Fálkinn - 24.04.1963, Blaðsíða 36
*
I sólarlöndum
Framhald af bls. 32.
um kallað „Ítalía í septembersól“ og
farin hefur verið óbreytt í þrjú ár við
miklar vinsældir. Þessi ferð verður far-
in 13. sept. undir fararstjórn Thors
Vilhjálmssonar. Flogið verður héðan
til London og þar tekin flugvél til Míl-
anó. Síðan verður ferðazt um ítalíu
víða vegu. Meðal annars ferðazt með
farþegaskipinu Leonardo da Vinci einu
glæsilegasta farþegaskipi ítala, frá
Napóli til Cannes. Þessi liður í ferðinni
hefur notið mikilla vinsælda. Þá verður
ferð um París og Rínarlöndin undir
stjórn Jóns Helgasonar. Sú ferð verður
farin 23. sept. Þá verður ferð til Spán-
ar, Portúgal og Marokkó 2. sept. Far-
arstjóri verður Guðni Þórðarson. Þá er
ferð á Edinborgarhátíðina eins og
venjulega og hefur sú ferð verið vin-
sæl. Hefst hún 24. ágúst og fararstjóri
verður Bryndís Schram. Þá verður einn-
ig Norðurlandaferð í júlí. Við höfum
einnig ákveðið að taka upp þá nýbreytni
áð fara vorferð til Ítalíu í maí. Er hún
með líku sniði og septemberferðin. Við
höfum lagt ríka áherzlu á að nota flug-
vélar svo mönnum gefist kostur á að
sjá sem mest á hverjum stað. Eitt er
það líka sem ég vil nefna í þessu sam-
bandi. Við erum vanir að efna til
myndakvölda eftir heimkomuna meðal
þátttakenda og látum við þá þátttakend-
ur svara spurningum varðandi ferðina,
hvað þeir hafa talið skemmtilegast og
hvað þeir hefðu helzt viljað missa úr.
Með þessum hætti höfum við getað
sniðið þessar ferðir eingöngu eftir ósk-
um þátttakenda. Við höfum einnig á-
kveðið ferð til byggða Vestur-íslend-
inga eins og þá sem við fórum í fyrra,
en hún var mjög vinsæl. Við verðum
þar á Íslendingahátíðínni í Winnipeg
en hún er fyrstu helgina í ágúst ár
hvert. Flogið verður til New York með
Loftleiðum og milli staða í flugvélum.
Menn geta svo orðið eftir vestanhafs
hjá vinum og vandamönnum til lengri
dvalar ef þeir óska. Fararstjórar verða
þeir séra Bragi Friðriksson og Gísli
Guðmundsson.
— Og svo skipuleggið þið einstak-
lingsferðir?
— Já við skipuleggjum svokallaðar
IT ferðir og þær geta menn farið hvert
sem þeir vilja til Norðurlanda, Bret-
landseyja, Frakklarids, Þýzkalands,
Austurríkis, Sviss, Ítalíu, Spánar, Portú-
gals og til Sovétríkjanna og Austur-
Evrópu. Við höfum kallað þetta Stjörnu-
ferðir til aðgreiningar frá Sunnuferðun-
um.
— Þið hafið verið mikið með Mall-
orcaferðir?
— Já, þær hafa orðið geysilega vin-
sælar svo og ferðir til Canaríeyja.
Við mælum sérstaklega með þessum
ferðum því þarna er margt skemmtilegt
að sjá og veðráttan einstök. Núna för-
um við páskaferð á þessar slóðir.
36 FALKINN
— Er talsvert um að sama fólkið
ferðist með ykkur ár eftir ár?
— Já, við höfum verið svo heppnir
að þessar ferðir okkar hafa tekizt sér-
lega vel. Ég mundi segja að venjulega
væru það 30—40% sem hafa verið
með okkur áður.
— Hvað viltu segja okkur af ferða-
tíma fslendinga?
— Hann hefur hingað til verið nær
eingöngu um hásumarið, en það er að
mörgu leyti ekki heppilegur tími til
ferðalaga erlendis. Nú hefur þetta ver-
ið að breytast hin seinni ár. Þó er sumt
dálítið kjánalegt ennþá. Sumir fara ut-
an í tómri vitleysu ef svo má segja.
Þeir fara kanriski til Kaupmannahafnar
og þvælast þar í tvær til þrjár vikur og
fara ekki einu sinni út á Sjáland. Þeir
ganga bara um „Strauið“. Þetta er að
henda peningum í ekki neitt. Menn
eiga að koma á ferðaskrifstofur og láta
þær skipuleggja fyrir sig ferðirnar og
leita upplýsinga. Það kostar þá ekki
neitt og þeir hafa miklu meiri ánægju
af ferðinni.
— Heldurðu að það verði mikill
ferðamannastraumur hingað í sumar?
— Já, eftir því sem okkur er kunn-
ugt. Hér koma daglega margar fyrir-
spurnir sem við leysum úr. Og hótelin
hér eru orðin svo nær full pöntuð í allt
sumar. Mér er t. d. sagt að Saga sé nær
því upppöntuð langt fram á haust. Það
fer að verða mikil þörf á stóru gistihúsi
til viðbótar.
— Heldurðu að ferðir inn í óbyggðir
yrðu ekki vinsælar af erlendum ferða-
mönnum?
— Jú án efa. En það þarf að gera
margt áður en það kemst í framkvæmd
í stórum stíl. Hinn almenni ferðamaður
sem hingað kemur hefur ekki meðferð-
is svefnpoka svo hann geti notfært sér
hin ágætu hús Ferðafélagsins. Okkur
vantar gistihús út um landið í ríkara
mæli og hús inn á öræfin.____________
Slicrlock Hobncs
Framhald af bls. 29.
hún hafi búið á einhverju einkaheimili
hér í Lundúnum, og að gistivinir henn-
ar hafi skrifað Paul, er hún hvarf spor-
laust,' hlýtur að koma svar við auglýs-
ingu Mycrofts . . .
Við vorum komnir heim í Baker
Street, niðursokknir í samræður okkar,
og þegar við komum inn, sat Mycroft
þar í hægindastól og reykti vindil. Hann
kvaðst hafa tekið vagn og því orðið á
undan okkur; hann ætlaði að sýna okk-
ur svarið, sem hann hafði fengið við
auglýsingunni í þann mund, er við
vorum farnir. Hann dró bréf upp úr
vasa sínum.
— Það er skrifað með penna á þykkt
bréfsefni af góðri tegund og skrifað af
miðaldra, heilsutæpum manni, sagði
hann og las síðan:
„Herra, sem svar við auglýsingu
yðar í Daily News í dag, vil ég skýra
frá því, að ég þekki nejnda konu
mjög vel. Hún býr í einbýlishúsinu
The Myrtes, Beckenham. Ég get gef-
ið ákveðnar upplýsingar um hin
hryggilequ örlög hennar.“
— Bréfið er undirritað J. Davenport,
sagði Mycroft. Og hann á heima í Brix-
ton. Er ekki bezt, að við ökum þangað,
þegar í stað, Sherlock?
— Nei, við verðum fyrst að hugsa um
líf bróðurins. Við vitum, að þeir eru í
þann veginn að pynta hann til bana.
Nei, við förum til Beckenham.
— Eigum við ekki að taka Melas
með, lagði ég til. Túlkur getur orðið
nauðsynlegur.
— Það er satt, sagði Holmes. Sendu
boð eftir vagni.
Við ókum eins hratt og við gátum,
en samt var næstum orðið dimmt, er
við vorum komnir til Pall Mall. Melas
var ekki heima. Ráðskonan upplýsti, að
hann væri nýfarinn að heiman ásamt
ókunnugum manni — „skrýtnum karli,
sem skríkti allan tímann“.
Við snérum við og á tröppunum sagði
Sherlock við mig:
— Nú er það virkilega alvarlegt.
Þeir hafa haft hendur í hári Malas á
einhvern hátt og neytt hann til að fara
með sér. Og það leit nú ekki út fyrir,
að Melas væri sérlega hugrakkur. Þeir
hafa kannski þörf fyrir hann sem túlk
aftur — en þeir vita líka ef til vill, að
hann hefur svikið þá.
Við héldum för okkar áfram til stöðv-
arinnar og tókum fyrstu lest til Back-
kenham, en það var ekki hraðlest, svo
að við vorum ekki komnir á leíðarenda
fyrr en um hálf ellefu leytið. Þá urðum
við að útvega okkur vagn, og spyrja
til vegar. Það leið enn hálf klukkustund,
áður en við komum til The Myrtes.
Það var stórt, skuggalegt hús, rétt utan
við veginn, og umhverfis var trjágarð-
ur. Við létum vagninn bíða og gengum
síðasta spölinn.
— Fuglarnir eru flognir, sagði Hol-
mes hranalega.
— Af hverju heldurðu það? spurði
ég-
— Þunghlaðinn vagn hefur ekið í
burtu fyrir skömmu síðan.
— Hvernig geturðu vitað það?
— Eins og þú sást, voru hjólför við
hliðið. Ný för. Ein för inn og ein för
út. Það er ekki um að villast. Förin,
sem lágu út, voru langtum dýpri; vagn-
inn var sem sé þunghlaðinn. Undir-
stöðuatriði, kæri Watson!
Við vorum komnir að dyrunum.
Mycroft barði að dyrum, en enginn
opnaði, og húsið var almyrkvað. Sher-
lock gekk umhverfis húsið og kom
strax aftur til að skýra frá því, að hann
gæti opnað einn gluggann. Við fylgd-
um honum eftir og klifruðum inn
án teljandi fyrirhafnar. Við vorum
bersýnilega staddir í anddyrinu, sem
Melas hafði lýst. Við lögðum við hlust-
irnar og heyrðum allt í einu hljóð —
hryllilegt kvein og stunur einhvers
staðar uppi yfir okkur. Með Holmes
Sjá næstu síðu.