft annan túlk, en hann varð því miður að fara skyndi- lega til Grikklands. Þess vegna snerum við okkur til yðar. Hérna eru fimm hundruð krónur. Ég vona að það sé nægileg þóknun. Munið aðeins eitt! Ef María Anna var upp í sveit. Ég var grasekkjumaður. Það var orðið nokkuð áliðið, nánar tiltekið klukkan 2.15 eftir miðnætti. Ég stóð á útidyratröppunum og leitaði að lyklinum. Ég hafði verið í sjötugsafmælinu hennar Emmu frænku og var bláedrú, þar sem Emma frænka má ekki sjá dropa af áfengi í sínum húsum. Auðvitað er það virðing- ar vert út af fyrir sig. Oft er það svo, að þegar grasekkjumenn standa fyrir utan dyrnar heima hjá sér og finna ekki lykilinn, þá svífur á þá eins kon- ar ölvun, þannig að þeir finna ekki vasana heldur. En ég gat leitað í öllum vösum og þeir eru hvorki meira né minna en 11 á venjulegum jakkafötum. Enginn lykill kom í Ijós. Þá var aðeins ein leið til. Það var kjallaraglugginn. Á hann hafði vantað krók í mörg ár og með lipurð gat mað- ur auðveldlega opnað hann. Ég beygði mig niður og reyndi með vasahnífnum mínum og sporjárni, sem ég hafði fund- ið í hjólhestageymslunni. Þegar ég hafði sýslað við gluggann í nokkrar mínútur heyrði ég djúpa rödd að baki mér: — Hvað eruð þér að gera þarna? Ég lyppaðist niður og tautaði: — Ég? — svo sem ekki neitt. Þetta kom manninum ekkert við. Ég hafði fullt leyfi til þess að fara inn í mitt hús hvernig, sem ég vildi. Þótt ég hefði þurft að fara í gegnum skor- steininn, þá kom það engum við. Mað- urinn kom aldeilis ófeiminn inn í garðinn. Þetta var hávaxinn maður, samanrekinn og skreyttur rauðu yfir varaskeggi og svörtum harðkúluhatti. Hann hlaut annaðhvort að vera flutn- ingaverkamaður eða slátrari. — Svo sem ekki neitt, sagði hann. Einmitt það. Þér eruð að brjótast inn. -— Já, sagði ég og hélt áfram að baksa við gluggann, ég er að brjótast inn í mitt eigið hús. Ég á heima hér. — Þetta getur nú hver sótraftur sagt. Getið þér sannað, að þér eigið heima í þessu húsi. — Lítið á nafnspjaldið á aðaldyrun- um. þér getið um þetta við nokkurn mann, megið þér biðja fyrir yður! Og síðan starði hann á mig með ó- hugnanlegum, illgirnislegum svip. Mér var leyft að ganga aftur út í vagninn. Latimer fylgdi mér, og við ókum langa leið með dregið fyrir glugg- ana. Loks er við námum staðar og hann bauð mér að stíga út úr vagninum, hafði ég varla fótað mig á jörðinni, er ökumaðurinn sló í hestana. Augnabliki síðar var vagninn horfinn. Ég var staddur á kjarri vaxinni heiði. í fjarska gat að líta rauð járnbrautar- ljósker. Ég gekk í þá átt og mætti manni, sem sagði mér, hvar ég var niðurkominn og sýndi mér réttu leið- ina til Clapham, þar sem hann áleit að ég næði 1 síðustu lestina til Lundúna.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.